Bókverkið er málverk unnið á dagblað. Verkið er 24 blaðsíður, unnið á Morgunblaðið frá miðvikudeginum 22. september 1982. Dagblaðið er notað sem efnisflötur og myndefni verksins. Titillinn Rvk er málaður á framhlið bókverksins. Bókverkið er áritað af höfundi með stimpli og handskrifuðu ártali á framhlið verksins.
Myndin sýnir forsíðuna. Sjá nánar í Sarpi.