Ingibjörg Nikulásdóttir 1685 -1739
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 11 af 12, málverk nr. 11 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 11, Ingibjörg Nikulásdóttir, 3ja barna móðir, langa- langa- langa- langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1685 dáin 1739. Elsta formóðir mín í beinan kvenlegg sem heimildir eru til um. Um móður hennar og aðrar formæður eru ekki til skráðar heimildir og því endar saga formæðra minna með henni.

Íslendingabók:
Fædd 1685. Látin í desember 1739. Vinnukona á Krossi, Skarðstrandarhreppi, Dal. 1703. Húsfreyja á Bugðustöðum í Hörðudal, Dal. Frá Skarðsströnd.
Heimildir: 1703, Dalamenn.

  

Makar og börn:
Rögnvaldur Þorkelsson 1681 - 1746. Eiginmaður. Vinnumaður á Hvoli, Saurbæjarsveit, Dal. 1703. Bóndi á Bugðustöðum í Hörðudal, Dal.

Jón Rögnvaldsson (1715)
Sveinn Rögnvaldsson 1721 - 1741
Ragnhildur Rögnvaldsdóttir um 1726 - 1792. Húsfreyja í Blönduhlíð í Hörðudal. Var á Þórólfsstöðum 1762.

  
Olía á hörstriga  
hæð: 100cm
breidd: 100cm
þykkt: 5cm

Eigandi: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Sýningar


Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-09-23 - 2018-02-25
Skoða

Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
Skoða
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015