Ingibjörg Ásmundsdóttir 1885-1969
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 5 af 12, málverk nr. 5 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 5, Ingibjörg Ásmundsdóttir, 12 barna móðir, langamma mín í móðurætt. Fædd 1885, dáin 1969.

Íslendingabók:
Fædd á Krossi í Lundarreykjadal, Borg. 12. október 1885. Látin 12. desember 1969. Fædd á Krossi í Lundarreykjadal, Borg. Ólst upp á Akranesi. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930,1945.
Heimildir: Þjóðskrá, 1910, 1930, Reykjaætt, Íb.Rvk.1945, Tröllat., Borgf.I.217, Mbl.29/10/99, Mbl.01/06/2003

  

Makar og börn:
Guðmundur Kristjánsson Lange 1881 - 1954. Eiginmaður 1904. Fósturbarn í Hólakoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Sjómaður um tíma. Bifreiðarstjóri á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Bifreiðarstjóri í Reykjavík 1945.

Ásmundur Guðmundsson 1906 - 1970. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Verkamaður í Reykjavík 1945.
Kristín Guðmundsdóttir 1908 - 1998. Var í Reykjavík 1910. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930.
Ingólfur Guðmundsson 1910 - 1989. Var í Reykjavík 1910. Húsasmíðameistari í Reykjavík.
Hjálmar Guðmundsson  1914 - 2003. Ólst upp með foreldurm í Reykjavík. Aðstoðarmatsveinn á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Stýrimaður og togaraskipstjóri um nokkurra ára bil. Vann að fiskverkun og húsbyggingum. Síðast bús. í Kópavogi.
Lúðvík Guðmundsson 1915 - 1982. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Raffræðingur í Reykjavík 1945. Rafvirkjameistari og kaupmaður í Reykjavík. Síðast bús. þar.
Guðrún Guðmundsdóttir 1916 - 1997. Var í Reykjavík 1940. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Guðmundur Guðmundsson 1918 - 1995. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930.
Hjördís Guðmundsdóttir 1920 - 2012. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Verslunar- og skrifstofustarfsmaður í Reykjavík.
Pálmi Guðmundsson 1921 - 1999. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Verslunarmaður, síðast bús. í Reykjavík.
Aðalsteinn K. Guðmundsson 1923 - 2013. Iðnaðarmaður í Reykjavík 1945.
Hjörtur R. Guðmundsson 1924 - 2012. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Rafvirki og húsasmiður í Reykjavík.
Haraldur Guðmundsson 1926 - 2000. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945.

  
Olía á hörstriga  
hæð: 100cm
breidd: 100cm
þykkt: 5cm

Eigandi: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Sýningar


Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-09-23 - 2018-02-25
Skoða

Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
Skoða
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015