Bókin er gefin út í tilefni sýningarinnar JÓR! Hestar í íslenskri myndlist sem haldin var á Kjarvalsstöðum 7. maí 2011 til 4. sept. 2011.
Útgefandi: Bókaútgáfan Opna og Listasafn Reykjavíkur.
Sýningarstjóri var Aðalsteinn Ingólfsson og er hann einnig ritstjóri bókarinnar.
Verk Guðrúnar Hetjumynd er á hægri síðu, á bls. 91 og texti um verkið er á bls. 92.
Verkið á vinstri síðu, á bls. 90 er eftir Kjartan Ólason.
„Við fyrstu sýn er eins og hetjan ríði á fullri ferð. Hún er á lítilli ferkantaðri eyju (Íslandi) og þykist vera hetja, en er í rauninni að reyna að halda stellingunni á liggjandi hestinum sem spriklar til þess að reyna að koma sér aftur upp á fjóra fætur. Hetjan er fallin enda hefði hún hvort sem er ekki komist langt vegna smæðar eyjarinnar. Allt það sem er utan við mjóu ströndina á myndinni er hafið.“
Myndin var gefin út á korti í stærðinni 18,5 X 12,5 cm og sem veggmynd í sýningarskrá í stærðinni 42 X 59,4 cm.
http://listasafnreykjavikur.is/syningar/gudrun-tryggvadottir