Húsið - app fyrir iOS og Android um allt á heimilinu
Eitt af öppunum sem Náttúran.is hefur þróað er HÚSIÐ og umhverfið, app um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.
Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android
Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag.
Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.
Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þeim.
Merkingar
Hér finnur þú safn af alls kyns merkjum sem hafa með umhverfi, sjálfbærni, endurvinnslu og hættur að gera. Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti.
Leikir
Hér eru innileikir, útileikir og hugmyndir að náttúruleikjum, föndur og góð ráð fyrir fyrir þig og umhverfið.
Húsið og umhverfið er einnig að finna í vefútgáfu á Náttúran.is undir natturan.is/heimilid/husid.
Framleiðandi:
Náttúran er ehf. ©2014. Öll réttindi áskilin.
Hugmynd, verkefnisstjórn og textagerð: Guðrún Tryggvadóttir
Hönnun: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Tæknistjórn og forritun: Einar Bergmundur Arnbjörnsson.
Þróun appsins „Húsið“ var styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.