Þann 3. júní opnaði Guðrún sýninguna ONÍ í vestursal Sesseljuhúss umhverfisseturs á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin er opin til 20. ágúst. Onunartími: Mánudaga til föstudaga frá kl. 11:00 til 17:00, laugardaga og sunnudaga eftir samkomulagi.
„Í verkunum á sýningunni er ég að kafa ONÍ efnisheiminn, jörðina og hafið og reyna að skoða sögu okkar í jarðlögum annars vegar og ástandi lífsins í hafinu hins vegar. Með verkunum er ég að leitast við að leiða mig sjálfa og nú áhorfendur, í ferðalag til að skoða það sem er okkur annars ekki sýnilegt og við leiðum hugann jafnvel ekki að, öllu jafna. Í stórum dráttum má segja að ég sé að fjalla um tímann, breytingar sem verða á umhverfið beint og óbeint af okkar völdum og þá staðreynd að öll efnisleg gæði, grundvöllur lífs okkar, komi úr jörðinni og úr hafinu og snúi þangað aftur að lokum.“
Sýningunni fylgir sýningarskrá á íslensku og ensku. Panta hér.