Vakning
Listasafn Ísafjarðar / Ísafjörður Art Museum | 2021-04-30 - 2021-06-05

Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnaði sýninguna Vakning í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu, Ísafirði þ. 30. apríl en síðasti sýningardagur er laugardagurinn 5. júní en þá mun Guðrún vera með sýningarspjall kl. 14:00. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 12:00-18:00 og á laugardögum frá kl. 13:00 til 16:00. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.

„Á þessari sýningu sem fengið hefur heitið Vakning, má sjá blekteikningar sem myndlistarmaðurinn Guðrún A. Tryggvadóttir hefur dregið upp á hverjum morgni þegar vakning tekur við af svefni. Þetta hefur hún gert allt frá 9. ágúst 2018 og eru blöðin farin að nálgast þúsund stykki. Guðrún lítur ekki á myndirnar sem sjálfstæð listaverk, en þær bera vissulega handbragð myndlistarmanns, eru dregnar með hröðum hreyfingum, oftast með misþynntu svörtu bleki og grípur eintöku sinnum til vatnslita þegar litir koma meðvitað fyrir í draumi. Markmiðið er að ná því á blað sem eftir lifir af draumum næturinnar án þess að einblína á myndbyggingu eða aðra listrænar undirstöður og er hvert blað unnið á aðeins örfáum mínútum. Hvatinn að þessum skráningum er meðvituð sjálfsskoðun þar sem kafað er á dulin djúp hins ómeðvitaða, en sjálfsskoðun er samnefnari yfir myndlist Guðrúnar nú sem fyrr.

Í gegnum aldirnar hafa draumar tengst menningarsögunni þar sem tilgangur og merking drauma hafa verið viðfangsefni jafnt fræðimanna sem almennings. Oft er áherslan á að draumar búi yfir merkingu sem taka verði mark á og benda má á ýmsa fyrirboða í Íslendingasögunum, svo sem drauma Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu. Á wikipedia má sjá ágætis skilgreiningu á draumum, en þar segir að þeir séu „sýnir, hljóð eða önnur skynjun sem fólk upplifir í svefni, sem mynda oftast samfellda frásögn um eitthvað tiltekið efni. Rannsóknir vísindamanna hafa sýnt fram á að draumar séu oft uppgjör á deginum og hreinsun í undirmeðvitundinni sem hefur geymt miklar og jafnvel ónothæfar upplýsingar yfir daginn. Það er þess vegna sem draumar fylgja oft tilfinningum þess sem dreymir“. Áður var talið að í svefni væri heilinn í hvíld, en þvert á móti hefur komið í ljós að þá eigi sér stað eins konar tiltekt frekar en hlé, því heilastarfemi er mjög virk í svefni.

Á vef Svefnseturs Háskólans í Reykjavík segir „Nær allir draumar eiga sér stað á REM [Rapid Eye Movement]-stigi og er það svefnstig því gjarnan kallað draumsvefn. Draumar spanna u.þ.b. 2 klukkustundir nætursvefnsins, jafnvel þó einstaklingar eigi oft erfitt með að framkalla þessar minningar næsta morgunn. Þó enn sé ekki vitað fyrir víst hvaða tilgangi þeir gegna, hafa draumar verið tengdir við úrvinnslu minninga og tilfinninga, auk þess að örva sköpunarkraft okkar og getu til að leysa vandamál. Sumir halda því fram að draumar séu mikilvægt tól til að vinna úr erfiðum minningum og tengja gamlar minningar við nýskeða atburði, sem gæti fengið mann til að sjá hlutina í nýju samhengi.“ Ástæðan fyrir því hvers vegna við munum stundum drauma okkar en stundum ekkert af þeim felst í því hvenær við vöknum. Ef við vöknum rétt eftir REM-svefn þá munum við yfirleitt hvað okkur var að dreyma.

Sköpunarkraftur og nýtt samhengi eða sjónarhorn, hugtök sem nefnd eru hér áður í skilgreiningu á draumsvefni eru líka hugtök sem við tengjum gjarnan við myndlist. Sú listastefna sem helst er tengd draumum er súrrealismi, en súrrealistarnir höfðu mikinn áhuga á að túlka drauma sem ósagðar tilfinningar og langanir. Draumar voru stundum kveikjan að verkum eða þau spruttu úr meðvitundarlausum tengslum milli mynda, texta og merkingu þeirra eða merkingarleysi. Súrrealistarnir sóttu í kenningar Sigmunds Freuds og yfirfærðu þær í listsköpun sína á þann veg að sköpunarkrafturinn sem sóttur væri djúpt úr undirmeðvitund einstaklinsins og þar með draumsvefni, væri öflugri og sannari en sá sem sóttur er til meðvitaðrar hugsunar.

Vakning er breyting á ástandi og þar með tákn fyrir ákveðinn drifkraft. Sýningin Vakning er sambland af skrásettum ómeðvituðum atvikum úr draumsvefni og heildrænni innsetningu, sem unnin er af meðvitaðri gaumgæfni. Drifkraftur og einbeiting Guðrúnar, hefur getið af sér fjölbreytt skissusafn drauma. Í meðförum hennar getur safnið síðar meir orðið vakning eða hvati að hinum ólíklegustu listaverkum auk þess að dýpka skilning hennar sjálfrar á sér og tilfinningum sínum. Hér á sýningunni Vakning hefur hún gert safnið að efnivið í eina allsherjar innsetningu, eitt staðbundið listaverk, þar sem áhorfendum er boðið að ganga inn í draumheim hennar. Hver veit nema þannig verði draumskissurnar vakning, eða hvati, fyrir gesti til þess að leita að einstökum táknum til túlkunar eða að heildaryfirbragð sýningarinnar veki fleiri stig vakningar. En fyrst og fremst er hér á ferð áhugaverð sýning sem vert er að njóta.“

Inga Jónsdóttir


Pictures and pieces


Innsetning


Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Vakning - draumar, upphengi I
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021

Innsetning


Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Vakning - draumar, upphengi II
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021

Innsetning


Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Vakning - draumar, upphengi III
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021

Innsetning


Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Vakning - draumar, upphengi IV
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021

Innsetning


Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Vakning - draumar, upphengi V
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021

Innsetning


Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Vakning - draumar, upphengi VI
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021

Innsetning


Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Vakning - draumar, upphengi VII
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021

Innsetning


More

Vakning - draumar, upphengi VIII
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2021


Photo:

Snorri Þór Tryggvason

photos

Exhibitions

Leiga, kaup eða kaupleiga?

2024-04-28 - 2025-04-28
View

INNÍ
Snæfellsjökull National Park Visitor Center

2024-01-13 - 2024-04-24
View

UMBREYTING
Sundlaug / Svimming pool – Höfn Hornafjörður

2023-12-09 - 2024-10-01
View

Verk í einkasöfnum
Einkasafn / Private Collection

2023-07-15 - 2024-07-15
View

ONÍ
Sesseljuhús – Umhverfissetur

2023-06-03 - 2023-08-20
View

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2023-03-25 - 2023-08-07
View

Hornsteinn – 60 ára afmælissýning
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2023-02-11 - 2023-08-20
View

Hugmyndir að Kafaranum
Sundhöll Selfoss

2023-02-10 - 2023-03-26
View

Ímyndanir
Eyravegur 65

2022-10-08 - 2022-10-09
View

Nr 4 Umhverfing – Smáverk
Hótel Laugar Sælingsdal

2022-07-02 - 2022-08-27
View

Hofstaðir – Menningarmiðlun
Minjastofnun Íslands

2022-07-01 - 2022-10-01
View

Kafarinn
Sundhöll Selfoss

2021-06-11 - 2030-11-01
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Listrými / Artspace

2021-02-08 - 2030-01-01
View

Krosskirkja – Listræn ráðgjöf
Krosskirkja

2021-01-01 - 2021-10-01
View

En hilsen over havet
Nordatlantens Brygge

2020-06-13 - 2020-10-18
View

Þrjátíu myndverk úr bókinni Lífsverk
Skálholtsskóli

2019-12-14 - 2020-02-05
View

Listrými

2019-12-01 - 2040-01-01
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Hallgrímskirkja

2019-12-01 - 2020-03-01
View

Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-09-23 - 2018-02-25
View

Gestur að Jörva
Jörvi, Haukadalur

2017-04-22 - 2017-05-22
View

Uppruni
Gallerí Gangur / The Corridor

2017-01-19 - 2017-04-04
View

Listrými – Vorönn 2017
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-01-03 - 2017-04-01
View

Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
View

Listrými – Vinnustofur í myndlist
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2016-03-10 - 2016-04-30
View

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
Listasafn Reykjanesbæjar / Reykjanes Art Museum

2015-11-13 - 2016-01-31
View

Listamannabærinn Hveragerði

2015-10-12 - 2030-01-01
View

Hlöðusýning
Vinnustofa / Atelier – Alviðra

2015-09-26 - 2015-10-04
View

Sjónarhorn
Safnahúsið / The Culture House

2015-04-18 - 2021-04-30
View

Ákall
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2015-01-24 - 2015-04-23
View

Umrót – íslensk myndlist um og eftir 1970
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2014-09-27 - 2014-12-14
View

Húsið og umhverfið

2014-02-23 - 2020-01-01
View

Flæði
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2013-02-02 - 2013-05-20
View

Lífrænt Íslandskort

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Endurvinnslukortið

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Ættartengsl og kynslóðaskipti
Galdrasafnið á Ströndum / Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft

2011-11-21 - 2011-11-23
View

Jór! Hestar í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2011-05-07 - 2011-08-11
View

Græna kortið

2008-09-01 - 2020-01-01
View

Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund

2006-10-25 - 2020-01-01
View

Íslensk myndlist: Málverkið eftir 1980
Listasafn Íslands / The National Gallery of Iceland

2006-10-07 - 2006-12-03
View

Þetta vilja börnin sjá!
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

2002-11-23 - 2003-01-06
View

Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
Alþjóðahúsið / International House

2002-08-17 - 2002-09-06
View

Nýja málverkið – Gullströndin andar
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

2001-01-20 - 2001-02-18
View

Art-Ad

2000-09-01 - 2007-01-01
View

Borgarminnisvarðinn í Großalmerode
Ráðhústorgið / City Hall Square

1999-01-01 - 2030-01-01
View

Kunst und Kultur samkeppnin
Volkshochschule Witzenhausen

1995-06-01 - 1995-06-01
View

Deutsche Bilder
Glas- und Keramikmuseum

1995-05-01 - 1995-08-01
View

Kunst & Werbung

1995-01-01 - 2000-08-30
View

Kynning frá Borgarlistasafni
Kringlan

1994-06-01 - 1994-09-03
View

Rými – Myndmenntaskóli, verkstæði, gallerí
Listhús í Laugardal

1992-09-01 - 1993-05-30
View

Unreconciled Passion, Art and the Confrontation of Grief
Gallery Spaces

1992-01-17 - 1992-02-14
View

Concepts and Dimensions
Trumbull Art Gallery

1991-03-16 - 1991-04-14
View

The Murray Hill Summer Art Walk
The Murray Hill School

1990-06-01 - 1990-06-03
View

Maðurinn í íslenskri myndlist 1965-1985
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-06-05 - 1988-07-10
View

Sjálfsmyndir í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-01-01 - 1988-02-28
View

Guðrún Tryggvadóttir
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1987-03-14 - 1987-03-29
View

Bækur og bókaskreytingar
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

1985-09-22 - 1985-10-24
View

Iceland: The Art Revealed
Franklin Furnace

1984-04-19 - 1984-07-31
View

Debütant sýning – AdBK
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1983-12-12 - 1983-12-17
View

Í Rauða húsinu
Rauða húsið / The Red House

1983-03-13 - 1983-03-19
View

Gullströndin andar
JL húsið / JL House

1983-01-29 - 1983-02-12
View

Í Nýlistasafninu
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

1982-11-12 - 1982-11-14
View

Í Inwood Park
Inwood Park - N.Y.C., N.Y.

1982-09-01 - 2015-08-25
View

Kunst und Fruchtsaft
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1982-05-10 - 1982-05-15
View

Art Photocopies Exhibition
Centrum't Hoogt University

1982-02-26 - 1982-03-21
View

Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
View

Destruction
Gallerí Djúpið

1980-09-27 - 1980-10-08
View

Á vinnustofunni

1974-01-01 - 2015-12-31
View
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015