Hornsteinn – 60 ára afmælissýning
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum | 2023-02-11 - 2023-08-20

Verið velkomin á opnun afmælissýningar Listasafns Árnesinga 11. febrúar klukkan 15:00, Sigurður Ingi Jóhannsson opnar sýninguna. Ókeypis aðgangur og öll velkomin. Sýningarstjórar eru Kristín Scheving og Zsóka Leposa.

Safnið býr yfir einstöku samansafni af um það bil 550 listaverka, allt frá merkustu meisturum íslenskrar myndlistar til atgervisgróskunnar í sveitunum í kring. Það var stofnað árið 1963 og er þar með fyrsta listasafnið á Íslandi sem tók til starfa utan höfuðborgarinnar. Því verður með réttu haldið fram að Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar Loftur og Bjarni Markús hafi lagt hornsteininn að Listasafni Árnesinga með rausnarlegri gjöf listaverka úr sinni eigu til Árnessýslu árið 1963. Gjöf þeirra var 41 listaverk og héldu mæðginin áfram að gefa safninu verk fram til ársins 1986 og taldi safnið þá 75 listaverk. Það inniheldur verk merkustu meistara íslenskrar málaralistar á fyrri helmingi tuttugustu aldar: 19 málverk eftir Ásgrím Jónsson og verk eftir Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason meðal annarra. Smekkur Bjarnveigar er eftirtektarverður sem og skynbragð hennar á nýja strauma eins og birtist í síðari gjöfum hennar. Hún lagði sig eftir verkum abstraktlistamanna (eftir Hörð Ágústsson og Kjartan Guðjónsson) en lagði líka mikið upp úr að gefa verk íslenskra kvenna, á borð við Björgu Þorsteinsdóttur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Ragnheiði Jónsdóttur.

Bjarnveig Bjarnadóttir (1905-1993) var ættuð af Suðurlandi, móðir hennar var frá bænum Skipum nálægt Stokkseyri og faðir hennar var Skaftfellingur. Móðir hennar og Ásgrímur Jónsson voru systrabörn og hún var þar að auki skyld Einari Jónssyni myndhöggvara í móðurætt. Heimili hennar var þakið listaverkum að því marki sem veggjarými leyfði og var það ekki algengt á þeim árum að einstæðar mæður verðu öllu sparifé sínu í listaverk. Í ræðu sem hún hélt við Lista- og byggðasafn Árnessýslu árið 1974 sagði Bjarnveig: ,,Þessi málverk eru gefin af heilum hug og með ósk um að gjöfin verði til menningarauka fyrir sýsluna og lyftistöng fyrir komandi kynslóðir.“

Safninu var skipt upp árið 1992. Byggðasafn Árnesinga flutti í Húsið á Eyrarbakka en Listasafn Árnesinga starfaði á Selfossi fram til ársins 2001. Þá festi það kaup á húsnæði Listaskálans í Hveragerði og hefur verið þar til húsa allar götur síðan.
Tvö hundruð verk úr tré og litlar styttur ýmist úr marmara eða beini eftir Halldór Einarsson (1893-1977) eru stór hluti safnsins eða um þriðjungur þess. Hann fæddist á bænum Brandhúsum í Gaulverjabæjarhreppi. Tuttugu og níu ára gamall hélt hann vestur um haf og bjó í Bandaríkjunum í fjörutíu og þrjú ár. Hann fluttist aftur heim árið 1965 og fjórum árum síðar ánafnaði hann Listasafni Árnesinga öll verk sín ásamt tíu þúsund Bandaríkjadölum.
Halldór starfaði við tréskurð í Chicago og bjó lengst af á afviknum stað úti í skógi þar sem hann ræktaði með sér áhuga á dýra- og gróðurlífi. „Ég gat talað við þessi dýr – og fuglana líka – og þau skildu mig“, sagði hann síðar í viðtali. Við sýnum verk hans sem afhjúpa fyrir okkur djúpan skilning hans á náttúrunni og andanum.

Verður settur fókus á þessa frumkvöðla sem urðu til þessa að Listasafn Árnesinga varð að veruleika.
Þar að auki mun safnið sýna ný verk sem voru gefin sl ár, af myndlistarmönnum og td. Íslandsbanka, 2 verk eftir Ásgrím Jónsson en einnig eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Þorleifsson og Jón Engilberts.
Stefnt er að því að nota tímann á afmælisárinu til að lagfæra ramma og verk þar sem þarf, rannsaka og taka nýjar ljósmyndir af verkunum og einnig gefa út sýningarskrá með úrval verka úr safneign.

 


Listamenn:
Arnar Herbertsson
Arngunnur Ýr Gylfadóttir
Ágúst F. Petersen
Ásgrímur Jónsson
Baltasar Samper
Björg Þorsteinsdóttir
Bragi Ásgeirsson
Brynhildur Þorgeirsdóttir
Einar G. Baldvinsson
Einar Hákonarson
Eiríkur Smith
Elfar Guðni Þórðarson
Erró
Eyjólfur Eyfells
Finnur Jónsson
Gerður Helgadóttir
Guðjón Sigfússon
Guðlaug Hannesdóttir
Guðrún Tryggvadóttir
Gunnlaugur Blöndal
Gunnlaugur Scheving
Halldór Einarsson
Hans Christiansen
Hildur Hákonardóttir
Hörður Ágústsson
Höskuldur Björnsson
Ísleifur Konráðsson
Jóhann Briem
Jóhannes Kjarval
Jón Engilberts
Jón Jónsson
Jón Stefánsson
Jón Þorleifsson
Karl Kvaran
Kjartan Guðjónsson
Kristinn Pétursson
Matthías Sigfússon
Myriam Bat-Yosef
Páll Guðmundsson frá Húsafelli
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir Ream
Rúrí
Sara Björnsdóttir
Sigrid Valtingojer
Sigríður Björnsdóttir
Sigríður Melrós Ólafsdóttir
Sigrún Harðardóttir
Sigurður Sigurðsson
Sigurjón Ólafsson
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Snorri Arinbjarnar
Valtýr Pétursson
Veturliði Gunnarsson
Þorbjörg Höskuldsdóttir
Þorvaldur Skúlason
Þórdís Erla Zoëga

Verk og myndir


Olía á hörstriga


hæð: 200 cm
breidd: 200 cm
þykkt: 5 cm
eigandi: Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

Aðrar sýningar

Nánar

Formæðraherinn
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015

Ótölulegur fjöldi formæðra minna.


Ljósmynd:

Guðrún Arndís Tryggvadóttir

ljósmyndir


Ljósmynd:

ljósmyndir


Ljósmynd:

ljósmyndir

Sýningar

INNÍ – í Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs
Snæfellsjökull National Park Visitor Center

2024-01-13 - 2024-04-24
Skoða

UMBREYTING
Sundlaug / Svimming pool – Höfn Hornafjörður

2023-12-09 - 2024-08-25
Skoða

Verk í einkasöfnum
Einkasafn / Private Collection

2023-07-15 - 2024-07-15
Skoða

ONÍ
Sesseljuhús – Umhverfissetur

2023-06-03 - 2023-08-20
Skoða

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2023-03-25 - 2023-08-07
Skoða

Hugmyndir að Kafaranum – Pop-up sýning
Sundhöll Selfoss

2023-02-10 - 2023-03-26
Skoða

Ímyndanir – Pop-up sýning
Eyravegur 65

2022-10-08 - 2022-10-09
Skoða

Nr 4 Umhverfing – Smáverk
Hótel Laugar Sælingsdal

2022-07-02 - 2022-08-27
Skoða

Hofstaðir – Menningarmiðlun
Minjastofnun Íslands

2022-07-01 - 2022-10-01
Skoða

Kafarinn
Sundhöll Selfoss

2021-06-11 - 2030-11-01
Skoða

Vakning
Listasafn Ísafjarðar / Ísafjörður Art Museum

2021-04-30 - 2021-06-05
Skoða

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Listrými / Artspace

2021-02-08 - 2030-01-01
Skoða

Krosskirkja – Listræn ráðgjöf
Krosskirkja

2021-01-01 - 2021-10-01
Skoða

Þrjátíu myndverk úr bókinni Lífsverk
Skálholtsskóli

2019-12-14 - 2020-02-05
Skoða

Listrými

2019-12-01 - 2040-01-01
Skoða

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Hallgrímskirkja

2019-12-01 - 2020-03-01
Skoða

Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-09-23 - 2018-02-25
Skoða

Gestur að Jörva
Jörvi, Haukadalur

2017-04-22 - 2017-05-22
Skoða

Uppruni
Gallerí Gangur / The Corridor

2017-01-19 - 2017-04-04
Skoða

Listrými – Vorönn 2017
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-01-03 - 2017-04-01
Skoða

Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
Skoða

Listrými – Vinnustofur í myndlist
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2016-03-10 - 2016-04-30
Skoða

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
Listasafn Reykjanesbæjar / Reykjanes Art Museum

2015-11-13 - 2016-01-31
Skoða

Listamannabærinn Hveragerði

2015-10-12 - 2030-01-01
Skoða

Hlöðusýning
Vinnustofa / Atelier – Alviðra

2015-09-26 - 2015-10-04
Skoða

Sjónarhorn
Safnahúsið / The Culture House

2015-04-18 - 2021-04-30
Skoða

Ákall
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2015-01-24 - 2015-04-23
Skoða

Umrót – íslensk myndlist um og eftir 1970
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2014-09-27 - 2014-12-14
Skoða

Húsið og umhverfið

2014-02-23 - 2020-01-01
Skoða

Flæði: Salon-sýning af safneign
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2013-02-02 - 2013-05-20
Skoða

Endurvinnslukortið

2012-01-01 - 2020-01-01
Skoða

Lífrænt Íslandskort

2012-01-01 - 2020-01-01
Skoða

Ættartengsl og kynslóðaskipti
Galdrasafnið á Ströndum / Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft

2011-11-21 - 2011-11-23
Skoða

Jór! Hestar í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2011-05-07 - 2011-08-11
Skoða

Græna kortið

2008-09-01 - 2020-01-01
Skoða

Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund

2006-10-25 - 2020-01-01
Skoða

Íslensk myndlist: Málverkið eftir 1980
Listasafn Íslands / The National Gallery of Iceland

2006-10-07 - 2006-12-03
Skoða

Þetta vilja börnin sjá!
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

2002-11-23 - 2003-01-06
Skoða

Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
Alþjóðahúsið / International House

2002-08-17 - 2002-09-06
Skoða

Nýja málverkið – Gullströndin andar
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

2001-01-20 - 2001-02-18
Skoða

Art-Ad

2000-09-01 - 2007-01-01
Skoða

Borgarminnisvarðinn í Großalmerode
Ráðhústorgið / City Hall Square

1999-01-01 - 2030-01-01
Skoða

Kunst und Kultur samkeppnin
Volkshochschule Witzenhausen

1995-06-01 - 1995-06-01
Skoða

Deutsche Bilder
Glas- und Keramikmuseum

1995-05-01 - 1995-08-01
Skoða

Kunst & Werbung

1995-01-01 - 2000-08-30
Skoða

Kynning frá Borgarlistasafni
Kringlan

1994-06-01 - 1994-09-03
Skoða

Rými – Myndmenntaskóli, verkstæði, gallerí
Listhús í Laugardal

1992-09-01 - 1993-05-30
Skoða

Unreconciled Passion, Art and the Confrontation of Grief
Gallery Spaces

1992-01-17 - 1992-02-14
Skoða

Concepts and Dimensions
Trumbull Art Gallery

1991-03-16 - 1991-04-14
Skoða

The Murray Hill Summer Art Walk
The Murray Hill School

1990-06-01 - 1990-06-03
Skoða

Maðurinn í íslenskri myndlist 1965-1985
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-06-05 - 1988-07-10
Skoða

Sjálfsmyndir í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-01-01 - 1988-02-28
Skoða

Guðrún Tryggvadóttir
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1987-03-14 - 1987-03-29
Skoða

Bækur og bókaskreytingar
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

1985-09-22 - 1985-10-24
Skoða

Iceland: The Art Revealed
Franklin Furnace

1984-04-19 - 1984-07-31
Skoða

Debütant sýning – AdBK
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1983-12-12 - 1983-12-17
Skoða

Í Rauða húsinu
Rauða húsið / The Red House

1983-03-13 - 1983-03-19
Skoða

Gullströndin andar
JL húsið / JL House

1983-01-29 - 1983-02-12
Skoða

Í Nýlistasafninu
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

1982-11-12 - 1982-11-14
Skoða

Í Inwood Park
Inwood Park - N.Y.C., N.Y.

1982-09-01 - 2015-08-25
Skoða

Kunst und Fruchtsaft
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1982-05-10 - 1982-05-15
Skoða

Art Photocopies Exhibition
Centrum't Hoogt University

1982-02-26 - 1982-03-21
Skoða

Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
Skoða

Destruction
Gallerí Djúpið

1980-09-27 - 1980-10-08
Skoða

Á vinnustofunni

1974-01-01 - 2015-12-31
Skoða
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015