Nokkur verkefni eru í undirbúningi og verða kynnt nánar þegar nær dregur útgáfu og sýningum.
Personata.
Hvar endar persónan og hvar byrjar verkið? (Vinnuheiti: Gunna be personal)
Spurningin hvort hægt sé að rannsaka eða skoða líf sitt og verk án þess að draga ályktanir, dæma, upphefja eða afvegaleiða er auðvitað spurning. Öll frásögn er lituð og sjálfsævisögur eru t.a.m. aldrei annað en sýn sagnamannsins á það sem hann vill sjá og setja fram. Með öðrum orðum, kannski er þetta alls ekki hægt. En það verður þá bara að koma í ljós.
Mörk égsins og gjörða þess eru bæði ofin saman og aðskilin. Forvitni mín liggur að miklu leiti í að skoða hvernig þetta skarast, oft meðvitað og oftar alls ekki. Gerandinn „égið“ er að segja frá eða stilla upp, raða saman eða krækja í eitthvað sem er ekki skilgreinanlegt. Listin er mín leið til að reyna að ná áttum, staðsetja sjálfa mig og gera tilraunir, njóta og kveljast.
Um það sem við skiljum ekki lengur.
Meginhugmynd að verkefninu: https://indd.adobe.com/view/50650552-1c6c-4847-b7b3-e85d46592fb6
Altare / altari / altar: A structure with a flat top, often shaped like að table, that is used in some religious cermonies, for example as a place to put important religious objects.
Ornaturm / altaristafla / altarpiece: An altarpiece is a work of art in painting, sculpture or relief representing a religious subject made for placing at the backk of or behind the altar of a Christian church.
Wikipedia.
NIÐRÍ og í jörðinni, jarðlög, niðurbrot, tímabil, menning, virðing, gleymska, minningar, efnabreytingar, jarðfræði, gæði jarðar, eðli efnisins, örverur, gróður, jörð, loft, vatn og málmar.
Meginhugmynd að verkefninu: https://indd.adobe.com/view/ade4811b-dc8d-468f-8238-d3e2a071e62b
Uppgröftur mannvistarleifa í vísindaskyni, s.s. í fornum kirkjugörðum eins og þann sem raskað hefur verið á Hofstöðum, eru varðveittar, rannsakaðar og sýndar á söfnum, fræða en fjarlægja okkur um leið frá þeim veruleika sem var en er nú „fornleifrar“. Það er þetta sem ég er að skoða nánar í því augnamiði að fá betri skilning á og færa um leið nær okkur.