Sýningin LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar opnaði í Hallgrímskirkju þ. 1. desember 2019 og stóð til 1. mars 2020.
Lífshlaup Ámunda Jónssonar (1738–1805) er efniviður í verkum Guðrúnar í Hallgrímskirkju en hún byrjaði leitina að sögunni fyrir rúmum tveimur árum, fyrst af forvitni um myndlist fyrri alda og síðan af ákafa yfir því sem í ljós kom við leitina.
Verkin sem Guðrún sýndi í Hallgrímskirkju eru ákveðin niðurstaða sem hún varpar fram. Áherslan er á samhengið í lífi almúgafjölskyldu undir Eyjafjöllum og þess myndmáls sem trúin beitir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Skilaboðum sem kristallast í fæðingunni, voninni og fórninni. Spurningum er einnig varpað fram um tímann og raunverulegan lífsferil okkar í rými alheimsins og gerð tilraun til að koma mannlegum afköstum til skila með formum.
Sjá sýningarskrána.
Sjá bók Guðrúnar Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar sem kom út þ. 1. desember 2019, samhliða opnun sýningarinnar.