Skemmtileg sumarnámskeið í hönnun og listsköpun fyrir 10 - 12 ára börn þar sem börnunum er gefinn kostur á að vinna með og þroska rýmistilfinningu og læra að vinna með fjölbreytt efni, gera módel, stækka upp og mála.
Hugmyndin byggir á því að börnin fái tækifæri til að leyfa hugmyndafluginu að skapa sinn eigin heim með formum og litum. Öll mannvirkjagerð, hönnun og listir mannfólksins byggir einmitt á þekkingu á því hvernig form eru samsett og uppbyggð til að skapa efnisheiminn.
Námskeiðin er í boði fyrir börn í sveitarfélaginu Ölfusi en Guðrún er leiðbeinandi á námskeiðunum. Hægt er að halda samsvarandi námskeið fyrir börn víðar á landinu. Áhugasamir hafi samaband á gudrun@tryggvadottir.com eða í síma 8635490.
NánarMaster Class vinnustofur í hinum ýmsu miðlum eru haldnar reglulega á vinnustofu Guðrúnar á Selfossi, þar sem fimm til sex nemendur fá persónulega handleiðslu hverju sinni. Áherslurnar eru ýmist málun með olíu, blandaðri tækni, teiknun, vatnslitamálun sem og hugmyndaþróun.
Næstu vinnustofur eru áformaðar haustið 2025 og hægt er að senda óskir og fyrirspurnir á Guðrúnu á netfangið gudrun@tryggvadottir.com eða í síma 8635490.
Mynd: Guðrún með þátttakendum í Master Class vinnustofu í olíu- og akrílmálun fyrr á þessu ári.
NánarHágæða prent af málverkum Guðrúnar eru nú í boði í tveimur stærðum: 40x50 cm. og 50x70 cm.
Öll þau málverk sem birtast hér á síðunni má útfæra sem prentaðar útgáfur og fá sendar hvert sem er í heiminum.
Sjá verð og nánari upplýsingar https://tryggvadottir.com/is/publication/27/
Nánar