LISTRÝMI Guðrúnar Tryggvadóttur.
Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði.
Master Class: Alviðra, 816 Ölfusi.
Námskeið í undirstöðuatriðum teikningar, fjarvíddarteikningu, vatnslita- og olíumálun voru á dagskrá vorannar LISTRÝMIS 2016.
Persónuleg handleiðsla með áherslu á að mæta þörfum og óskum jafnt byrjenda sem lengra kominna.
Haustið 2016. verður haldinn Master Class í olíumálun í vinnustofu Guðrúnar í Alviðru.
Smelltu á Skoða hér að neðan til að fá nánari upplýsingar.
Allir geta teiknað! - Teikning 1
Undirstöðuatriði teikningar. Þjálfun í að horfa á myndefnið með hreinum huga og koma til skila með fjölbreyttum tækniaðferðum. Unnið út frá verkefnum jafnframt því sem lögð er áhersla á að skissa og halda utan um eigin hugmyndir.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 7. janúar - 18. febrúar 2016.
Tími: Fimmtudagar 18:00 - 20:30
Tímar: 7 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 17,5 tímar.
Verð: 25 þús.
Námskeiði lokið.
Fjarvídd og aðrar víddir - Teikning 2
Undirstöðuatriði fjarvíddar, að koma rými til skila á myndfletinum. Auk klassískrar fjarvíddarteikningar gefa litir og form, rými og fjarlægðir til kynna.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 30. jan. - 20. febrúar 2016.
Tími: Laugardagar 11:00 - 13:30
Tímar: 4 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 10 klst.
Verð: 16 þús.
Námskeiði lokið.
Vatnslitamálun - Málun 1
Undirstöðuatriði málunar með vatnslitum og blandaðri tækni. Kafað í lita- og formfræðina, bæði á efnislegan og persónulegan hátt. Unnið út frá verkefnum, tilraunum og eigin hugmyndum.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 10. mars - 28. apríl 2016.
Tími: Fimmtudagar 18:00 - 20:30.
Tímar: 8 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 20 klst.
Verð: 28 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.
Olíumálun - Master Class í vinnustofu Guðrúnar í Alviðru
Fyrirlestur um sögu og þróun olíumálverksins. Kennsla í gerð og meðferð olíulita. Lögð áhersla á að gera tilraunir með ýmsar aðferðir til að kanna möguleikana sem olíutæknin býr yfir. Vinnustofa í formi Master Class fyrir fólk sem hefur þegar einhverja reynslu af því að mála með olíulitum en vill dýpka þekkingu sína.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: Haust 2016.
Tími: Laugardagar 10:00 - 17:00
Tímar: 2 dagar, 7 klst. í senn. Samtals 14 klst.
Verð: 22 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.
Skráning á gudrun@tryggvadottir.com og frekari upplýsingar í síma 863 5490.
Hægt er að panta Gjafakort fyrir allar vinnustofurnar. Panta hér.
10% Afsláttur ef fleiri námskeið en eitt er sótt.