Guðrún stofnaði listrænu auglýsingastofuna KUNST& WERBUNG - Art & Advertising International í Großalmerode í Þýskalandi sumarið 1995. Hún var þá þegar búin að starfrækja eigin auglýsingaþjónustu í rúmt ár og m.a. stofnað hérðasblaðið Merkur meðfram því að sinna list sinni. Markmið með stofnun stofunnar var að tengja saman hugtökin list og auglýsingar og bjóða upp á hönnun með listrænan metnað. Þjónustusviðið spannaði almenna auglýsingahönnun, þjónustu við prentsmiðjur og dagblöð, ljósmyndun, merkingar, ráðgjöf, Corporate -Design, þróun fyrirtækjanafna- og hugmyndafræði auk myndskreytinga. Viðskiptavinir KUNST & WERBUNG voru einkafyrirtæki, hlutafélög, samtök, bæjarfélög og stofnanir. Sumarið 1997 opnaði Guðrún útibú með galleríi í Kassel sem var þó aðeins starfrækt í 1 ár því Guðrún eignaðist son haustið 2008 og varð því að minnka umfang starfseminnar. Fastir viðskiptavinir voru orðnir um 150 haustið 2000 þegar Guðrún flutti heim til Íslands með börn sín tvö. Að jafnaði voru 1-2 starfsmenn í vinnu hjá Guðrúnu auk þess sem nokkrir aðstoðarmenn (Praktikanten) voru jafnan í læri meðfram námi í fjölmiðlafræði og grafískri hönnun.