By:
  • Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Publisher:
  • Guðrún Arndís Tryggvadóttir


pages: 120
height: 297 cm
width: 210 cm
depth: 1 cm

Fæðingarblettir og DIN stærðir
1981

Verkið um fæðingarblettina og DIN stærðirnar samanstendur af ljósmyndum af Guðrúnu í fullri líkamsstærð skornar niður í DIN (Deutsche Industrie Normen) stærðir þar sem fæðingarblettir fá vægi sem mikilvægir punktar eða vísindaleg viðfangsefni sem setur hin ótal viðfangsefni mannskepnunnar um allt og ekkert, flest sem skiptir engu máli, í nýtt ljós og spaugilegt samhengi. Viðfangsefnið, manneskjan í þessu tilviki, er sett inn í það format sem við setjum allt annað í, þ.e. DIN stærðirnar.

Sýningin um fæðingarblettina og DIN stærðirnar samanstóð af þremur ljósmyndaseríum með svart-hvítum ljósmyndum og ljósritum, einu bókverki og sýningarskrá. Sjá eina opnuna á myndinni hér að ofan.


  1. Ljósmyndir DIN A2- DIN A9. Bakið á Guðrúnu Tryggvadóttur.
  2. Ljósmyndir DIN A6. Guðrún Tryggvadóttir að framan og að aftan.
  3. Ljósmyndir og ljósrit DIN A4. Ég, til mín, frá mér via POST RESTANTE. Póstverk - Guðrún Tryggvadóttir.
  4. Ég í DIN A6 - Bókverk. Guðrúnu Tryggvadóttir í vasabrotsútgáfu í stærðinni DIN A6 að framan og aftan. 120 bls. Gefin út í 10 ljósrituðum, handgerðum og tölusettum eintökum.

  5. Sýningarskrá með textum, ljósmyndum, ljósritum og blandaðri tækni. 120 bls. Gefin út í tveimur handgerðum og tölusettum eintökum.

Á fyrstu síðu sýningarskrár segir:

Þessi bók er um
þann hluta af mér
sem snýr að umhverfinu.

Þessi bók er um
þá punkta mína
sem snúa að umhverfinu.

Líkami, húð, fæðingarblettir, stærðir, hlutföll, fjarlægð, nálægð, aðstaða, sjálfskoðun, heimsskoðun, þröngsýni, víðsýni, að stækka, að minnka, að einfalda, að margfalda, að miða út frá, að breyta, að hugsa um, að raða saman, að vinna úr, að setja í samhengi, að taka úr samhengi, að reikna með, að senda, að færa til o.s.fr.

Pieces


Ljósmynd


height: 29 cm
width: 21 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ég, til mín, frá mér - Póstverk
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1980

Verkið samanstendur af 19 DIN A4 ljósmyndum af bakinu á mér, sem ég stækkaði upp í raunstærð á þunnan ljósmyndapappír (Copy Line) og stimplaði á hvert bréf nafn viðtakanda, sendanda, heimilisfang, POSTE RESTANTE, borg og land. Ég tók ljósrit af öllum ljósmyndunum áður en ég braut þau í Din A5 stærð, fór með í pósthús, frímerkti og sendi af stað.

Endanlegt verk er því annars vegar þau bréf sem voru send til baka eða ég náði í (11 bréf) og hins vegar ljósrit (7 bréf) af þeim bréfum sem ég fékk ekki send til baka jafnvel þó að alþjóðlegar reglur segi til um að senda beri POSTE RESTANTE bréf aftur til sendanda innan ákveðins tíma.
Myndin er af einu dæmi, bréfinu til mín frá mér í Peking og var endursent.

Þann 25. júlí 1980 sendi ég 19 bréf til 19 borga í 18 löndum.

Bréfin eru ljósmyndir af bakinu á mér. Myndir af mér, til mín, frá mér.

Til að geta sent myndirnar á eigin nafn til 19 borga víðs vegar um heim þurfti ég að nota POSTE RESTANTE* sem heimilisfang.

Dæmi:
Guðrún Tryggvadóttir
Neapel
POSTE RESTANTE
Italy

*POSTE RESTANTE: Deild á aðalpósthúsum þangað sem hægt er að senda persónum án ákveðins heimilifangs á viðkomandi stað bréf, t.d. notað af ferðamönnum.

Bréfin voru send til borga valinna af handahófi. Ég sendi ljósmyndir í formi bréfa til borga víðs vegar um heim:

Ég sendi sjálfri mér ljósmyndir með það í huga að fá þær endursendar, einhverntíma að minnsta kosti.
Það er misjafnt efitr löndum hvursu lengi POSTE RESTANTE bréfum er haldið, allt frá einum mánuði.

Það hefur sem sagt verið sýning á bakinu á mér á pósthúsum í 19 borgum. Einnig á þeirri leið sem bréfin þurftu að fara til og frá áfangastað.

Bréfin hafa farið í gegnum hendur ótal starfsmanna pósthúsa og starfsmanna við póstflutning, sem kannski hafa brotið heilann eða hugsað um hvað það ætti að þýða að sendandi sé sá sami og sá (sú) sem bréfið er sent til.
Að bréfið sé ljósmynd af sendanda og væntanlegs viðtakanda hefur samt engum getað verið ljóst.

Í hverju landi hljóta að vera reglur sem segja til um hvursu lengi bréfum sé haldið á POSTE RESTANTE. Eftir þeirri röð að dæma sem bréfin voru endursend í (12 þegar komin) má segja að vegalengd sú sem bréfin þurftu að fara, sé sambærileg við tímann. Þ.e. löng vegalengd = langur tími frá sendingu til endurkomu bréfanna. Stutt vegalengt = stuttur tími frá sendingu til endurkomu bréfanna.

Endursend bréf eru stimpluð, krössuð, áskrifuð af ótal fólki sem hefur haft með bréfin að gera. Það skrifar á bakið á mér og skrifar að ég sé ekki stödd á staðnum.
Teikningar á bréfum eru eftir fólk sem ég ekki þekki.

  • Ljósmynd af húð, brotin saman, sent sem bréf.
  • Samskipti – að vinna með fólki án þess að vinna saman.
  • Flutningur frá einum stað til annars.
  • Að nota pósthús sem gallerí.
  • Að koma á framfæri án skilyrðis um meðferð, endursendingu, endurgjalds.
  • Verk send í burtu til þess að koma þeim á framfæri við aðra en þá sem fara með opinberar sýningar.

Send bréf 25. júli 1980
Til:
Amsterdam
Barcelona
Berlin B.R.D.
Berlin D.D.R.
Kairo
Kalkutta
London
Mexico City
Moskau
München
Neapel
New York
Oslo
Peking
Reykjavík
Rom
Teheran
Tokyo

Endursend bréf.
Frá:
Amsterdam
Berlin B.R.D.
London
München
Neapel
New York
Oslo
Peking
Tokyo

Bréf sem eru líklegast ennþá (maí 1981) í eftirtöldum borgum:
Barcelona
Berlin D.D.R.
Kairo
Kalkutta
Mexico City
Moskau
Teheran

Eina bréfið sem ég náði í var í á POSTE RESTANTE:
Reykjavík

Exhibitions

Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
View
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015