QR kóði á vestur stólpa brúarinnar yfir Jökulsá við Jökulsárlón vísar gestum sem ganga stíginn undir brúnna austan megin inn á mynd þar sem á stöpulinn er sprayað „Melting glacier is not beautiful“ (Bráðnandi jökull er ekki fallegur).
Í mótsögn við þá upplifun gesta sem heimsækja Jökulsárlón og sjá „fegurð“ sem afleiðingu bráðnandi jökla, er athyglinni beint að andstæðunni, þeirri staðreynd að bráðnun jökla er afleiðing ágangs mannsins á náttúruna og um leið ógn við framtið mannsins. Sett er spurningarmerki við réttmæti ferðamennsku sem byggir á því að menga meira, fá meiri umferð til að skoða afleiðingar meiri umferðar, meiri mengunar.