Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum | 2017-09-23 - 2018-02-25

„Verulegar“ nefndist sýning Guðrúnar Tryggvadóttur og Brynhildar Þorgeirsdóttur í Listasafni Árnesinga en sýningin opnaði þ. 23. september 2017. Sýningin átti að standa til 17. desember en var framlengd til 25. febrúar 2018.

Sýningunni er ætlað að kynna myndlist Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem skapað hafa sér sérstöðu með persónulegum, heilsteyptum myndheimi. Brynhildur mótar kynjaverur, fjöll og landslag meðal annars úr steinsteypu og gleri en Guðrún málar veruleika kynslóða og orku í tíma og rúmi með olíulitum á striga.

Flest verkanna eru unnin á síðustu þremur árum en einnig eru á sýningunni verk frá upphafi ferils þeirra þar sem greina má tíðaranda níunda áratugarins þegar form og inntak verkanna birtu viðhorf í andstöðu við hefbundna myndlist þess tíma.

Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir safnstjóri en Heiðar Kári Rannversson listfræðingur ritar grein í sýningarskrá sem gefin er út um sýninguna. Sjá sýningarskrána.

Opið daglega kl. 12 - 18 í sept. Frá og með okt. opið fim. - sun. kl. 12 - 18. Aðgangur er ókeypis.


Guðrún Tryggvadóttir
F. 1958. Guðrún nam myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París 1978-79 og Akademie der Bildenden Künste í München 1979-83.
Hún hefur haldið fjölda sýninga, hér heima, í Evrópu og Bandaríkjunum og hlotið fjölda viðurkenninga, bæði fyrir myndlist sína og fyrir störf sin á sviði nýsköpunar en hún hefur verið frumkvöðull á ýmsum sviðum; stofnað og rekið myndlistarskóla og listræna hönnunarstofu sem hún rak í Þýskalandi og hér heima um árabil.  Guðrún stofnaði einnig og rak umhverfisvefinn Náttúran.is um 10 ára skeið en hún hefur verið í framvarðasveit fyrir umhverfisfræðslu á Íslandi frá því að hún flutti aftur til landsins árið 2000.
Aðal efniviður í myndlist Guðrúnar í dag er olía á striga en málverk hennar byggja á hugmyndafræðilegum grunni, eru mjög persónuleg og snúast um það að myndgera tímann og efnið og tengsl kynslóða og alheimsins. Verk eftir Guðrúnu er að finna í opinberum söfnum bæði hérlendis og erlendis.

Pictures and pieces


Olía og bývax á hörstriga


height: 200 cm
width: 400 cm
depth: 4 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Grunnur alls
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2017

Olía og bývax á hörstriga


height: 200 cm
width: 300 cm
depth: 4 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Allt er eins
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2017

Olía og bývax á hörstriga


height: 360 cm
width: 180 cm
depth: 4 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Vöxtur
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2017

Olía og plast á hörstriga


height: 200 cm
width: 130 cm
depth: 4 cm
Owned by: Arndís S. Árnadóttir

Other exhibitions

More

Djúpið
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2017

Olía á hörstriga


height: 150 cm
width: 200 cm
depth: 4 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Bönd
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2017

Olía, bývax, aska og gull á hörstriga


height: 400 cm
width: 400 cm
depth: 8 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Fjórða víddin
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2017

Í verkinu „Fjórða víddin“ leitast ég við að nálgast líftíma allra 11 kvennanna sem Dalablóðsserían fjallar um, leggja líf þeirra saman og staðsetja þær á  tímaspíral þar sem 360° markar eina öld.

Tíminn er gerandinn og líf okkar allra blandast saman og hefur upphaf og endalok. Við erum stödd í árinu 2017 og framtíðin er okkur hulin. Minn eigin líftími er sá næst okkur, þessi hörundsbleiki. Gullþráður sýnir skil 7 ára tímabilanna í mínu lífi.

Olía á hörstriga


height: 200 cm
width: 200 cm
depth: 5 cm
Owned by: Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

Other exhibitions

More

Formæðraherinn
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015

Ótölulegur fjöldi formæðra minna.

Olía á hörstriga


height: 153 cm
width: 153 cm
depth: 3 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions


On print

More

Móðurhlutverkið
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1991

Olía á hörstriga


height: 153 cm
width: 153 cm
depth: 3 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Móðurhlutverkið
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1991

„Móðurhlutverk“ Guðrúnar Tryggadóttur t.v. og „Landvísar“ Brynhildar Þorgeirsdóttur t.h. á myndinni.

Á sýningunni Verulegar í Listasafni Árnesinga.

Ljósmyndaverk


height: 620 cm
width: 178 cm
depth: 1 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ég að aftan
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1981

Úr seríunni Fæðingarblettir og DIN stærðir / Ég í 120 bls. vasabrotaútgáfu, að framan og að aftan.

Sería: 60 svart-hvítar ljósmyndir DIN A6 (10,5 x14,8 cm)
Ljósmyndað á 4 negatívur á Hasselblatt myndavél.
Aðstoð við ljósmyndun: Herbert Rometsch.

Verkið um fæðingarblettina og DIN stærðirnar samanstendur af ljósmyndum af Guðrúnu í fullri líkamsstærð skornar niður í DIN (Deutsche Industrie Normen) stærðir þar sem fæðingarblettir fá vægi sem mikilvægir punktar eða vísindaleg viðfangsefni sem setur hin ótal viðfangsefni mannskepnunnar um allt og ekkert, flest sem skiptir engu máli, í nýtt ljós og spaugilegt samhengi.
Viðfangsefnið, manneskjan í þessu tilviki, er sett inn í það format sem við setjum allt annað í, þ.e. DIN stærðirnar.

Heildarsýningin um fæðingarblettina og DIN stærðirnar samanstendur af þremur ljósmyndaseríum með svart-hvítum ljósmyndum og ljósritum, bókverki og sýningarskrá.

  1. Ljósmyndir DIN A2- DIN A9. Bakið á Guðrúnu Tryggvadóttur.
  2. Ljósmyndir DIN A6. Guðrún Tryggvadóttir að framan og að aftan.
  3. Ljósmyndir og ljósrit DIN A4. Ég, til mín frá mér via POSTE RESTANTE. Póstverk - Guðrún Tryggvadóttir.
  4. Ég í DIN A6 - Bókverk. Guðrún Tryggvadóttir í vasabrotsútgáfu í stærðinni DIN A6 að framan og aftan. 120 bls. Gefin út í 10 ljósrituðum, handgerðum og tölusettum eintökum.
  5. Sýningarskrá með textum, ljósmyndum, ljósritum  og blandaðri tækni. 120 bls. Gefin út í tveimur handgerðum og tölusettum eintökum.

Á fyrstu síðu sýningarskrár segir:

Þessi bók er um
þann hluta af mér
sem snýr að umhverfinu.

Þessi bók er um
þá punkta mína
sem snúa að umhverfinu.

Líkami, húð, fæðingarblettir, stærðir, hlutföll, fjarlægð, nálægð, aðstaða, sjálfskoðun, heimsskoðun, þröngsýni, víðsýni, að stækka, að minnka, að einfalda, að margfalda, að miða út frá, að breyta, að hugsa um, að raða saman, að vinna úr, að setja í samhengi, að taka úr samhengi, að reikna með, að senda, að færa til o.s.fr.

Vélritað verk , Ljósmyndaverk


height: 33 cm
width: 240 cm
depth: 3 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

DESTRUCTION - seríur 1 og 2
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1980

Veggur t.v.: 11 vélritaðar skissur (innrammaðar 33 x 240 cm).
DESTRUCTION sería nr. 1 í Din A4.

Veggur t.h.: 11 litljósmyndir (innrammaðar 33 x 240 cm).
DESTRUCTION sería nr. 2 í Din A4.

Ljósmyndir nr. 1-11 DESTRUCTION sería í Din A4 og lit.
Ljósmyndað á 6x6 cm litskyggnur á Hasselblatt myndavél um miðjan dag á 11 dögum. Sjá seríuna.
Aðstoð við ljósmyndun: Herbert Rometsch.

Ljósmyndir teknar á sama stað og tíma í 11 daga.
Ljósmyndari, ljósmyndavél, handleggur, bakgrunnur og annað varðandi myndatökurnar var alltaf það sama.
Breytilegur litur ljósmyndanna frá einum degi til annars ræðst af mismunandi dagsbirtu og veðri.
Breytilegt ástand bókstafanna á handleggnum ræðst af þeim tíma sem líður milli ljósmyndunar (einn dagur, 24 klukkustundir).

Hugmynd:

Ég sker bókstafi á vinstri handlegg minn.

1.   dag D
2.   dag E
3.   dag S
4.   dag T
5.   dag R
6.   dag U
7.   dag C
8.   dag T
9.   dag I
10. dag O
11. dag N

Á hverjum degi ljósmynda ég handlegginn með nýskorna bókstafnum.
Dag hvern bætist einn bókstafur við og orðið DESTRUCTION verður til á ellefta degi.
Græðing stafanna verðar sýnilegri eftir því sem dagarnir líða og stafirnir því veikari þannig að meining orðsins umbreytist í andhverfu sína.

Niðurstaða: Eyðilegging (hér særing húðar) sem á sér stað yfir tímabil afsannar sjálfa sig af því að um grær.

Olía á hörstriga


height: 1100 cm
width: 100 cm
depth: 4 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Dalablóð - sería
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Dalablóðsserían sýnd í 5 og 6 metra röðum frá gólfi til lofts á sýningunni Verulegar í Listasafni Árnesinga.

Röð til vinstri:

1. Ingibjörg Nikulásdóttir 1685 -1739
2. Kristín Halldórsdóttir 1754 -1820
3. Ragnhildur Rögnvaldsdóttir 1726 - 1792
4. Ingibjörg Bjarnadóttir 1824 -1855
5. Halldóra Sturlaugsdóttir 1785 -1834
6. Guðrún Þorleifsdóttir 1851-1899

Röð til hægri:

7. Ingibjörg Ásmundsdóttir 1885-1969
8. Guðrún Guðmundsdóttir 1916-1997
9. Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir 1938
10. Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1958
11. Móna Róbertsdóttir Becker 1988

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ingibjörg Nikulásdóttir 1685 -1739
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 11 af 12, málverk nr. 11 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 11, Ingibjörg Nikulásdóttir, 3ja barna móðir, langa- langa- langa- langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1685 dáin 1739. Elsta formóðir mín í beinan kvenlegg sem heimildir eru til um. Um móður hennar og aðrar formæður eru ekki til skráðar heimildir og því endar saga formæðra minna með henni.

Íslendingabók:
Fædd 1685. Látin í desember 1739. Vinnukona á Krossi, Skarðstrandarhreppi, Dal. 1703. Húsfreyja á Bugðustöðum í Hörðudal, Dal. Frá Skarðsströnd.
Heimildir: 1703, Dalamenn.

Makar og börn:
Rögnvaldur Þorkelsson 1681 - 1746. Eiginmaður. Vinnumaður á Hvoli, Saurbæjarsveit, Dal. 1703. Bóndi á Bugðustöðum í Hörðudal, Dal.

Jón Rögnvaldsson (1715)
Sveinn Rögnvaldsson 1721 - 1741
Ragnhildur Rögnvaldsdóttir um 1726 - 1792. Húsfreyja í Blönduhlíð í Hörðudal. Var á Þórólfsstöðum 1762.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ragnhildur Rögnvaldsdóttir 1726 - 1792
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 10 af 12, málverk nr. 10 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 10, Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, 5 barna móðir,  langa- langa- langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1726 dáin 1792.

Íslendingabók:
Fædd um 1726. Látin 21. október 1792. Húsfreyja í Blönduhlíð í Hörðudal. Var á Þórólfsstöðum 1762.
Heimildir: Dalamenn, Esp.2376, Kb.Snóksdal.Dal.

Makar og börn:
Halldór Teitsson um 1714 - 1784. Eiginmaður 24.01.1745. Bóndi á Hóli um 1753, í Blönduhlíð í Hörðudal, Dal. 1754-56. „Varð úti í kafaldsbyl við Tunguá“, segir í Dalamönnum.

Benedikt Halldórsson 1749 - 1749
Rögnvaldur Halldórsson 1750 - 1785
Benedikt Halldórsson 1752 - 1752
Ingibjörg Halldórsdóttir 1753 - 1753
Kristín Halldórsdóttir 1754 - 1820. Húsfreyja á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. „Vinnusöm og dygg; fær fínt orð“, segir í Dalamönnum.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Kristín Halldórsdóttir 1754 -1820
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 9 af 12, málverk nr. 9 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 9, Kristín Halldórsdóttir, 12 barna móðir, langa- langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1754 dáin1820.

Íslendingabók:
Fædd 1754. Látin 19. október 1820. Húsfreyja á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. „Vinnusöm og dygg; fær fínt orð“, segir í Dalamönnum.
Heimildir: Kb.Kvennabrekka.Dal., 1801, Dalamenn, Borgf.II.77, Esp.2375

Makar og börn:
Sturlaugur Atlason um 1750 - 1813. Eiginmaður. Bóndi á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Bóndi þar frá 1784 til æviloka. „Iðjusamur, frómur og skilsamur“, segir í Dalamönnum.

Jón „eldri“ Sturlaugsson 1783 - 1836
Ragnhildur Sturlaugsdóttir 1784 - 1828
Halldóra Sturlaugsdóttir 1785 - 1834. Var á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Húsfreyja í Lækjarskógi.
Kristín Sturlaugsdóttir 1786 - 1832
Egill Sturlaugsson 1788 - 1843
Jón „yngri“ Sturlaugsson 1789 - 1845
Ingibjörg Sturlaugsdóttir 1790 - um 1808
Guðríður Sturlaugsdóttir 1791 - 1855
Hreggviður Sturlaugsson 1793 - 1863
Árni Sturlaugsson 1795 - 1839
Jóhannes Sturlaugsson 1798 - 1840
Guðmundur Sturlaugsson 1800 - 1877

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Halldóra Sturlaugsdóttir 1785 -1834
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 8 af 12, málverk nr. 8 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 8, Halldóra Sturlaugsdóttir, 7 barna móðir, langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1785 dáin 1834.

Íslendingabók:
Fædd í Kvennabrekkusókn, Dal. 1785. Látin 2. janúar 1834. Var á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Húsfreyja í Lækjarskógi.
Heimildir: Kb.Kvennabrekka.Dal., Kb.Hjarðarholt.Dal., 1801, Æ.A-Hún.77.2, Esp.2376, Strand.131, Dalamenn, Strand.130, Strand.136.

Makar og börn:
Jón Jónsson 1776 - 1847. Barnsfaðir.

Stefán Jónsson 1806 - 1864

Bjarni Magnússon 1791 - 1842. Eiginmaður. Var í Lækjarskógi, Hjarðarholtssókn, Dal. 1801. Bóndi í Lækjarskógi í Laxárdal, Dal. 1826-35, síðar á Sauðhúsum og Dönustöðum.

Sturlaugur Bjarnason 1822 - 1907
Ólafur Bjarnason 1823 - 1856
Ingibjörg Bjarnadóttir um 1824 - 1855
Jón Bjarnason 1825 - 1895
Jóhanna Bjarnadóttir 1830
Kristín „eldri“ Bjarnadóttir 1832 - 1921

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ingibjörg Bjarnadóttir 1824 -1855
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 7 af 12, málverk nr. 7 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 7, Ingibjörg Bjarnadóttir, 2ja barna móðir, langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1824, dáin 1855.

Íslendingabók:
Fædd um 1824. Látin 4. apríl 1855
Heimildir: Kb.Miðdalaþ.Dal., Dalamenn, Borgf.I.217, Esp.2376

Makar og börn:
Þorleifur Andrésson 1820 - 1893. Eiginmaður. Bóndi í Villingadal í Haukadal, Dal. frá 1861 til æviloka. „Hygginn búmaður“, segir í Dalamönnum.

Guðrún Þorleifsdóttir 1851 - 1899. Var í Stóra-Vatnshorni, Stóra-Vatnshornssókn, Dal. 1860.
Benedikt Þorleifsson 1853 - 1911

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm

Other exhibitions

More

Guðrún Þorleifsdóttir 1851-1899
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 6 af 12, málverk nr. 6 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 6, Guðrún Þorleifsdóttir, 4 barna móðir, langa- langamma mín í móðurætt  Fædd 1851, dáin 1899.

Íslendingabók:
Fædd í Miðdalaþingi, Dal. 8. maí 1851. Látin 15. janúar 1899. Var í Stóra-Vatnshorni, Stóra-Vatnshornssókn, Dal. 1860.
Heimildir: Kb.Miðdalaþ.Dal., Borgf.I.217, 1860, Dalamenn

Makar og börn:
Ásmundur Guðmundsson 1858 - 1898. Eiginmaður 10.07.1886. Bjó á Krossi í Lundarreykjadal og var húsbóndi á Bæ á Akranesi.

Ingibjörg Ásmundsdóttir 1885 - 1969. Ólst upp á Akranesi. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Guðrún Ásmundsdóttir 1887 - 1954
Guðmundur Pálmi Ásmundsson 1890 - 1981
Þórleif Ásmundsdóttir 1894 - 1958

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ingibjörg Ásmundsdóttir 1885-1969
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 5 af 12, málverk nr. 5 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 5, Ingibjörg Ásmundsdóttir, 12 barna móðir, langamma mín í móðurætt. Fædd 1885, dáin 1969.

Íslendingabók:
Fædd á Krossi í Lundarreykjadal, Borg. 12. október 1885. Látin 12. desember 1969. Fædd á Krossi í Lundarreykjadal, Borg. Ólst upp á Akranesi. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930,1945.
Heimildir: Þjóðskrá, 1910, 1930, Reykjaætt, Íb.Rvk.1945, Tröllat., Borgf.I.217, Mbl.29/10/99, Mbl.01/06/2003

Makar og börn:
Guðmundur Kristjánsson Lange 1881 - 1954. Eiginmaður 1904. Fósturbarn í Hólakoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Sjómaður um tíma. Bifreiðarstjóri á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Bifreiðarstjóri í Reykjavík 1945.

Ásmundur Guðmundsson 1906 - 1970. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Verkamaður í Reykjavík 1945.
Kristín Guðmundsdóttir 1908 - 1998. Var í Reykjavík 1910. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930.
Ingólfur Guðmundsson 1910 - 1989. Var í Reykjavík 1910. Húsasmíðameistari í Reykjavík.
Hjálmar Guðmundsson  1914 - 2003. Ólst upp með foreldurm í Reykjavík. Aðstoðarmatsveinn á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Stýrimaður og togaraskipstjóri um nokkurra ára bil. Vann að fiskverkun og húsbyggingum. Síðast bús. í Kópavogi.
Lúðvík Guðmundsson 1915 - 1982. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Raffræðingur í Reykjavík 1945. Rafvirkjameistari og kaupmaður í Reykjavík. Síðast bús. þar.
Guðrún Guðmundsdóttir 1916 - 1997. Var í Reykjavík 1940. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Guðmundur Guðmundsson 1918 - 1995. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930.
Hjördís Guðmundsdóttir 1920 - 2012. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Verslunar- og skrifstofustarfsmaður í Reykjavík.
Pálmi Guðmundsson 1921 - 1999. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Verslunarmaður, síðast bús. í Reykjavík.
Aðalsteinn K. Guðmundsson 1923 - 2013. Iðnaðarmaður í Reykjavík 1945.
Hjörtur R. Guðmundsson 1924 - 2012. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Rafvirki og húsasmiður í Reykjavík.
Haraldur Guðmundsson 1926 - 2000. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Guðrún Guðmundsdóttir 1916-1997
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 4 af 12, málverk nr. 4 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 4, Guðrún Guðmundsdóttir, 4 barna móðir, amma mín í móðurætt. Fædd 1916, dáin 1997.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 21. desember 1916. Látin 29. september 1997. Var í Reykjavík 1940. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Heimildir: Þjóðskrá, Vigurætt, Íb.Rvk.1945, Krossaætt, Mbl.29/10/99, Kb.Frík.Rvk.

Makar og börn:
Gunnar Jón Jóhannsson 1918 - 1966. Sambýlismaður. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Var í Ánanaustum a, Reykjavík 1930.

Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir 1938. Var í Reykjavík 1945.
Jóhann Trausti Gunnarsson 1940 - 1953. Var í Reykjavík 1945. Var í fóstri í Þjóðólfshaga í Holtum er hann dó.
Hjördís Gréta Gunnarsdóttir 1944 - 2003. Var í Reykjavík 1945.
Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir 1953

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir 1938
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 3 af 12, málverk nr. 3 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 3, Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir, 4 barna móðir, móðir mín. Fædd 1938.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 10. apríl 1938. Var í Reykjavík 1945.
Heimildir: Þjóðskrá, Lögfræðingatal I bls. 168, Íb.Rvk.1945

Makar og börn:
Tryggvi Árnason 1936. Eiginmaður

Tryggvi Tryggvason 1956
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1958
Árni Tryggvason 1963
Snorri Þór Tryggvason 1976

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1958
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 2 af 12, málverk nr. 2 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 2, Guðrún Arndís Tryggvadóttir, 2ja barna móðir, ég sjálf. Fædd 1958.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 4. ágúst 1958
Heimildir: Þjóðskrá, Arkitektatal bls. 475

Makar og börn:
Róbert William Becker 1945. Fyrrum eiginmaður

Móna Róbertsdóttir Becker 1988. Faðir ótengdur í Íslendingabók
Daniel Tryggvi Guðrúnarson 1998. Bús. í Þýskalandi 1999
Einar Bergmundur Arnbjörnsson 1960. Eiginmaður. Fóstursonur: Daníel Tryggvi Guðrúnarson, f. 1.9.1998.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Móna Róbertsdóttir Becker 1988
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 1 af 12, málverk nr. 1 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 1, Móna Róbertsdóttir Becker, dóttir mín. Fædd 1988.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 27. janúar 1988
Heimildir: Þjóðskrá


Photo:

Guðmundur ingólfsson

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

Verk á mynd

photos

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

Verk á mynd

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

Verk á mynd

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

Verk á mynd

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

Verk á mynd

photos

photos


Photo:

Guðmundur ingólfsson

photos


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Exhibitions

Leiga, kaup eða kaupleiga?

2024-04-28 - 2025-04-28
View

INNÍ
Snæfellsjökull National Park Visitor Center

2024-01-13 - 2024-04-24
View

UMBREYTING
Sundlaug / Svimming pool – Höfn Hornafjörður

2023-12-09 - 2024-08-25
View

Verk í einkasöfnum
Einkasafn / Private Collection

2023-07-15 - 2024-07-15
View

ONÍ
Sesseljuhús – Umhverfissetur

2023-06-03 - 2023-08-20
View

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2023-03-25 - 2023-08-07
View

Hornsteinn – 60 ára afmælissýning
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2023-02-11 - 2023-08-20
View

Hugmyndir að Kafaranum
Sundhöll Selfoss

2023-02-10 - 2023-03-26
View

Ímyndanir
Eyravegur 65

2022-10-08 - 2022-10-09
View

Nr 4 Umhverfing – Smáverk
Hótel Laugar Sælingsdal

2022-07-02 - 2022-08-27
View

Hofstaðir – Menningarmiðlun
Minjastofnun Íslands

2022-07-01 - 2022-10-01
View

Kafarinn
Sundhöll Selfoss

2021-06-11 - 2030-11-01
View

Vakning
Listasafn Ísafjarðar / Ísafjörður Art Museum

2021-04-30 - 2021-06-05
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Listrými / Artspace

2021-02-08 - 2030-01-01
View

Krosskirkja – Listræn ráðgjöf
Krosskirkja

2021-01-01 - 2021-10-01
View

En hilsen over havet
Nordatlantens Brygge

2020-06-13 - 2020-10-18
View

Þrjátíu myndverk úr bókinni Lífsverk
Skálholtsskóli

2019-12-14 - 2020-02-05
View

Listrými

2019-12-01 - 2040-01-01
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Hallgrímskirkja

2019-12-01 - 2020-03-01
View

Gestur að Jörva
Jörvi, Haukadalur

2017-04-22 - 2017-05-22
View

Uppruni
Gallerí Gangur / The Corridor

2017-01-19 - 2017-04-04
View

Listrými – Vorönn 2017
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-01-03 - 2017-04-01
View

Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður

2016-07-23 - 2016-08-14
View

Listrými – Vinnustofur í myndlist
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2016-03-10 - 2016-04-30
View

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
Listasafn Reykjanesbæjar / Reykjanes Art Museum

2015-11-13 - 2016-01-31
View

Listamannabærinn Hveragerði

2015-10-12 - 2030-01-01
View

Hlöðusýning
Vinnustofa / Atelier – Alviðra

2015-09-26 - 2015-10-04
View

Sjónarhorn
Safnahúsið / The Culture House

2015-04-18 - 2021-04-30
View

Ákall
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2015-01-24 - 2015-04-23
View

Umrót – íslensk myndlist um og eftir 1970
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2014-09-27 - 2014-12-14
View

Húsið og umhverfið

2014-02-23 - 2020-01-01
View

Flæði
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2013-02-02 - 2013-05-20
View

Endurvinnslukortið

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Lífrænt Íslandskort

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Ættartengsl og kynslóðaskipti
Galdrasafnið á Ströndum / Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft

2011-11-21 - 2011-11-23
View

Jór! Hestar í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2011-05-07 - 2011-08-11
View

Græna kortið

2008-09-01 - 2020-01-01
View

Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund

2006-10-25 - 2020-01-01
View

Íslensk myndlist: Málverkið eftir 1980
Listasafn Íslands / The National Gallery of Iceland

2006-10-07 - 2006-12-03
View

Þetta vilja börnin sjá!
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

2002-11-23 - 2003-01-06
View

Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
Alþjóðahúsið / International House

2002-08-17 - 2002-09-06
View

Nýja málverkið – Gullströndin andar
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

2001-01-20 - 2001-02-18
View

Art-Ad

2000-09-01 - 2007-01-01
View

Borgarminnisvarðinn í Großalmerode
Ráðhústorgið / City Hall Square

1999-01-01 - 2030-01-01
View

Kunst und Kultur samkeppnin
Volkshochschule Witzenhausen

1995-06-01 - 1995-06-01
View

Deutsche Bilder
Glas- und Keramikmuseum

1995-05-01 - 1995-08-01
View

Kunst & Werbung

1995-01-01 - 2000-08-30
View

Kynning frá Borgarlistasafni
Kringlan

1994-06-01 - 1994-09-03
View

Rými – Myndmenntaskóli, verkstæði, gallerí
Listhús í Laugardal

1992-09-01 - 1993-05-30
View

Unreconciled Passion, Art and the Confrontation of Grief
Gallery Spaces

1992-01-17 - 1992-02-14
View

Concepts and Dimensions
Trumbull Art Gallery

1991-03-16 - 1991-04-14
View

The Murray Hill Summer Art Walk
The Murray Hill School

1990-06-01 - 1990-06-03
View

Maðurinn í íslenskri myndlist 1965-1985
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-06-05 - 1988-07-10
View

Sjálfsmyndir í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-01-01 - 1988-02-28
View

Guðrún Tryggvadóttir
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1987-03-14 - 1987-03-29
View

Bækur og bókaskreytingar
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

1985-09-22 - 1985-10-24
View

Iceland: The Art Revealed
Franklin Furnace

1984-04-19 - 1984-07-31
View

Debütant sýning – AdBK
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1983-12-12 - 1983-12-17
View

Í Rauða húsinu
Rauða húsið / The Red House

1983-03-13 - 1983-03-19
View

Gullströndin andar
JL húsið / JL House

1983-01-29 - 1983-02-12
View

Í Nýlistasafninu
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

1982-11-12 - 1982-11-14
View

Í Inwood Park
Inwood Park - N.Y.C., N.Y.

1982-09-01 - 2015-08-25
View

Kunst und Fruchtsaft
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1982-05-10 - 1982-05-15
View

Art Photocopies Exhibition
Centrum't Hoogt University

1982-02-26 - 1982-03-21
View

Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
View

Destruction
Gallerí Djúpið

1980-09-27 - 1980-10-08
View

Á vinnustofunni

1974-01-01 - 2015-12-31
View
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015