Endurvinnslukortið
Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, þróaði Náttúran.is Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið á móti þar. Þú getur einnig valið hvaða heimilisfang sem er og séð þjónustur í nágrenni þess. Endurvinnslukortið er bæði í vef- og app útgáfu.
App-útgáfa Endurvinnslukortsins er fyrir iPhone og iPad og er aðgengileg í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.
Endurvinnslukort fyrir sveitarfélög er sérþjónusta sem felur í sér enn ítarlegri upplýsingar um allt sem viðkemur sorpþjónustu og endurvinnslu í sveitarfélaginu og birtist á heimasíðu sveitarfélagsins en einnig er tengill á þau á vefútgáfu Endurvinnslukortsins.
Endurvinnslukortið fyrir iPhone og iPad má nálgast í App Store.
Framleiðandi:
Náttúran er ehf. ©2012. Öll réttindi áskilin.
Upplýsingar og grafík má ekki afrita né birta með neinum hætti án leyfis framleiðanda.
Hugmynd, verkefnisstjórn og textagerð: Guðrún Tryggvadóttir.
Hönnun: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Tæknistjórn og forritun: Einar Bergmundur Arnbjörnsson.
Þróun appsins „Endurvinnslukortið“ var styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, SORPU bs., Úrvinnslusjóði, Umhverfissjóði Landsbankans, Gámaþjónustunni, Sorpstöð Suðurlands bs. og Reykjavíkurborg.