Upphaflegt plakat sýningarinnar Gullströndin andar var samvinnuverkefni Guðrúnar og Árna Ingólfssonar.
Guðrún annaðist auk þess hönnun og uppsetningu sýningarinnar í Nýlistasafninu í samvinnu við nokkra aðra listamenn.
Frímerki sem sýna hluta performansa, innsetninga og upplíminga Guðrúnar í Inwood Park, Uptown N.Y.C., N.Y., U.S.A. sumarið 1982. Frímerkin eru verk út af fyrir sig og tákna að listin hafi ákveðið gildi sem allt eins má nota sem gjaldmiðil eða fjölmiðil þar sem frímerki geta ferðast landa á milli.
Frímerkjaörkin er fylgigagn með útskriftarkatalóg Guðrúnar við sýningu v. verðlauna sem besti útskriftarnemandinn (Debütanten Förderpreis) Akademie der Bildenden Künste 1983.
Útgefandi: Bayerisches Minesterium für Kunst und Kultur, München, Þýskaland.
Styrktaraðilar: Bavarian Governmental Fund for Artists and Publicists, í samvinnu við Akademie der Bildenden Künste, München, Þýskaland.
Bókverkið Mála með svörtu og drekk Campari er málverk unnið á dagblað. Verkið er 28 blaðsíður, unnið á Morgunblaðið frá miðvikudeginum 20. október 1982 og DV frá þriðjudeginum 19. október 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Titillinn Mála með svörtu og drekk camparí er málaður á framhlið bókverksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og málaðri dagsetningunni 31.10.1982 á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið Sumarið '82 er nú liðið og haustið framundan er málverk unnið á dagblað. Verkið er 16 blaðsíður, unnið á Lesbók Morgunblaðsins. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Titillinn Sumarið '82 er nú liðið og haustið framundan er málaður á framhlið bókverksins út frá texta á forsíðu blaðsins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártali á bakhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið er málverk unnið á dagblað. Verkið er 24 blaðsíður, unnið á Morgunblaðið frá miðvikudeginum 22. september 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Titillinn Rvk er málaður á framhlið bókverksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártali á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið Lands vors er málverk unnið á dagblað. Verkið er 44 blaðsíður, unnið á Morgunblaðið frá laugadeginum 18. september 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Titillinn Lands vors er málaður á framhlið bókverksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið Boxari á grýttri strönd er málverk unnið á dagblað. Verkið er 20 blaðsíður og er unnið á blaðið Leisure. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið og bakhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið Die Vereinigung er málverk unnið á dagblað. Verkið er 80 blaðsíður, unnið á óþekkt dagblað. Dagblaðið er notað sem efnisflötur verksins og er þakið málningu. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið verksins. Á síðustu opnu er nafn höfundar, dagsetning og staður skrifuð með málningu.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið Klámfréttir er málverk unnið á dagblað. Verkið er 16 blaðsíður, unnið á dagblaðið Daily News. Dagblaðið er notað sem hluti af málverkinu ýmist sem efnisflötur og myndefni verksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið og bakhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið Gyðingakrossinn er málverk unnið á dagblað. Verkið er 72 blaðsíður, unnið á dagblaðið Daily News. Dagblaðið er notað sem hluti af málverkinu ýmist sem efnisflötur og myndefni verksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið Riddarinn og drengurinn er málverk unnið á dagblað. Verkið er 72 blaðsíður, unnið á nokkrar útgáfur dagblaðisins Daily News frá júlí 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur verksins og er þakið málningu svo innihald þess er ekki greinanlegt. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.
Bókverkið School of the Arts er málverk unnið á dagblað. Verkið er 76 blaðsíður, unnið á dagblaðið Daily News frá miðvikudeginum 14. júlí 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli á bakhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.