Græna kortið
Náttúran.is hóf þróun á Grænu korti fyrir Ísland árið 2008 og setti þá í loftið fyrstu vefútgáfuna með 45 flokkum. Byggt er á alþjóðlega flokkunarkerfinu Green Map® sem hefur nú verið þróað í yfir 900 borgum, bæjum og samfélögum í 65 löndum. Græn kort taka yfir hinar þrjár stoðir stjálfbærrar þróunar þ.e.; hagkerfi, náttúru og menningu. Rannsóknir og skráningar eru alfarið unnar af og að frumkvæði Náttúran.is.
Á sl. árum hefur Náttúran.is einnig gefið út Græn kort í prentútgáfum. Fyrsta prentaða Græna kortið var Grænt Reykjavíkurkort sem kom út árið 2010 og aftur árið 2011. Síðast kom kortið út í prentútgáfu haustið 2013 í 30.000 eintökum, þá með Reykjavík á annarri hlið og öllu landinu á hinni. Markmiðið með útgáfunni er að gera umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri og gefa þannig öllum almenningi kost á að taka þátt í að skapa sjálfbært samfélag. Grænu kortunum er dreift ókeypis.
Græna kortið er einnig á vef Náttúrunnar á 5 tungumálumog telur það nú 155 grænkorta flokka með yfir 4.000 skráðum aðilum og fyrirbærum en þar af eru 45 flokkar séríslenskir hannaðir af okkur.
Grænt kort - Suður, app-útgáfa um Suðurland er tilbúið fyrir iOS og fór í dreifingu í byrjun desember 2015.
Ná í appið Grænt kort - Suður.
Framleiðandi:
Náttúran er ehf. ©2008-2015. Öll réttindi áskilin.
Upplýsingar og grafík má ekki afrita né birta með neinum hætti án leyfis framleiðanda.
Hönnun: Guðrún Tryggvadóttir.
Tæknistjórn og forritun: Einar Bergmundur Arnbjörnsson.
Verkefnis- og ritstjórn: Guðrún Tryggvadóttir.
Fagleg ráðgjöf: Dr. Anna Karlsdóttir.
Þróun Græna kortsins hefur verið styrkt af Háskóla Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Umhverfis- og auðlindráðuneytinu, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Vatnajökulsþjóðgarði, SORPU bs., Landsvirkjun, Bændasamtökunum, Reykjavíkurborg, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Umhverfissjóði Landsbankans og prentútgáfurnar hafa verið styrktar af fjölda fyrirtækja og stofnana.
Grænt kort - Suður, app-útgáfa um Suðurland, fyrir iOS, dæmi um framsetningu þegar flett er upp í flokknum Menningu - Íslenskir þjóðhættir.
Í tilefni nýs apps Náttúran.is um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi Grænt IS - Suður sem Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur þróuðu kom Wendy Brawer stofnandi alþjóðasamtakanna Green Map System til landsins og hélt m.a. fyrirlestur um alþjóðastarf grænkortaverkefnisins á heimsvísu í Sesseljuhúsi að Sólheimum.
T.v. Einar Bergmundur tækniþróunarstjóri Náttúran.is, Herdís Friðriksdóttir verkefnisstjóri Sesseljuhúss, Wendy Brawer stofnandi Green Map System og Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is.