Bjarnheiður Jóhannsdóttir keramikmeistari og nýskapari með meiru opnaði nýja vinnustofu sína að Jörva með heimboði og listsýningu og bauð hún Guðrúnu Tryggvadóttur að taka þátt í opnunarsýningunni þ. 22. apríl 2017.
Sýningin var gríðarvel sótt enda Jörvagleði þeirra Dalamanna haldið þessa daga og mikill áhugi á framtaki þeirra hjóna Bjarnheiðar og Reynis Guðbrandssonar sem reist hafa nýtt hús og vinnustofu á grunni gamallar hlöðu en bújörðin Jörvi í Haukadal var löngu komin í eyði. Hugmyndin er að vinnustofan verði opin alla morgna á virkum dögum í sumar og þar fari fram ýmis konar menningartengd starfsemi.
Á meðal þess sem Bjarnheiður var að kynna á þessari fyrstu opnun í vinnustofunni/galleríinu sínu að Jörva voru steyptir skotbikarar, skothorn auk skúlptúra og glerungaprufa úr íslenskum steinefnum, ösku og leir úr Dölunum.
Guðrún sýndi 15 vatnslitamyndir, margar frá vinnustofudvöl sinni í félagsheimilinu að Staðarfelli nú nýverið. Flæði vatns og kynslóða er gegnumgangandi þema auk þess voru litlar vatnslitaðar birtu- og veðurpælingar til skoðunar á borði.
Keramikskúlptúr eftir Bjarneiði.
Gestir á sýningunni að Jörva skoða verk Bjarnheiðar og Guðrúnar.
Guðrún og Bjarnheiður á tali við gest á sýningunni að Jörva.
Gestir á sýningunni að Jörva skoða sjóndeildarverk Guðrúnar.
Gestir á sýningunni að Jörva.
Gestir á sýningunni að Jörva skoða verk Guðrúnar.
Skotbikarar Bjarnheiðar úr steyptu keramiki.
Streypumót Bjarnheiðar fyrir framleiðslu keramikmuna.
Keramikbikarar Bjarnheiðar vekja athygli