Að frumkvæði Guðrúnar þróaði Náttúran.is Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu en það var kynnt á Lífrænu Íslandi 2012 fyrsta árlega viðburði Samtaka lífrænna neytenda sem haldin var í Norræna húsinu 14. okt. 2012.
Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskortsins var sú að orðið var nauðsynlegt að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengilegri fyrir alla. Upplýsingar um lífræna aðila voru framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar allt frá stofnun vefsins árið 2007 og upplýsingarnar hafa verið greindar og uppfærðar reglulega á grundvelli upplýsinga frá Vottunarstofunni Túni. Ný könnun Náttúrunnar meðal vottaðra aðila varpaði ljósi á raunverulegt framboð á lífrænum íslenskum vörum og eru þær upplýsingar settar myndrænt fram á kortinu.
Um kortið:
Lífrænt Íslandskort birtist nú í fyrsta sinn en ástæðan fyrir útgáfunni er einfaldlega sú að nauðsynlegt var orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengilegri fyrir alla.
Það er ósk útgefanda að kortið verði til þess að hvetja hið lífræna Ísland til dáða og djörfungar á komandi árum. Upplýsingar þær sem hér birtast eru byggðar á gögnum frá Vottunarstofunni Túni auk þess sem upplýsinga var aflað hjá aðilunum sjálfum.
Lífræna kortið endurspeglar stöðuna eins og hún er haustið 2012. Gögnin er einnig hægt að skoða á Grænum síðum™, Grænu Íslandskorti® og Lífrænu Íslandskorti á vef Náttúrunnar.
Lífrænt Íslandskort 2012. ©Náttúran er ehf. Allur réttur áskilinn.
Útgefandi: Náttúran er ehf.
Ritstjórn: Guðrún A. Tryggvadóttir
Hönnun: Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Vefþróun: Einar Bergmundur Arnbjörnsson.
Ráðgjöf: Birgir Þórðarson,
Gunnar Á. Jónsson og Oddný Anna Björnsdóttir.
Kort þetta er birt með fyrirvara um réttar upplýsingar og er aðeins ætlað til glöggvunar en ekki ferða.
Allar nánari upplýsingar á natturan.is eða í síma 483 1500.