Dalablóð
Ólafsdalur, Gilsfjörður | 2016-07-23 - 2016-08-14

„Dalablóð“ – sýning Guðrúnar Tryggvadóttur í Ólafsdal við Gilsfjörð 

23. júlí til 14. ágúst 2016.


Á undanförnum mánuðum og árum hef ég unnið að verkum sem fjalla um fjórðu víddina, tímann, birtingarmynd hans, tölfræðilegar staðreyndir í endurnýjun kynslóðanna og þau mynstur sem þær framkalla.

Ég þurfti að leita leiða til að sjá tímann á nýjan hátt, tengja hann sjálfri mér og þar með öllu mannkyni. Um leið er ég að rannsaka innbyrðis tengsl kynslóðanna, þynningu erfðamengisins og minningar sem við berum í okkur frá einni kynslóð til annarrar og hugsanleg áhrif þeirra á okkar líf.

Þessi vinna hefur leitt mig inn á braut sem virðist nær óendanleg því þær stærðir og sá massi sem við blasir er mannskepnunni í raun óskiljanlegur í óendanleika sínum.

Um leið hef ég verið að vinna úr minningum sem ég hef um formæður mínar og skoða hlutverkið sem þær hafa leikið í lífinu sem er í raun sama hlutverkið og hver manneskja leikur í dag og mun leika í framtíðinni.

Þetta stefnumót við formæður mínar varpar sífellt upp nýjum myndum og mynstrum sem mér finnast bæði upplýsandi og gefandi að skoða og vinna með innan ramma myndlistarinnar.

Sýningin „Dalablóð“ fjallar um formæður mínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og okkur hinar sem fluttust suður. En þar sem ég hef enga persónulega minningu sem tengist Dalasýslu beint hefur það verið ævintýri að fara á heimaslóðir formæðra minna og setja mig í þeirra spor, vinna úr reynslunni og mála þær síðan á staðnum, í Dölunum.

Markmiðið var að tengjast formæðrum mínum í anda og efni og reyna að bera okkur saman eða sameina okkur. Finna einhvern þráð sem mig vantar og mér finnst áhugaverður í leit minni að sjálfri mér og eðli mannlegs lífs.

Niðurstaða mín er sú að í raun upplifum við allar það sama. Forvitni og gleði, ástir og sorgir og sífellda glímu við að fæða börnin okkar, hlúa að fjölskyldunni, finna lífinu tilgang og reyna að lifa af í harðbýlu landi. Líkami okkar er tímabundið ástand sem kemur og fer, umbreytist í nýja kynslóð sem aftur upplifir það sama. Er það sama.

Lífið er gjöf sem við verðum að segja skilið við og afhenda nýjum kynslóðum og í því felst í raun mikil hamingja. Dauðinn er ekki sorglegur heldur hluti af nauðsynlegri verkan tilverunnar.

Afrakstur þessa ferðalags um tímann mátti sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal þar sem ég stillti upp formæðrum mínum og mér og dóttur minni, hverri á móti annarri og skapaði okkur þannig aðstæður fyrir fjölskyldufund, hljóðlátt samtal um lífið sjálft, tilgang þess, andann og efnisheiminn og gleðina yfir því að fá að vera þátttakendur í því að halda lífinu áfram með sífelldri endurnýjun.

 


Hildur Hákonardóttir flytur stutta tölu við opnun sýningarinnar. 

 

Ólafsdalur er merkur sögu - og minjastaður við sunnanverðan Gilsfjörð, um 6 km frá veginum yfir Gilsfjarðarbrúna. Þar var fyrsti búnaðarskóli Íslands stofnaður af frumkvöðlinum Torfa Bjarnasyni árið 1880. Frá árinu 2006 hefur Ólafsdalsfélagið unnið að endurvakningu staðarins sem menningar- og söguseturs.

Pictures and pieces


Innsetning / Gamall skápur og blóðsýnisglös í viðarstöndum


height: 200 cm
width: 120 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Blóðlínan frá 874 til 1988
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 12 af 12, innsetning úr Dalablóðs seríunni. Séð inn í rauða herbergið með innsetningunni.

Ættleggir nr. 1-33.

Reiknað frá landnámi árið 874 fram til fæðingardags dóttur minnar Mónu árið 1988, með 33,33 árum milli kynslóða, sem er meðaltalsfjöldi ára í endurnýjun kynslóðanna, eru ættliðirnir 33.

Með blóðsýnunum í skápnum vil ég vísa til þess fjölda ættliða formæðra minna sem hafa hugsanlega alist upp í Dölunum og háð þar lífsbaráttu sína.

Innsetning / Gamall skápur og blóðsýnisglös í viðarstöndum


height: 200 cm
width: 120 cm
depth: 20 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Blóðlínan frá 874 til 1988
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 12 af 12, innsetning úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggir nr. 1-33.

Reiknað frá landnámi árið 874 fram til fæðingardags dóttur minnar Mónu árið 1988, með 33,33 árum milli kynslóða, sem er meðaltalsfjöldi ára í endurnýjun kynslóðanna, eru ættliðirnir 33.

Með blóðsýnunum í skápnum vil ég vísa til þess fjölda ættliða formæðra minna sem hafa hugsanlega alist upp í Dölunum og háð þar lífsbaráttu sína.

Innsetning / Gamall skápur og blóðsýnisglös í viðarstöndum


height: 200 cm
width: 120 cm
depth: 20 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Blóðlínan frá 874 til 1988 (nærmynd)
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 12 af 12, innsetning úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggir nr. 1-33.

Reiknað frá landnámi árið 874 fram til fæðingardags dóttur minnar Mónu árið 1988, með 33,33 árum milli kynslóða, sem er meðaltalsfjöldi ára í endurnýjun kynslóðanna, eru ættliðirnir 33.

Með blóðsýnunum í skápnum vil ég vísa til þess fjölda ættliða formæðra minna sem hafa hugsanlega alist upp í Dölunum og háð þar lífsbaráttu sína.

Innsetning / Gamall skápur og blóðsýnisglös í viðarstöndum


height: 200 cm
width: 120 cm
depth: 20 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Blóðlínan frá 874 til 1988 (nærmynd 3 kynslóðir)
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 12 af 12, innsetning úr Dalablóðs seríunni.

Snið, ættleggir nr. 1-3 af 33.

Reiknað frá landnámi árið 874 fram til fæðingardags dóttur minnar Mónu árið 1988, með 33,33 árum milli kynslóða, sem er meðaltalsfjöldi ára í endurnýjun kynslóðanna, eru ættliðirnir 33.

Með blóðsýnunum í skápnum vil ég vísa til þess fjölda ættliða formæðra minna sem hafa hugsanlega alist upp í Dölunum og háð þar lífsbaráttu sína.

Prentverk


height: 70 cm
width: 150 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir More

Dalablóð – skýringar
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Dalablóð er afrakstur ferðalags í huga mér, um tímann, á vit formæðra minna. Flestar voru uppi löngu fyrir minn dag og á ég því engar minningar um þær en í Íslendingabók má finna upplýsingar um fæðingar- og dánarár, fæðingarstaði og/eða íverustaði á ýmsum tímum, barnsfæðingar, eiginmenn og aðrar heimildir sem kirkjubækur og manntöl hafa að geyma.

Dalablóð er afrakstur ferðalags í huga mér, um tímann, á vit formæðra minna. Flestar voru uppi löngu fyrir minn dag og á ég því engar minningar um þær en í Íslendingabók má finna upplýsingar um fæðingar- og dánarár, fæðingarstaði og/eða íverustaði á ýmsum tímum, barnsfæðingar, eiginmenn og aðrar heimildir sem kirkjubækur og manntöl hafa að geyma.

Elsta formóðir mín sem heimildir eru til um hét Ingibjörg Nikulásdóttir og fæddist árið 1685, á Skarðsströnd, hér skammt frá. Hún var vinnukona á Krossi á Skarðsströnd en fluttist síðar að Bugðustöðum og var þar húsfreyja.

Dóttir af dóttur, þær formæður sem sem ég tengist, bjuggu síðan kynslóð fram af kynslóð í Dölunum, allt fram á öndverða 19. öld þegar Guðrún Þorleifsdóttir lang- langamma mín fluttist frá Stóra Vatns- horni og ól langömmu mína, Ingibjörgu Ásmundsdóttur, að Krossi í Lundareykjadal.

Ingibjörg ólst upp á Akranesi en fluttist síðan til Reykjavíkur. Hún lést 84 ára en ég var þá 10 ára og man aðeins óljóst eftir henni þar sem hún sat og heklaði fínlegar dúllur og lét lítið fyrir sér fara.

Sex kynslóðir formæðra minna eiga ættir að rekja hingað í Dalina og er því ekki ólíklegt að búseta þeirra formæðra hafi einnig verið á þessum slóðum.

Reiknað frá landnámi árið 874 fram til fæðingardags dóttur minnar Mónu árið 1988, með 33,33 árum milli kynslóða, sem er meðaltalsfjöldi ára í endurnýjun kynslóðanna, eru ættliðirnir 33.

Með blóðsýnunum í skápnum vil ég vísa til þess fjölda ættliða formæðra minna sem hafa hugsanlega alist hér upp og háð hér lífsbaráttu sína.

Þeim á ég líf mitt að þakka og vil sýna þeim virðingu og þakklæti með því að reyna að setja mig í þeirra spor, reyna að ímynda mér hvernig það var að þreyja lífsbaráttuna hér á öldum áður þó ekki sé nema í í-mynduðum veruleika sem ég skapaði með málningu og hugarflugi hér í gamla bændaskólanum í Ólafsdal, þar sem tíminn hefur numið staðar.

(Aðaltexti undir gleri í sýningarborði)

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ingibjörg Nikulásdóttir 1685 -1739
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 11 af 12, málverk nr. 11 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 11, Ingibjörg Nikulásdóttir, 3ja barna móðir, langa- langa- langa- langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1685 dáin 1739. Elsta formóðir mín í beinan kvenlegg sem heimildir eru til um. Um móður hennar og aðrar formæður eru ekki til skráðar heimildir og því endar saga formæðra minna með henni.

Íslendingabók:
Fædd 1685. Látin í desember 1739. Vinnukona á Krossi, Skarðstrandarhreppi, Dal. 1703. Húsfreyja á Bugðustöðum í Hörðudal, Dal. Frá Skarðsströnd.
Heimildir: 1703, Dalamenn.

Makar og börn:
Rögnvaldur Þorkelsson 1681 - 1746. Eiginmaður. Vinnumaður á Hvoli, Saurbæjarsveit, Dal. 1703. Bóndi á Bugðustöðum í Hörðudal, Dal.

Jón Rögnvaldsson (1715)
Sveinn Rögnvaldsson 1721 - 1741
Ragnhildur Rögnvaldsdóttir um 1726 - 1792. Húsfreyja í Blönduhlíð í Hörðudal. Var á Þórólfsstöðum 1762.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ragnhildur Rögnvaldsdóttir 1726 - 1792
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 10 af 12, málverk nr. 10 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 10, Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, 5 barna móðir,  langa- langa- langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1726 dáin 1792.

Íslendingabók:
Fædd um 1726. Látin 21. október 1792. Húsfreyja í Blönduhlíð í Hörðudal. Var á Þórólfsstöðum 1762.
Heimildir: Dalamenn, Esp.2376, Kb.Snóksdal.Dal.

Makar og börn:
Halldór Teitsson um 1714 - 1784. Eiginmaður 24.01.1745. Bóndi á Hóli um 1753, í Blönduhlíð í Hörðudal, Dal. 1754-56. „Varð úti í kafaldsbyl við Tunguá“, segir í Dalamönnum.

Benedikt Halldórsson 1749 - 1749
Rögnvaldur Halldórsson 1750 - 1785
Benedikt Halldórsson 1752 - 1752
Ingibjörg Halldórsdóttir 1753 - 1753
Kristín Halldórsdóttir 1754 - 1820. Húsfreyja á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. „Vinnusöm og dygg; fær fínt orð“, segir í Dalamönnum.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Kristín Halldórsdóttir 1754 -1820
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 9 af 12, málverk nr. 9 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 9, Kristín Halldórsdóttir, 12 barna móðir, langa- langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1754 dáin1820.

Íslendingabók:
Fædd 1754. Látin 19. október 1820. Húsfreyja á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. „Vinnusöm og dygg; fær fínt orð“, segir í Dalamönnum.
Heimildir: Kb.Kvennabrekka.Dal., 1801, Dalamenn, Borgf.II.77, Esp.2375

Makar og börn:
Sturlaugur Atlason um 1750 - 1813. Eiginmaður. Bóndi á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Bóndi þar frá 1784 til æviloka. „Iðjusamur, frómur og skilsamur“, segir í Dalamönnum.

Jón „eldri“ Sturlaugsson 1783 - 1836
Ragnhildur Sturlaugsdóttir 1784 - 1828
Halldóra Sturlaugsdóttir 1785 - 1834. Var á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Húsfreyja í Lækjarskógi.
Kristín Sturlaugsdóttir 1786 - 1832
Egill Sturlaugsson 1788 - 1843
Jón „yngri“ Sturlaugsson 1789 - 1845
Ingibjörg Sturlaugsdóttir 1790 - um 1808
Guðríður Sturlaugsdóttir 1791 - 1855
Hreggviður Sturlaugsson 1793 - 1863
Árni Sturlaugsson 1795 - 1839
Jóhannes Sturlaugsson 1798 - 1840
Guðmundur Sturlaugsson 1800 - 1877

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Halldóra Sturlaugsdóttir 1785 -1834
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 8 af 12, málverk nr. 8 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 8, Halldóra Sturlaugsdóttir, 7 barna móðir, langa- langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1785 dáin 1834.

Íslendingabók:
Fædd í Kvennabrekkusókn, Dal. 1785. Látin 2. janúar 1834. Var á Kolsstöðum, Kvennabrekkusókn, Dal. 1801. Húsfreyja í Lækjarskógi.
Heimildir: Kb.Kvennabrekka.Dal., Kb.Hjarðarholt.Dal., 1801, Æ.A-Hún.77.2, Esp.2376, Strand.131, Dalamenn, Strand.130, Strand.136.

Makar og börn:
Jón Jónsson 1776 - 1847. Barnsfaðir.

Stefán Jónsson 1806 - 1864

Bjarni Magnússon 1791 - 1842. Eiginmaður. Var í Lækjarskógi, Hjarðarholtssókn, Dal. 1801. Bóndi í Lækjarskógi í Laxárdal, Dal. 1826-35, síðar á Sauðhúsum og Dönustöðum.

Sturlaugur Bjarnason 1822 - 1907
Ólafur Bjarnason 1823 - 1856
Ingibjörg Bjarnadóttir um 1824 - 1855
Jón Bjarnason 1825 - 1895
Jóhanna Bjarnadóttir 1830
Kristín „eldri“ Bjarnadóttir 1832 - 1921

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ingibjörg Bjarnadóttir 1824 -1855
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 7 af 12, málverk nr. 7 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 7, Ingibjörg Bjarnadóttir, 2ja barna móðir, langa- langa- langamma mín í móðurætt. Fædd 1824, dáin 1855.

Íslendingabók:
Fædd um 1824. Látin 4. apríl 1855
Heimildir: Kb.Miðdalaþ.Dal., Dalamenn, Borgf.I.217, Esp.2376

Makar og börn:
Þorleifur Andrésson 1820 - 1893. Eiginmaður. Bóndi í Villingadal í Haukadal, Dal. frá 1861 til æviloka. „Hygginn búmaður“, segir í Dalamönnum.

Guðrún Þorleifsdóttir 1851 - 1899. Var í Stóra-Vatnshorni, Stóra-Vatnshornssókn, Dal. 1860.
Benedikt Þorleifsson 1853 - 1911

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm

Other exhibitions

More

Guðrún Þorleifsdóttir 1851-1899
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 6 af 12, málverk nr. 6 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 6, Guðrún Þorleifsdóttir, 4 barna móðir, langa- langamma mín í móðurætt  Fædd 1851, dáin 1899.

Íslendingabók:
Fædd í Miðdalaþingi, Dal. 8. maí 1851. Látin 15. janúar 1899. Var í Stóra-Vatnshorni, Stóra-Vatnshornssókn, Dal. 1860.
Heimildir: Kb.Miðdalaþ.Dal., Borgf.I.217, 1860, Dalamenn

Makar og börn:
Ásmundur Guðmundsson 1858 - 1898. Eiginmaður 10.07.1886. Bjó á Krossi í Lundarreykjadal og var húsbóndi á Bæ á Akranesi.

Ingibjörg Ásmundsdóttir 1885 - 1969. Ólst upp á Akranesi. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Guðrún Ásmundsdóttir 1887 - 1954
Guðmundur Pálmi Ásmundsson 1890 - 1981
Þórleif Ásmundsdóttir 1894 - 1958

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Ingibjörg Ásmundsdóttir 1885-1969
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 5 af 12, málverk nr. 5 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 5, Ingibjörg Ásmundsdóttir, 12 barna móðir, langamma mín í móðurætt. Fædd 1885, dáin 1969.

Íslendingabók:
Fædd á Krossi í Lundarreykjadal, Borg. 12. október 1885. Látin 12. desember 1969. Fædd á Krossi í Lundarreykjadal, Borg. Ólst upp á Akranesi. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930,1945.
Heimildir: Þjóðskrá, 1910, 1930, Reykjaætt, Íb.Rvk.1945, Tröllat., Borgf.I.217, Mbl.29/10/99, Mbl.01/06/2003

Makar og börn:
Guðmundur Kristjánsson Lange 1881 - 1954. Eiginmaður 1904. Fósturbarn í Hólakoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Sjómaður um tíma. Bifreiðarstjóri á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Bifreiðarstjóri í Reykjavík 1945.

Ásmundur Guðmundsson 1906 - 1970. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Verkamaður í Reykjavík 1945.
Kristín Guðmundsdóttir 1908 - 1998. Var í Reykjavík 1910. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930.
Ingólfur Guðmundsson 1910 - 1989. Var í Reykjavík 1910. Húsasmíðameistari í Reykjavík.
Hjálmar Guðmundsson  1914 - 2003. Ólst upp með foreldurm í Reykjavík. Aðstoðarmatsveinn á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Stýrimaður og togaraskipstjóri um nokkurra ára bil. Vann að fiskverkun og húsbyggingum. Síðast bús. í Kópavogi.
Lúðvík Guðmundsson 1915 - 1982. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Raffræðingur í Reykjavík 1945. Rafvirkjameistari og kaupmaður í Reykjavík. Síðast bús. þar.
Guðrún Guðmundsdóttir 1916 - 1997. Var í Reykjavík 1940. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Guðmundur Guðmundsson 1918 - 1995. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930.
Hjördís Guðmundsdóttir 1920 - 2012. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Verslunar- og skrifstofustarfsmaður í Reykjavík.
Pálmi Guðmundsson 1921 - 1999. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Verslunarmaður, síðast bús. í Reykjavík.
Aðalsteinn K. Guðmundsson 1923 - 2013. Iðnaðarmaður í Reykjavík 1945.
Hjörtur R. Guðmundsson 1924 - 2012. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Rafvirki og húsasmiður í Reykjavík.
Haraldur Guðmundsson 1926 - 2000. Var á Grettisgötu 58 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Guðrún Guðmundsdóttir 1916-1997
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 4 af 12, málverk nr. 4 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 4, Guðrún Guðmundsdóttir, 4 barna móðir, amma mín í móðurætt. Fædd 1916, dáin 1997.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 21. desember 1916. Látin 29. september 1997. Var í Reykjavík 1940. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Heimildir: Þjóðskrá, Vigurætt, Íb.Rvk.1945, Krossaætt, Mbl.29/10/99, Kb.Frík.Rvk.

Makar og börn:
Gunnar Jón Jóhannsson 1918 - 1966. Sambýlismaður. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Var í Ánanaustum a, Reykjavík 1930.

Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir 1938. Var í Reykjavík 1945.
Jóhann Trausti Gunnarsson 1940 - 1953. Var í Reykjavík 1945. Var í fóstri í Þjóðólfshaga í Holtum er hann dó.
Hjördís Gréta Gunnarsdóttir 1944 - 2003. Var í Reykjavík 1945.
Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir 1953

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir 1938
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 3 af 12, málverk nr. 3 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 3, Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir, 4 barna móðir, móðir mín. Fædd 1938.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 10. apríl 1938. Var í Reykjavík 1945.
Heimildir: Þjóðskrá, Lögfræðingatal I bls. 168, Íb.Rvk.1945

Makar og börn:
Tryggvi Árnason 1936. Eiginmaður

Tryggvi Tryggvason 1956
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1958
Árni Tryggvason 1963
Snorri Þór Tryggvason 1976

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1958
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 2 af 12, málverk nr. 2 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 2, Guðrún Arndís Tryggvadóttir, 2ja barna móðir, ég sjálf. Fædd 1958.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 4. ágúst 1958
Heimildir: Þjóðskrá, Arkitektatal bls. 475

Makar og börn:
Róbert William Becker 1945. Fyrrum eiginmaður

Móna Róbertsdóttir Becker 1988. Faðir ótengdur í Íslendingabók
Daniel Tryggvi Guðrúnarson 1998. Bús. í Þýskalandi 1999
Einar Bergmundur Arnbjörnsson 1960. Eiginmaður. Fóstursonur: Daníel Tryggvi Guðrúnarson, f. 1.9.1998.

Olía á hörstriga


height: 100 cm
width: 100 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions

More

Móna Róbertsdóttir Becker 1988
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2016

Verk nr. 1 af 12, málverk nr. 1 af 11 úr Dalablóðs seríunni.

Ættleggur nr. 1, Móna Róbertsdóttir Becker, dóttir mín. Fædd 1988.

Íslendingabók:
Fædd í Reykjavík 27. janúar 1988
Heimildir: Þjóðskrá

photos

Séð inn eftir grænu skólastofunni á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 8 af Halldóru Sturlaugsdóttur og nr. 7 af Ingibjörgu Bjarnadóttur á suðurvegg.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Séð inn í bláa herbergið á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 9 af Kristínu Halldórsdóttur á suðurvegg.


Photo:

Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Verk á mynd

photos

Veggmynd fyrir sýninguna Dalablóð.

photos

Guðrún Tryggvadóttir við verk sín í grænu skólastofunni í Ólafsdal. Málverk nr. 8 af Halldóru Sturlaugsdóttur og nr. 7 af Ingibjörgu Bjarnadóttur.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Séð inn í bláa herbergið á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 10. af Ragnhildi Rögnvaldsdóttur á norðurvegg.

photos

Í grænu skólastofunni á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 8 af Halldóru Sturlaugsdóttur og nr. 7 af Ingibjörgu Bjarnadóttur á suðurvegg.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Séð inn í bláa herbergið á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 9 af Kristínu Halldórsdóttur á suðurvegg.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Séð inn í bláa herbergið á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 10. af Ragnhildi Rögnvaldsdóttur á norðurvegg.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Guðrún Tryggvadóttir í bleika herberginu á sýningu sinni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 6 af Guðrúnu Þorleifsdóttur á suðurvegg.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Norðurveggurinn í litla græna herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 1 af Mónu Róbertsdóttur Becker.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Séð inn í rauða herbergið á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 11 af Ingibjörgu Nikulásdóttur á norðuvegg. Gengt henni er innsetning með 33 blóðprufum í gömlum skáp.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Norðurveggur í ljósbláa herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 3 af Guðbjörgu Erlu Gunnarsdóttur.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

photos

Guðrún við málverkið af langmömmu sinni Ingibjörgu Ásmundsdóttur í bleika herberginu í Ólafsdal.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Guðrún við málverkið af langmömmu sinni Ingibjörgu Ásmundsdóttur í bleika herberginu í Ólafsdal.

photos

Ungur sýningargestur virðir fyrir sér málverkin nr. 7 af Ingibjörgu Bjarnadóttur og nr. 8. af Halldóru Sturlaugsdóttur í grænu skólastofunni á sýningunni Dalablóð í Ólafsdal.

photos

Séð inn í bláa herbergið á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 9 af Kristínu Halldórsdóttur á suðurvegg. Málverk nr. 8 af Halldóru Sturlaugsdóttur og nr. 7 af Ingibjörgu Bjarnadóttur sjást í gegnum dyraopið að græna herberginu.

photos

Séð úr bláa herberginu inn í grænu skólastofuna á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 8 af Halldóru Sturlaugsdóttur og nr. 7 af Ingibjörgu Bjarnadóttur á suðurvegg í græna herberginu.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Suðurveggur í bleika herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 6 af Guðrúnu Þorleifsdóttur.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Suðurveggur í ljósbláa herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 4 af Guðrúnu Guðmundsdóttur.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Suðurveggur í ljósbláa herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 4 af Guðrúnu Guðmundsdóttur.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Í bláa herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 9 af Kristínu Halldórsdóttur á suðurvegg.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Sýningarborð með tveimur hólfum, í bláa herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Í sýningarborðinu er útskýringagrafík og textar, ásamt aldaklukku og lífskökum allra kvennanna sem sýningin fjallar um auk landakorts með fæðingarstöðum og ferðaleiðum. Sjá Dalablóð – skýringar.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Norðurveggurinn í litla græna herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 1 af Mónu Róbertsdóttur Becker.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Norðurveggur í bleika herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 5 af Ingibjörgu Ásmundsdóttur.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Séð fram á gang úr ljósbláa herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Glittir í innsetningu með blóðprufum í skápnum í rauða herberginu.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Séð inn í litla græna herbergið á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 2, sjálfsmynd af Guðrúnu Tryggvadóttur á suðurvegg. Guðrún situr á bekk í herberginu.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Norðurveggur í ljósbláa herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 3 af Guðbjörgu Erlu Gunnarsdóttur.


Photo:

Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Verk á mynd

photos

Suðurveggur í litla græna herberginu á sýningunni Dalablóð í gamla búnaðarskólanum í Ólafsdal. Málverk nr. 2, sjálfsmynd af Guðrúnu Tryggvadóttur.

Exhibitions

Leiga, kaup eða kaupleiga?

2024-04-28 - 2025-04-28
View

INNÍ
Snæfellsjökull National Park Visitor Center

2024-01-13 - 2024-04-24
View

UMBREYTING
Sundlaug / Svimming pool – Höfn Hornafjörður

2023-12-09 - 2024-08-25
View

Verk í einkasöfnum
Einkasafn / Private Collection

2023-07-15 - 2024-07-15
View

ONÍ
Sesseljuhús – Umhverfissetur

2023-06-03 - 2023-08-20
View

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2023-03-25 - 2023-08-07
View

Hornsteinn – 60 ára afmælissýning
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2023-02-11 - 2023-08-20
View

Hugmyndir að Kafaranum
Sundhöll Selfoss

2023-02-10 - 2023-03-26
View

Ímyndanir
Eyravegur 65

2022-10-08 - 2022-10-09
View

Nr 4 Umhverfing – Smáverk
Hótel Laugar Sælingsdal

2022-07-02 - 2022-08-27
View

Hofstaðir – Menningarmiðlun
Minjastofnun Íslands

2022-07-01 - 2022-10-01
View

Kafarinn
Sundhöll Selfoss

2021-06-11 - 2030-11-01
View

Vakning
Listasafn Ísafjarðar / Ísafjörður Art Museum

2021-04-30 - 2021-06-05
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Listrými / Artspace

2021-02-08 - 2030-01-01
View

Krosskirkja – Listræn ráðgjöf
Krosskirkja

2021-01-01 - 2021-10-01
View

En hilsen over havet
Nordatlantens Brygge

2020-06-13 - 2020-10-18
View

Þrjátíu myndverk úr bókinni Lífsverk
Skálholtsskóli

2019-12-14 - 2020-02-05
View

Listrými

2019-12-01 - 2040-01-01
View

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
Hallgrímskirkja

2019-12-01 - 2020-03-01
View

Verulegar
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-09-23 - 2018-02-25
View

Gestur að Jörva
Jörvi, Haukadalur

2017-04-22 - 2017-05-22
View

Uppruni
Gallerí Gangur / The Corridor

2017-01-19 - 2017-04-04
View

Listrými – Vorönn 2017
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2017-01-03 - 2017-04-01
View

Listrými – Vinnustofur í myndlist
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2016-03-10 - 2016-04-30
View

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
Listasafn Reykjanesbæjar / Reykjanes Art Museum

2015-11-13 - 2016-01-31
View

Listamannabærinn Hveragerði

2015-10-12 - 2030-01-01
View

Hlöðusýning
Vinnustofa / Atelier – Alviðra

2015-09-26 - 2015-10-04
View

Sjónarhorn
Safnahúsið / The Culture House

2015-04-18 - 2021-04-30
View

Ákall
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2015-01-24 - 2015-04-23
View

Umrót – íslensk myndlist um og eftir 1970
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2014-09-27 - 2014-12-14
View

Húsið og umhverfið

2014-02-23 - 2020-01-01
View

Flæði
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2013-02-02 - 2013-05-20
View

Endurvinnslukortið

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Lífrænt Íslandskort

2012-01-01 - 2020-01-01
View

Ættartengsl og kynslóðaskipti
Galdrasafnið á Ströndum / Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft

2011-11-21 - 2011-11-23
View

Jór! Hestar í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

2011-05-07 - 2011-08-11
View

Græna kortið

2008-09-01 - 2020-01-01
View

Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund

2006-10-25 - 2020-01-01
View

Íslensk myndlist: Málverkið eftir 1980
Listasafn Íslands / The National Gallery of Iceland

2006-10-07 - 2006-12-03
View

Þetta vilja börnin sjá!
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

2002-11-23 - 2003-01-06
View

Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
Alþjóðahúsið / International House

2002-08-17 - 2002-09-06
View

Nýja málverkið – Gullströndin andar
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

2001-01-20 - 2001-02-18
View

Art-Ad

2000-09-01 - 2007-01-01
View

Borgarminnisvarðinn í Großalmerode
Ráðhústorgið / City Hall Square

1999-01-01 - 2030-01-01
View

Kunst und Kultur samkeppnin
Volkshochschule Witzenhausen

1995-06-01 - 1995-06-01
View

Deutsche Bilder
Glas- und Keramikmuseum

1995-05-01 - 1995-08-01
View

Kunst & Werbung

1995-01-01 - 2000-08-30
View

Kynning frá Borgarlistasafni
Kringlan

1994-06-01 - 1994-09-03
View

Rými – Myndmenntaskóli, verkstæði, gallerí
Listhús í Laugardal

1992-09-01 - 1993-05-30
View

Unreconciled Passion, Art and the Confrontation of Grief
Gallery Spaces

1992-01-17 - 1992-02-14
View

Concepts and Dimensions
Trumbull Art Gallery

1991-03-16 - 1991-04-14
View

The Murray Hill Summer Art Walk
The Murray Hill School

1990-06-01 - 1990-06-03
View

Maðurinn í íslenskri myndlist 1965-1985
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-06-05 - 1988-07-10
View

Sjálfsmyndir í íslenskri myndlist
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1988-01-01 - 1988-02-28
View

Guðrún Tryggvadóttir
Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

1987-03-14 - 1987-03-29
View

Bækur og bókaskreytingar
Menningarmiðstöðin / Cultural Centre – Gerðuberg

1985-09-22 - 1985-10-24
View

Iceland: The Art Revealed
Franklin Furnace

1984-04-19 - 1984-07-31
View

Debütant sýning – AdBK
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1983-12-12 - 1983-12-17
View

Í Rauða húsinu
Rauða húsið / The Red House

1983-03-13 - 1983-03-19
View

Gullströndin andar
JL húsið / JL House

1983-01-29 - 1983-02-12
View

Í Nýlistasafninu
Nýlistasafnið / The Living Art Museum

1982-11-12 - 1982-11-14
View

Í Inwood Park
Inwood Park - N.Y.C., N.Y.

1982-09-01 - 2015-08-25
View

Kunst und Fruchtsaft
Akademie der Bildenden Künste – AdBK

1982-05-10 - 1982-05-15
View

Art Photocopies Exhibition
Centrum't Hoogt University

1982-02-26 - 1982-03-21
View

Fæðingarblettir og DIN stærðir
Rauða húsið / The Red House

1981-07-11 - 1981-07-19
View

Destruction
Gallerí Djúpið

1980-09-27 - 1980-10-08
View

Á vinnustofunni

1974-01-01 - 2015-12-31
View
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015