Hágæða prent af verkum Guðrúnar eru nú í boði í tveimur stærðum: 40x50 cm. á kr. 9.500 og 50x70 cm. á kr. 16.500
Fine Art / Giclée prentun á Museum Heritage pappír (310gsm þykkan með áferð) frá PermaJet.
Öll þau málverk sem birtast hér á síðunni má útfæra sem prentaðar útgáfur og fá sendar hvert sem er í heiminum.
Nánari upplýsingar og tekið á móti pöntunum á gudrun@tryggvadottir.com eða í síma 8635490.
Ótölulegur fjöldi formæðra minna.
Aldaklukkan er myndræn framsetning tímans og tilraun til að sýna endurnýjun kynslóðanna í beinan kvenlegg. Formið er klukka, hver hringur er ein öld og einstaklingar kvenleggsins staðsettir á fæðingarári sínu svo langt sem heimildir ná eða aftur til ársins 1685. Næst okkur í tíma er dóttir mín fædd 1988, svo ég 1958, þá móðir mín 1938 og svo koll af kolli aftur og aftur um aldir. Að jafnaði þrjár kynslóðir á öld.
Meðaltalsfjöldi ára á milli kynslóða, þ.e. á milli móður og dóttur eru 33,33 ár. Séð inn í tímann, sem hér er settur fram sem spírall eða samhangandi hringir þar sem einn hringur tekur yfir 100 ár, myndast þrír geislar þar sem líf kviknar á 33,33 ára fresti.