Sýningin Sjónarhorn í hinu nýja Safnahúsi við Hverfisgötu (áður Þjóðmenningarhús, þar áður Þjóðarbókhlaða) er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Áformað er að sýningin verði uppi til margra ára.
Verk Guðrúnar Tryggvadóttur á sýningunni er eitt málaðra dagblaða hennar frá árinu 1983 í eigu Listasafns Íslands.
Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni
Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands.
Bókverkið Lands vors er málverk unnið á dagblað. Verkið er 44 blaðsíður, unnið á Morgunblaðið frá laugadeginum 18. september 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Titillinn Lands vors er málaður á framhlið bókverksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.