LISTRÝMI – Námskeið og vinnustofur í myndlist eru haldin í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði.
Listrými er í umsjón Guðrúnar Tryggvadóttur og hófst haustið 2015 og hefur verið í þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi.
Tíu námskeið eru í boði á vorönn og kennir Guðrún þar af á tveimur námskeiðum og einni vinnustofu:
Teiknun 1- 2 – Grunnurinn lagður
Undirstöðuatriði teikningar s.s. formskynjun, hlutföll og fjarvídd. Þjálfun í að horfa á myndefnið með hreinum huga og koma til skila með fjölbreyttum tækniaðferðum. Unnið út frá verkefnum jafnframt því sem lögð er áhersla á að skissa, þróa og halda utan um eigin hugmyndir.
18. janúar - 22. mars 2017.
Miðvikudagar 18:15 - 20:30.
10 skipti, 30 kennslustundir.
Verð kr. 45 þús. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.
Teiknun 3 – Anatómía, portrett og módel
Undirstöðuatriði í anatómíu, með áherslu á að ná grunnþekkingu í að skilja uppbyggingu líkamans, form, hlutföll og jafnvægi. Þjálfun í að nota ýmsa tækni, bæði í teikningu og málun. Í hluta námskeiðs er teiknað og málað eftir lifandi fyrirmynd.
19. janúar - 23. mars 2017.
Fimmtudagar 18:15 - 20:30
10 skipti, 30 kennslustundir, þar af 12 með lifandi módeli.
Verð kr. 51 þús. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.
Vatnslitamálun – Litir og flæði
Galdurinn að mála með vatnslitum. Á vinnustofunni verður kafað í litafræðina, bæði á efnislegan, táknrænan og persónulegan hátt. Unnið út frá verkefnum og eigin hugmyndum.
25.-26. febrúar 2017.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00. Matarhlé 1 klst.
2 dagar, 16 kennslustundir.
Verð kr. 24 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.
Upplýsingar um öll námskeiðin er að finna í bækling sem dreift hefur verið til allra heimila í Árnessýslu (Hlaða niður bækling) og á vef Listasafns Árnesinga.
Skráningar á netfangið listrymi@listasafnarnesinga.is.
Takið fram fullt nafn, kt., síma og heimilisfang og hvaða námskeið/vinnustofu er óskað eftir að sækja. Þú færð nánari upplýsingar sendar um hæl.
Frekari upplýsingar um námskeiðin og vinnustofurnar veitir umsjónarmaður í síma 863 5490 eða starfsfólk Listasafns Árnesinga í síma 483 1727.
Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður og við skráningar gildir því að fyrstir koma fyrstir fá.