Rými – Myndmenntaskóli, verkstæði, gallerí
Listhús í Laugardal | 1992-09-01 - 1993-05-30

Guðrún stofnaði RÝMI - Myndmenntaskóla, verkstæði, gallerí, haustið 1992, þá nýkomin heim frá Bandaríkjunum, en skólinn var aðeins starfræktur þennan eina vetur því hún flutti aftur til Þýskalands vorið 1993. RÝMI var til húsa í sal í kjallara þá nýopnaðs Listhúss í Laugardal þar sem Guðrún innréttaði salinn og hliðarrými frá grunni fyrir skólastarfsemina.

Þörfin fyrir skóla sem slíkan var rétt áætluð og aðsókn var gríðarlega góð en um 250 nemendur þreyttu nám í RÝMI á vetrar- og vorönn 1992-93.

Guðrún stýrði skólanum, skipulagði allt nám og kynningar og fékk aðra myndlistarmenn með sér til að leiðbeina á námskeiðum. Í RÝMI voru einnig fluttir fyrirlestrar og haldnar sýningar og ýmis helgarnámskeið í hugmyndafræði og tækniútfærslum.

 


Pictures



Photo:

....

photos

Tveir nemendur í RÝMI myndmenntaskóla fá viðurkenningarskjöl fyrir góðan námsárangur.
Á myndinni er talið frá vinstri; Gabríela Friðriksdóttir og Guðrún Tryggvadóttir skólastjóri í miðið. Nafn stúlkunnar til hægri á myndinni verður fært inn síðar.


Photo:

....

photos

Guðrún á fyrstu sýningunni í RÝMI í ágúst 1992 þar sem verk leiðbeinanda á fyrstu námskeiðum skólans voru sýnd.


Photo:

Guðrún Arndís Tryggvadóttir

photos

Bæklingur RÝMIS fyrir vorönn 1993.
Din A5, A-hlið, 4 bls. af 8.

NEMENDUR RÝMIS HAFA ORÐIÐ:

CHANETTE KROGSHEDE NIELSEN
Nemandi í TEIKNUN 2 og MÓDELTEIKNUN og MÁLUN.
- Námskeiðin hafa verið mjög lærdómsrík og það er sérstaklega gott að fá leiðsögn hjá kennara sem veit hvað hann er að tala um og getur komið því til skila á jákvæðan hátt. Námskeiðin hafa opnað mér leið til að tjá mig með alls konar tækni og ég hef lært að horfa á nýjan hátt. Hópandinn hefur verið mjög góður, maður lærir svo mikið af að sjá hvað hinir vinna allt öðruvísi en maður sjálfur -

MÁLFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
Nemandi í TEIKNUN 1 og MÁLUN 1.
- Námskeiðin hafa komið mér af stað í því sem mig hefur langað til að gera, lærði ég ótrúlega margt. Kennslan er opin og skemmtileg,  það er tekið vel í allar hugmyndir. Maður lærir að tjá sig og sýna öðrum myndirnar sínar og það var nokkuð sem ég þurfti mikið á að halda -

MARGRÉT HAUKSDÓTTIR
Nemandi í MÁLUN 2
- Námskeiðið hefur verið mjög fræðandi og hefur einnig hjálpað mér að finna mér farveg og öryggi í myndgerð minni -

LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR 
Nemandi í MÁLUN 2
- Mér finnst námskeiðið hér í Rými hafa verið öðruvísi námskeið þar sem fólk gerir það sem það langar til og hefur það verkað mjög hvetjandi á mig -

MÁR ÖRLYGSSON
Nemandi í TEIKNUN 2
- Ég hef alltaf haft gaman af að teikna og mála og nú í haust ákvað ég að fara á námskeið og fá tilsögn. Rými varð fyrir valinu og tel ég það hafa verið mjög góðan kost því ég hef haft mjög gaman af námskeiðinu og lært margt nýtt í vetur -

HELENA HÁKONARDÓTTIR
Nemandi í TEIKNUN 2
- Það sem mér finnst best við myndlistarkennslu Rýmis er hversu gott jafnvægi er á milli þeirra leiðbeininga og  þess aðhalds sem hverjum er veitt og þess svigrúms sem hver og einn fær til að tjá sig og sýna hvað hann getur -

KARL EMIL GUÐMUNDSSON
Nemandi í TEIKNUN 2, MÓDELTEIKNINGU OG MÁLUN
- Á námskeiðunum hef ég náð auknum framförum í módelteikningu, einnig góða þjálfun í því að skynja form og ná valdi á teikningunni -

SIGMAR VALGEIR VILHELMSSON
Nemandi í GLERLIST.
- Ég lauk námi úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hafði mér aldrei svo mikið sem dottið í hug að fara að vinna í gler. Vinkona mín skráði mig á glerlistarnámskeið að mér forspurðum og hef ég nú dottið inn í nýjan og spennandi heim. Glerið býður upp á óendanlega möguleika og námskeiðið hefu rverið í einu orði frábært -

 

 

 


Photo:

Guðrún Arndís Tryggvadóttir

photos

Bæklingur RÝMIS fyrir vorönn 1993.
Din A5, B-hlið, 4 bls. af 8.

Dæmi um námskeið sem haldin voru í RÝMI á vorönn 1993:

Teiknun, málun og mótun, 13-16 ára - Leiðbeinandi: Sóley Eiríksdóttir.
Teikning 1A, byrjendanámskeið. Leiðbeinandi: Harpa Björnsdóttir.
Teikning 1B, byrjendanámskeið. Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Teikning 2 og blönduð tækni. Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Teikning 3 og blönduð tækni. Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Módelteikning og málun. Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Módelteikning án leiðbeinanda.
Dagskóli. Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir. Markviss undirbúningur fyrir inntökupróf í myndlistaskóla.
Skúlptúr 1. Leiðbeinandi: Ragnhildur Stefánsdóttir.
Glerlist 1A. Leiðbeinandi: Jónas Bragi Jónasson.
Glerlist 1B. Leiðbeinandi: Jónas Bragi Jónasson.
Glerlist 2. Leiðbeinandi: Jónas Bragi Jónasson.
Kvikmyndun 1. – Leiðbeinandi: Þorvarður Árnason. Fyrsta námskeiðið sem haldið var í kvikmyndagerð hér á landi.
Videó – Kennari: Þorvarður Árnason.
Tölvugrafík – Leiðbeinandi: Tryggvi G. Hansen. Fyrsta tölvugrafíknámskeiðið sem haldið var hér á landi. Haldið í samvinnu við Nýherja.
Málun 1, olíumálun – Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Málun 2, olíumálunn – Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Málun 3, vatnslitamálun – Leiðbeinandi: Sigrid Valtingojer.

Exhibitions

Leiga, kaup eða kaupleiga?

2024-04-28 - 2025-04-28
View

INNÍ
Snæfellsjökull National Park Visitor Center

2024-01-13 - 2024-04-24
View

UMBREYTING
Sundlaug / Svimming pool – Höfn Hornafjörður

2023-12-09 - 2024-11-01
View

Verk í einkasöfnum
Einkasafn / Private Collection

2023-07-15 - 2024-07-15
View

ONÍ
Sesseljuhús – Umhverfissetur

2023-06-03 - 2023-08-20
View

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2023-03-25 - 2023-08-07
View

Hornsteinn – 60 ára afmælissýning
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2023-02-11 - 2023-08-20
View

Hugmyndir að Kafaranum
Sundhöll Selfoss

2023-02-10 - 2023-03-26
View

Ímyndanir
Eyravegur 65

2022-10-08 - 2022-10-09
View

Nr 4 Umhverfing – Smáverk
Hótel Laugar Sælingsdal

2022-07-02 - 2022-08-27
View

Hofstaðir – Menningarmiðlun
Minjastofnun Íslands

2022-07-01 - 2022-10-01
View

Kafarinn
Sundhöll Selfoss

2021-06-11 - 2030-11-01
View

Vakning
Listasafn Ísafjarðar / Ísafjörður Art Museum

2021-04-30 - 2021-06-05
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Listrými / Artspace

2021-02-08 - 2030-01-01
View

Krosskirkja – Listræn ráðgjöf
Krosskirkja

2021-01-01 - 2021-10-01
View

En hilsen over havet
Nordatlantens Brygge

2020-06-13 - 2020-10-18
View

Þrjátíu myndverk úr bókinni Lífsverk
Skálholtsskóli

2019-12-14 - 2020-02-05
View

Listrými

2019-12-01 - 2040-01-01
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Hallgrímskirkja

2019-12-01 - 2020-03-01
View

Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-09-23 - 2018-02-25
View

Gestur að Jörva
Jörvi, Haukadalur

2017-04-22 - 2017-05-22
View

Uppruni
Gallerí Gangur / The Corridor

2017-01-19 - 2017-04-04
View

Listrými – Vorönn 2017
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-01-03 - 2017-04-01
View

Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
View

Listrými – Vinnustofur í myndlist
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2016-03-10 - 2016-04-30
View

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
Listasafn Reykjanesbæjar / Reykjanes Art Museum

2015-11-13 - 2016-01-31
View

Listamannabærinn Hveragerði

2015-10-12 - 2030-01-01
View

Hlöðusýning
Vinnustofa / Atelier – Alviðra

2015-09-26 - 2015-10-04
View

Sjónarhorn
Safnahúsið / The Culture House

2015-04-18 - 2021-04-30
View

Ákall
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2015-01-24 - 2015-04-23
View

Umrót – íslensk myndlist um og eftir 1970
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2014-09-27 - 2014-12-14
View

Húsið og umhverfið

2014-02-23 - 2020-01-01
View

Flæði
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2013-02-02 - 2013-05-20
View

Lífrænt Íslandskort

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Endurvinnslukortið

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Ættartengsl og kynslóðaskipti
Galdrasafnið á Ströndum / Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft

2011-11-21 - 2011-11-23
View

Jór! Hestar í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2011-05-07 - 2011-08-11
View

Græna kortið

2008-09-01 - 2020-01-01
View

Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund

2006-10-25 - 2020-01-01
View

Íslensk myndlist: Málverkið eftir 1980
Listasafn Íslands / The National Gallery of Iceland

2006-10-07 - 2006-12-03
View

Þetta vilja börnin sjá!
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

2002-11-23 - 2003-01-06
View

Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
Alþjóðahúsið / International House

2002-08-17 - 2002-09-06
View

Nýja málverkið – Gullströndin andar
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

2001-01-20 - 2001-02-18
View

Art-Ad

2000-09-01 - 2007-01-01
View

Borgarminnisvarðinn í Großalmerode
Ráðhústorgið / City Hall Square

1999-01-01 - 2030-01-01
View

Kunst und Kultur samkeppnin
Volkshochschule Witzenhausen

1995-06-01 - 1995-06-01
View

Deutsche Bilder
Glas- und Keramikmuseum

1995-05-01 - 1995-08-01
View

Kunst & Werbung

1995-01-01 - 2000-08-30
View

Kynning frá Borgarlistasafni
Kringlan

1994-06-01 - 1994-09-03
View

Unreconciled Passion, Art and the Confrontation of Grief
Gallery Spaces

1992-01-17 - 1992-02-14
View

Concepts and Dimensions
Trumbull Art Gallery

1991-03-16 - 1991-04-14
View

The Murray Hill Summer Art Walk
The Murray Hill School

1990-06-01 - 1990-06-03
View

Maðurinn í íslenskri myndlist 1965-1985
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-06-05 - 1988-07-10
View

Sjálfsmyndir í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-01-01 - 1988-02-28
View

Guðrún Tryggvadóttir
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1987-03-14 - 1987-03-29
View

Bækur og bókaskreytingar
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

1985-09-22 - 1985-10-24
View

Iceland: The Art Revealed
Franklin Furnace

1984-04-19 - 1984-07-31
View

Debütant sýning – AdBK
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1983-12-12 - 1983-12-17
View

Í Rauða húsinu
Rauða húsið / The Red House

1983-03-13 - 1983-03-19
View

Gullströndin andar
JL húsið / JL House

1983-01-29 - 1983-02-12
View

Í Nýlistasafninu
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

1982-11-12 - 1982-11-14
View

Í Inwood Park
Inwood Park - N.Y.C., N.Y.

1982-09-01 - 2015-08-25
View

Kunst und Fruchtsaft
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1982-05-10 - 1982-05-15
View

Art Photocopies Exhibition
Centrum't Hoogt University

1982-02-26 - 1982-03-21
View

Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
View

Destruction
Gallerí Djúpið

1980-09-27 - 1980-10-08
View

Á vinnustofunni

1974-01-01 - 2015-12-31
View
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015