Bakið mitt í DIN A2 til DIN A9
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1981

Verkið um fæðingarblettina og DIN stærðirnar samanstendur af ljósmyndum af Guðrúnu í fullri líkamsstærð skornar niður í DIN (Deutsche Industrie Normen) stærðir þar sem fæðingarblettir fá vægi sem mikilvægir punktar eða vísindaleg viðfangsefni sem setur hin ótal viðfangsefni mannskepnunnar um allt og ekkert, flest sem skiptir engu máli, í nýtt ljós og spaugilegt samhengi.
Viðfangsefnið, manneskjan í þessu tilviki, er sett inn í það format sem við setjum allt annað í, þ.e. DIN stærðirnar.

Heildarsýningin um fæðingarblettina og DIN stærðirnar samanstendur af þremur ljósmyndaseríum með svart-hvítum ljósmyndum og ljósritum, bókverki og sýningarskrá.


  1. Ljósmyndir DIN A2- DIN A9. Bakið á Guðrúnu Tryggvadóttur.
  2. Ljósmyndir DIN A6. Guðrún Tryggvadóttir að framan og að aftan.
  3. Ljósmyndir og ljósrit DIN A4. Ég, til mín frá mér via POSTE RESTANTE. Póstverk - Guðrún Tryggvadóttir.
  4. Ég í DIN A6 - Bókverk. Guðrún Tryggvadóttir í vasabrotsútgáfu í stærðinni DIN A6 að framan og aftan. 120 bls. Gefin út í 10 ljósrituðum, handgerðum og tölusettum eintökum.
  5. Sýningarskrá með textum, ljósmyndum, ljósritum  og blandaðri tækni. 120 bls. Gefin út í tveimur handgerðum og tölusettum eintökum.

 

Á fyrstu síðu sýningarskrár segir:

Þessi bók er um
þann hluta af mér
sem snýr að umhverfinu.

Þessi bók er um
þá punkta mína
sem snúa að umhverfinu.

Líkami, húð, fæðingarblettir, stærðir, hlutföll, fjarlægð, nálægð, aðstaða, sjálfskoðun, heimsskoðun, þröngsýni, víðsýni, að stækka, að minnka, að einfalda, að margfalda, að miða út frá, að breyta, að hugsa um, að raða saman, að vinna úr, að setja í samhengi, að taka úr samhengi, að reikna með, að senda, að færa til o.s.fr.

     
Ljósmyndaverk  
hæð: 60cm
breidd: 42cm

Eigandi: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Sýningar


Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
Skoða
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015