Þann 26. september 2016 opnaði Guðrún sýningu á átta nýjum verkum í vinnustofu sinni í hlöðunni í Alviðru.
Ég með dóttur minni og formæðrum.
Ég með mín börn og formæðurnar með sín.
Sambönd mín skoðuð.
Kristín Halldórsdóttir 1754 -1820. 12 barna formóðir mín úr Dölunum.
Í Íslendingabók segir:
Húsfreyja á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. „Vinnusöm og dygg; fær fínt orð“, segir í Dalamönnum.
Heimildir: Kb.Kvennabrekka.Dal., 1801, Dalamenn, Borgf.II.77, Esp.2375
Ótölulegur fjöldi formæðra minna.
Aldaklukkan er myndræn framsetning tímans og tilraun til að sýna endurnýjun kynslóðanna í beinan kvenlegg. Formið er klukka, hver hringur er ein öld og einstaklingar kvenleggsins staðsettir á fæðingarári sínu svo langt sem heimildir ná eða aftur til ársins 1685. Næst okkur í tíma er dóttir mín fædd 1988, svo ég 1958, þá móðir mín 1938 og svo koll af kolli aftur og aftur um aldir. Að jafnaði þrjár kynslóðir á öld.
Ég með börnin mín tvö eða allar formæður mínar og þínar með sín börn.
Meðaltalsfjöldi ára á milli kynslóða, þ.e. á milli móður og dóttur eru 33,33 ár. Séð inn í tímann, sem hér er settur fram sem spírall eða samhangandi hringir þar sem einn hringur tekur yfir 100 ár, myndast þrír geislar þar sem líf kviknar á 33,33 ára fresti.