Hugmyndaþróun og áætlun fyrir menningarsetur sem hefur það að markmiði að ná samstarfi við nærsamfélagið sem og hinar ýmsu stofnanir samfélagsins um þróun og miðlun vísindalegs efnis og setja það fram þannig að það verði skiljanlegt, áhugavert og eftisóknarvert fyrir fólk á öllum aldri að upplifa.
Áætlunin tekur til þróunar stafrænnar sýningar í smáforriti sem geri gestum mögulegt að ferðast á milli árþúsunda og bera saman líf og umhverfi þá og nú, spyrja spurninga og nýta sér ítarupplýsingar og leiki til að öðlast skilning á þátíð og nútíð og koma með vangaveltur um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Höfundur: Guðrún Arndís Tryggvadóttir.