Ný verk enn í eigu Guðrúnar er hægt að fá leigð til sýningar eða keypt á forsendum kaupleigu, til styttri eða lengri tíma.
Í flokknum Verk í einkasöfnum eru talin upp verk í eigu Guðrúnar annars vegar og annarra aðila hins vegar. Þau verk sem Guðrún er skráður eigandi fyrir eru föl eða fást leigð.
Sendið fyrirspurnir um kaupverð, mánaðar- eða ársleigu fyrir einstaka verk á gudrun@tryggvadottir.com.
Listakonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir verður með draumasmiðju í safninu þann 10. ágúst frá 13 – 15.
Guðrún hefur sjálf skráð drauma sína skipulega í fjölmörg ár en draumskráningar hennar telja nú um átjánhundruð. Ferðalagið í draumheima getur verið spennandi og gefandi og jafnvel kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf og hvað undirmeðvitundin er að fást við svona á milli vökustunda. Ýmsar aðferðir er hægt að nota, bæði myndmál og skrifaðan texta en hver og einn er hvattur til að þróa sinn eigin persónulega stíl við skráningarnar.
Nauðsynlegt er að skrá sig á þessa smiðju þar sem takmarkað pláss er í boði: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
MoreMyndlistarsýningin Nr. 5 Umhverfing er ferðalag um sveitafélagið Hornafjörð eftir 52 myndlistarfólk sem á þangað rætur að rekja eða hefur sest þar að. Sýningin opnaði þ. 25. júní og stendur út ágústmánuð.
Sjá kort með staðsetningu verka allra þátttakenda.
MoreVerið velkomin að skoða verk Guðrúnar á vinnustofunni á Selfossi. Mikill fjöldi stærri sem og minni verka til sýnis og sölu. Vinsamlegast bókið heimsókn í síma 8635490 eða á gudrun@tryggvadottir.com.
More