Guðrún dvaldi oft í Inwood Park N.Y.C., N.Y., U.S.A. sumarið 1982. Heildarverkið samanstendur af innsetningum, gjörningum, ljósmyndum og fjölda málaðra dagblaða sem nú eru í eigu Listasafns Íslands.
Ljósmyndin er af máluðum veggjum í yfirgefnu húsi í Inwood Park.
Frímerki sem sýna hluta performansa, innsetninga og upplíminga Guðrúnar í Inwood Park, Uptown N.Y.C., N.Y., U.S.A. sumarið 1982. Frímerkin eru verk út af fyrir sig og tákna að listin hafi ákveðið gildi sem allt eins má nota sem gjaldmiðil eða fjölmiðil þar sem frímerki geta ferðast landa á milli.
Frímerkjaörkin er fylgigagn með útskriftarkatalóg Guðrúnar við sýningu v. verðlauna sem besti útskriftarnemandinn (Debütanten Förderpreis) Akademie der Bildenden Künste 1983.
Útgefandi: Bayerisches Minesterium für Kunst und Kultur, München, Þýskaland.
Styrktaraðilar: Bavarian Governmental Fund for Artists and Publicists, í samvinnu við Akademie der Bildenden Künste, München, Þýskaland.
Hluta innsetninga og upplíminga Guðrúnar í Inwood Park, Uptown N.Y.C., N.Y., U.S.A. sumarið 1982.
Hluta upplíminga Guðrúnar í Inwood Park, Uptown N.Y.C., N.Y., U.S.A. sumarið 1982.
Máluð dagblöð límd upp með veggfóðurslími.
Hluta upplíminga Guðrúnar í Inwood Park, Uptown N.Y.C., N.Y., U.S.A. sumarið 1982.
Máluð dagblöð límd upp með veggfóðurslími.
Ljósmynd af Guðrúnu niður við Hudson river í Inwood Park N.Y.C. þar sem hún dvaldi mikið við að mála sumarið 1982. Bæði málaði hún á steina og allt sem fyrir var og á dagblöð. Máluð dagblöð voru einnig límd upp í kofum á svæðinu og undir brýr. Ljósmyndir af henni er stór hluti heildarverksins enda í raun um innsetningar og gjörninga yfir heilt sumar að ræða.
Þessa ljósmynd notað hún sem inngang fyrir verkefnið, bæði á plaköt fyrir sýningar og á forsíðu sýningarskrár fyrir sýninguna í Akademíunnu í München 1983 sem gefin var út vegna Debütanten verðlaunanna.