Þann 2. júlí sl. opnaði myndlistarsýningin Nr 4 Umhverfing í Dalabyggð, á Vestfjörðum og Strandabyggð. Þetta var fjórða Umhverfingar sýning sem Akademia skynjunarinnar stóð fyrir. Til að ferðast um alla sýninguna þurfti að ferðast um 950 km og sjá verk eftir 126 sýnendur sem allir tengjast svæðinu á einhvern hátt, hvort eð er í gegnum ættartengsl eða einhver önnur tengsl.
Guðrún var einn þátttakenda og sýndi 41 Smáverk í löngum gangi inn af lobbíinu á Hótel Laugum í Sælingsdal en hún tengist Dölunum í gegnum ellefu kynslóðir í beinan kvenlegg sem hún hefur unnið úr á margvíslegan hátt, t.a.m. með sýningu sinni Dalablóð í Ólafsdal 2016 og sýningunni Verulegar í Listasafni Árnesinga 2017.
Smáverkin sem sýnd voru á Nr 4 Umhverfingu gefa þér möguleika á eigin sögum í gegnum liti.
Gefin hefur verið út sýningarskrá um sýninguna.