Sýningin Maðurinn í forgrunni – Maðurinn í íslenskri myndlist 1965-1985 var framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar í Reykjavík 1988.
Sýnendur voru: Alfreð Flóki, Ágúst Petersen, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Erró, Guðrún Tryggvadóttir, Gunnar Örn, Gunnlaugur Scheving, Gunnsteinn Gíslason, Harpa Björnsdóttir,, Haukur Dór, Helgi Þorgils Friðjónsson, Helgi Gíslason, Hringur Jóhannesson, Hulda Hákon, Jóhann Briem, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Jóhannes Kjarval, Jón Axel Björnsson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn G. Harðarson, Kristín Eyfells, Kristjana Samper, Kristján Davíðsson, Louisa Matthíasdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Ómar Skúlason, Ómar Stefánsson, Ragnar Kjartansson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Þórir, Sigurjón Jóhannsson, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, Steinunn Þórarinsdóttir, Sveinn Björnsson, Sverrir Haraldssson, Sverrir Ólafsson, Tolli, Tryggvi Ólafsson, Valgarður Gunnarsson, Vignir Jóhannsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorbjörg Pálsdóttir, Þór Vigfússon og Örlygur Sigurðsson.
http://listasafnreykjavikur.is/syningar/madurinn-i-forgrunni
„Við fyrstu sýn er eins og hetjan ríði á fullri ferð. Hún er á lítilli ferkantaðri eyju (Íslandi) og þykist vera hetja, en er í rauninni að reyna að halda stellingunni á liggjandi hestinum sem spriklar til þess að reyna að koma sér aftur upp á fjóra fætur. Hetjan er fallin enda hefði hún hvort sem er ekki komist langt vegna smæðar eyjarinnar. Allt það sem er utan við mjóu ströndina á myndinni er hafið.“
Myndin var gefin út á korti í stærðinni 18,5 X 12,5 cm og sem veggmynd í sýningarskrá í stærðinni 42 X 59,4 cm.
http://listasafnreykjavikur.is/syningar/gudrun-tryggvadottir