Sýningin „Jór! Hestar í myndlist“ í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, er tilraun til skrásetningar á hlutverki hestsins í íslensku þjóðlífi frá seinni hluta 19. aldar og til dagsins í dag, gegnum málaralist, höggmyndalist og nýmiðla. Öðrum þræði er sýningin eins konar endurspeglun íslenskrar myndlistarsögu, eins og hún birtist í myndverkum sem tengjast hestum. Tengingin er bæði bein og óbein; hestar eru bakgrunnur landslagsmálverkanna á öndverðri 20. öld, öðlast síðan táknræna merkingu og birtist loks í nýjum hlutverkum í hugmyndalist og samtímalist.
Verk Guðrúnar Tryggvadóttur á sýningunni nefnist „Hetjumynd“ frá árunum 1986-87 og er í eigu Listasafns Reykjavíkur.
Jór! Hestar í myndlist. listasafnreykjavikur.is.
Í texta í bókinni Jór! sem kom út samhliða sýningunni Jór! skrifar Aðalsteinn Ingólfsson eftirfarandi:
„Í Hetjumynd sinni beinir Guðrún Tryggvadóttir spjótum sínum hvorttveggja að karlrembunni og þröngsýninni sem innbyggð eru í íslenska myndlistarheiminn. Glottandi hesturinn sem nakin listakonan situr er prívat skáldfákur hennar, en þeysireiðin sem myndin sýnir er sjónhverfing. Eða eins og listakonan segir á einum stað 13): „Við fyrstu sýn er eins og hetjan ríði á fullri ferð. Hún er á lítilli ferkantaðri eyju (Íslandi) og þykist vera hetja, en er í rauninni að reyna að halda stellingunni á liggjandi hestinum sem spriklar til þess að reyna að koma sér aftur upp á fjóra fætur. Hetjan er fallin enda hefði hún hvort sem er ekki komist langt vegna smæðar eyjarinnar. Allt það sem er utan við mjóu ströndina á myndinni er hafið.“
13) Gísli B. Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson: Íslenski hesturinn. Reykjavík, Mál og menning. 2004, bls. 339.
„Við fyrstu sýn er eins og hetjan ríði á fullri ferð. Hún er á lítilli ferkantaðri eyju (Íslandi) og þykist vera hetja, en er í rauninni að reyna að halda stellingunni á liggjandi hestinum sem spriklar til þess að reyna að koma sér aftur upp á fjóra fætur. Hetjan er fallin enda hefði hún hvort sem er ekki komist langt vegna smæðar eyjarinnar. Allt það sem er utan við mjóu ströndina á myndinni er hafið.“
Myndin var gefin út á korti í stærðinni 18,5 X 12,5 cm og sem veggmynd í sýningarskrá í stærðinni 42 X 59,4 cm.
http://listasafnreykjavikur.is/syningar/gudrun-tryggvadottir
Frá opnun sýningarinnar Jór! Hestar í íslenskri myndlist, á Kjarvalsstöðum.