Bókverkið Riddarinn og drengurinn er málverk unnið á dagblað. Verkið er 72 blaðsíður, unnið á nokkrar útgáfur dagblaðisins Daily News frá júlí 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur verksins og er þakið málningu svo innihald þess er ekki greinanlegt. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártalinu 1982 á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.