Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir | 2023-03-25 - 2023-08-07

Sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningarafsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur. 


Safnið er í eigu Reykjavíkurborgar og þar með allra borgarbúa. Nú gefst möguleiki á að kynna sér hver þessi sameign okkar er.

Hvaða listaverk eru þetta og eftir hverja?

Hvernig urðu þau hluti af safninu?

Hvaða sögu segja þau og hvernig endurspegla þau fortíð okkar og samtíma?

Á fimmtugasta afmælisdegi Kjarvalsstaða, þann 24. mars, var opnuð sýning þar sem tjaldað er til völdum íslenskum verkum frá 20. öld. Á sýningunni er að finna um tvöhundruð listaverk úr safneigninni og skiptist hún á milli Austur- og Vestursala á árinu 1973, þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Um leið markar árið ákveðin straumhvörf í listasögunni hér á landi því þá eru að verða skil á milli línulegrar framvindu módernismans og margsögu framúrstefnutímabilsins. Á sýningunni eru verk eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar, verk sem eru vel kunn, en einnig fjölmörg verk sem sjaldan hafa verið sýnd og munu koma mörgum á óvart.

Kviksjá (e.kaleidoscope) er tæki sem brýtur upp hefðbundið sjónsvið og gefur kost á því að njóta þess að skoða veruleikann í brotakenndu mynstri. Safneign í listasafni má segja að lúti sömu lögmálum. Aldrei gefst kostur á að skoða safnið nema að hluta í ólíkum samsetningum og nýju samhengi. Um leið er safneignin ekki nema brotakennt úrval af listsköpun á hverjum tíma og sýn manna á verkin lituð ríkjandi tíðaranda hverju sinni. Þess má geta að hægt er að grúska frekar í safneigninni á heimasíðu safnsins og jafnframt eru hverju sinni fjölmörg listaverk sýnd í stofnunum og þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar.

Þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir fyrir 50 árum varð til formleg umgjörð utanum sýningahald og listaverkaeign Reykjavíkurborgar. Stofn safnkostsins samanstendur meðal annars af verkum sem Jóhannes S. Kjarval ánafnaði borginni, verkum sem borgin og stofnanir hennar höfðu eignast og gjöfum frá velunnurum. Safnkosturinn hefur vaxið æ síðan með reglulegum innkaupum verka og veglegum gjöfum og heldur áfram að dafna á hverju ári.

Kviksjá er yfirskrift sýningaraðar þar sem við skoðum listaverk í safneign Listasafns Reykjavíkur. Í ár fagnar safnið því að 50 ár eru liðin frá því fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna er sérstakur gaumur gefinn að safneigninni og tækifærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar sem þar eru varðveittar. Í safninu eru nú rúmlega sautján þúsund skráð verk af öllum gerðum unnin í fjölbreytta listmiðla, allt frá skissum og rissi eftir meistara Kjarval til samtímalistaverka eftir unga sem aldna listamenn. Kviksjá 20. aldar er kynnt á Kjarvalsstöðum en Kviksjá 21. aldar verður í Hafnarhúsi frá 6. júní, og Kviksjá erlendar myndlistar í safneigninni er í Hafnahúsi til 7. maí.

Pieces


Hetjumynd
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1986

„Við fyrstu sýn er eins og hetjan ríði á fullri ferð. Hún er á lítilli ferkantaðri eyju (Íslandi) og þykist vera hetja, en er í rauninni að reyna að halda stellingunni á liggjandi hestinum sem spriklar til þess að reyna að koma sér aftur upp á fjóra fætur. Hetjan er fallin enda hefði hún hvort sem er ekki komist langt vegna smæðar eyjarinnar. Allt það sem er utan við mjóu ströndina á myndinni er hafið.“

Myndin var gefin út á korti í stærðinni 18,5 X 12,5 cm og sem veggmynd í sýningarskrá í stærðinni 42 X 59,4 cm.

http://listasafnreykjavikur.is/syningar/gudrun-tryggvadottir

 

Exhibitions

Leiga, kaup eða kaupleiga?

2024-04-28 - 2025-04-28
View

INNÍ
Snæfellsjökull National Park Visitor Center

2024-01-13 - 2024-04-24
View

UMBREYTING
Sundlaug / Svimming pool – Höfn Hornafjörður

2023-12-09 - 2024-10-01
View

Verk í einkasöfnum
Einkasafn / Private Collection

2023-07-15 - 2024-07-15
View

ONÍ
Sesseljuhús – Umhverfissetur

2023-06-03 - 2023-08-20
View

Hornsteinn – 60 ára afmælissýning
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2023-02-11 - 2023-08-20
View

Hugmyndir að Kafaranum
Sundhöll Selfoss

2023-02-10 - 2023-03-26
View

Ímyndanir
Eyravegur 65

2022-10-08 - 2022-10-09
View

Nr 4 Umhverfing – Smáverk
Hótel Laugar Sælingsdal

2022-07-02 - 2022-08-27
View

Hofstaðir – Menningarmiðlun
Minjastofnun Íslands

2022-07-01 - 2022-10-01
View

Kafarinn
Sundhöll Selfoss

2021-06-11 - 2030-11-01
View

Vakning
Listasafn Ísafjarðar / Ísafjörður Art Museum

2021-04-30 - 2021-06-05
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Listrými / Artspace

2021-02-08 - 2030-01-01
View

Krosskirkja – Listræn ráðgjöf
Krosskirkja

2021-01-01 - 2021-10-01
View

En hilsen over havet
Nordatlantens Brygge

2020-06-13 - 2020-10-18
View

Þrjátíu myndverk úr bókinni Lífsverk
Skálholtsskóli

2019-12-14 - 2020-02-05
View

Listrými

2019-12-01 - 2040-01-01
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Hallgrímskirkja

2019-12-01 - 2020-03-01
View

Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-09-23 - 2018-02-25
View

Gestur að Jörva
Jörvi, Haukadalur

2017-04-22 - 2017-05-22
View

Uppruni
Gallerí Gangur / The Corridor

2017-01-19 - 2017-04-04
View

Listrými – Vorönn 2017
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-01-03 - 2017-04-01
View

Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
View

Listrými – Vinnustofur í myndlist
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2016-03-10 - 2016-04-30
View

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
Listasafn Reykjanesbæjar / Reykjanes Art Museum

2015-11-13 - 2016-01-31
View

Listamannabærinn Hveragerði

2015-10-12 - 2030-01-01
View

Hlöðusýning
Vinnustofa / Atelier – Alviðra

2015-09-26 - 2015-10-04
View

Sjónarhorn
Safnahúsið / The Culture House

2015-04-18 - 2021-04-30
View

Ákall
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2015-01-24 - 2015-04-23
View

Umrót – íslensk myndlist um og eftir 1970
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2014-09-27 - 2014-12-14
View

Húsið og umhverfið

2014-02-23 - 2020-01-01
View

Flæði
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2013-02-02 - 2013-05-20
View

Lífrænt Íslandskort

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Endurvinnslukortið

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Ættartengsl og kynslóðaskipti
Galdrasafnið á Ströndum / Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft

2011-11-21 - 2011-11-23
View

Jór! Hestar í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2011-05-07 - 2011-08-11
View

Græna kortið

2008-09-01 - 2020-01-01
View

Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund

2006-10-25 - 2020-01-01
View

Íslensk myndlist: Málverkið eftir 1980
Listasafn Íslands / The National Gallery of Iceland

2006-10-07 - 2006-12-03
View

Þetta vilja börnin sjá!
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

2002-11-23 - 2003-01-06
View

Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
Alþjóðahúsið / International House

2002-08-17 - 2002-09-06
View

Nýja málverkið – Gullströndin andar
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

2001-01-20 - 2001-02-18
View

Art-Ad

2000-09-01 - 2007-01-01
View

Borgarminnisvarðinn í Großalmerode
Ráðhústorgið / City Hall Square

1999-01-01 - 2030-01-01
View

Kunst und Kultur samkeppnin
Volkshochschule Witzenhausen

1995-06-01 - 1995-06-01
View

Deutsche Bilder
Glas- und Keramikmuseum

1995-05-01 - 1995-08-01
View

Kunst & Werbung

1995-01-01 - 2000-08-30
View

Kynning frá Borgarlistasafni
Kringlan

1994-06-01 - 1994-09-03
View

Rými – Myndmenntaskóli, verkstæði, gallerí
Listhús í Laugardal

1992-09-01 - 1993-05-30
View

Unreconciled Passion, Art and the Confrontation of Grief
Gallery Spaces

1992-01-17 - 1992-02-14
View

Concepts and Dimensions
Trumbull Art Gallery

1991-03-16 - 1991-04-14
View

The Murray Hill Summer Art Walk
The Murray Hill School

1990-06-01 - 1990-06-03
View

Maðurinn í íslenskri myndlist 1965-1985
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-06-05 - 1988-07-10
View

Sjálfsmyndir í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-01-01 - 1988-02-28
View

Guðrún Tryggvadóttir
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1987-03-14 - 1987-03-29
View

Bækur og bókaskreytingar
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

1985-09-22 - 1985-10-24
View

Iceland: The Art Revealed
Franklin Furnace

1984-04-19 - 1984-07-31
View

Debütant sýning – AdBK
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1983-12-12 - 1983-12-17
View

Í Rauða húsinu
Rauða húsið / The Red House

1983-03-13 - 1983-03-19
View

Gullströndin andar
JL húsið / JL House

1983-01-29 - 1983-02-12
View

Í Nýlistasafninu
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

1982-11-12 - 1982-11-14
View

Í Inwood Park
Inwood Park - N.Y.C., N.Y.

1982-09-01 - 2015-08-25
View

Kunst und Fruchtsaft
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1982-05-10 - 1982-05-15
View

Art Photocopies Exhibition
Centrum't Hoogt University

1982-02-26 - 1982-03-21
View

Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
View

Destruction
Gallerí Djúpið

1980-09-27 - 1980-10-08
View

Á vinnustofunni

1974-01-01 - 2015-12-31
View
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015