Bókverkið Boxari á grýttri strönd er málverk unnið á dagblað. Verkið er 20 blaðsíður og er unnið á blaðið Leisure. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið og bakhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.