Guðrún stofnaði listrænu auglýsingastofuna ART-AD - Art & Advertising International haustið 2000 sem framhald af stofu sinni KUNST & WERBUNG sem starfrækt var í Þýskalandi frá 1995-2000. ART-AD starfaði til ársins 2006 þegar hún stofnaði vefinn Náttúran.is. ART-AD starfaði sem sjálfstætt hönnunarfyrirtæki fyrir Fréttablaðið og viðskiptavini þess. Meðal annarra viðskiptavina ART-AD má nefna: Gott Fólk, McCann Ericsson (hugmyndaþróun), Latabæ, (hugmyndaþróun fyrir vef Búnaðarbanka Íslands Krakkabanki.is), bókaforlagið Sölku (myndskreytingar í bókina Furðudýr í íslenskum þjóðsögum), DP lögmenn, Pappír hf. auk fjölda annarra fyrirtækja og samtaka. Helstu verkefni ART-AD fyrir Fréttablaðið sem stofnað var árið 2002 var hönnun útlits og hausa, hugmyndaþróun, nafngiftir og sérblöð.