Dalablóð – skýringar
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Dalablóð er afrakstur ferðalags í huga mér, um tímann, á vit formæðra minna. Flestar voru uppi löngu fyrir minn dag og á ég því engar minningar um þær en í Íslendingabók má finna upplýsingar um fæðingar- og dánarár, fæðingarstaði og/eða íverustaði á ýmsum tímum, barnsfæðingar, eiginmenn og aðrar heimildir sem kirkjubækur og manntöl hafa að geyma.

  

Dalablóð er afrakstur ferðalags í huga mér, um tímann, á vit formæðra minna. Flestar voru uppi löngu fyrir minn dag og á ég því engar minningar um þær en í Íslendingabók má finna upplýsingar um fæðingar- og dánarár, fæðingarstaði og/eða íverustaði á ýmsum tímum, barnsfæðingar, eiginmenn og aðrar heimildir sem kirkjubækur og manntöl hafa að geyma.

Elsta formóðir mín sem heimildir eru til um hét Ingibjörg Nikulásdóttir og fæddist árið 1685, á Skarðsströnd, hér skammt frá. Hún var vinnukona á Krossi á Skarðsströnd en fluttist síðar að Bugðustöðum og var þar húsfreyja.

Dóttir af dóttur, þær formæður sem sem ég tengist, bjuggu síðan kynslóð fram af kynslóð í Dölunum, allt fram á öndverða 19. öld þegar Guðrún Þorleifsdóttir lang- langamma mín fluttist frá Stóra Vatns- horni og ól langömmu mína, Ingibjörgu Ásmundsdóttur, að Krossi í Lundareykjadal.

Ingibjörg ólst upp á Akranesi en fluttist síðan til Reykjavíkur. Hún lést 84 ára en ég var þá 10 ára og man aðeins óljóst eftir henni þar sem hún sat og heklaði fínlegar dúllur og lét lítið fyrir sér fara.

Sex kynslóðir formæðra minna eiga ættir að rekja hingað í Dalina og er því ekki ólíklegt að búseta þeirra formæðra hafi einnig verið á þessum slóðum.

Reiknað frá landnámi árið 874 fram til fæðingardags dóttur minnar Mónu árið 1988, með 33,33 árum milli kynslóða, sem er meðaltalsfjöldi ára í endurnýjun kynslóðanna, eru ættliðirnir 33.

Með blóðsýnunum í skápnum vil ég vísa til þess fjölda ættliða formæðra minna sem hafa hugsanlega alist hér upp og háð hér lífsbaráttu sína.

Þeim á ég líf mitt að þakka og vil sýna þeim virðingu og þakklæti með því að reyna að setja mig í þeirra spor, reyna að ímynda mér hvernig það var að þreyja lífsbaráttuna hér á öldum áður þó ekki sé nema í í-mynduðum veruleika sem ég skapaði með málningu og hugarflugi hér í gamla bændaskólanum í Ólafsdal, þar sem tíminn hefur numið staðar.

(Aðaltexti undir gleri í sýningarborði)

  
Prentverk  
hæð: 70cm
breidd: 150cm

Eigandi: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Sýningar


Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
Skoða
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015