By:
  • Ásthildur Björg Jónsdóttir

Publisher:
  • Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum


pages: 48
height: 22 cm
width: 21 cm
depth: 1 cm

Ákall
2014

ÁKALL- Challenge

Texti í sýningarskrá, bls. 36:

Guðrún Tryggvadóttir sýnir í verkinu Aldaklukka tengslin á milli kynslóða. Með því að miðla milli kynslóða skapast forsendur fyrir samábyrgt þjóðfélag. Það felst í því að þroska hvern einstakling sem virkan borgara. Með því að endurmeta og halda í heiðri þá þekkingu og þau gildi sem skapa grunnforsendur fyrir tilfinningu okkar gagnvart umhverfi okkar og samferðafólki. „Aldaklukkan er myndræn framsetning tímans og tilraun til að sýna endurnýjun kynslóðanna í beinan kvenlegg. Formið er klukka, hver hringur er ein öld og einstaklingar kvenleggsins staðsettir á fæðingarári sínu svo langt sem heimildir ná eða aftur til ársins 1685. Næst okkur í tíma er dóttir mín fædd 1988, svo ég 1958, þá móðir mín 1938 og svo koll af kolli aftur og aftur um aldir. Að jafnaði þrjár kynslóðir á öld“ (Guðrún Tryggvadóttir, 2015).

Texti í sýningarskrá, bls. 44:

Guðrún Tryggvadóttir (1958) nam við Akademie der Bildenden Künste í München 1979-83, Ecole des Beaux Arts í París 1978-79 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78. Hún hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, stofnað og rekið myndlistarskóla, myndskreytt barnabókina Furðudýr í íslenskum þjóðsögum og undafarin ár hefur hún rekið umhverfisvefinn natturan.is, sem hún stofnaði 2006. Nú vinnur hún að málverkum þar sem hún myndgerir ættartengsl og kynslóðaskipti.

Verk Guðrúnar Tryggvadóttur Aldaklukka er á hægri síðu, á bls. 35.
Verkin á vinstri síðu, á bls. 34 eru eftir Hildi Bjarnadóttur.


Pieces


Olía, aska og gull á hörstriga


height: 200 cm
width: 200 cm
depth: 5 cm
Owned by: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Other exhibitions


On print

More

Aldaklukka
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2013

Aldaklukkan er myndræn framsetning tímans og tilraun til að sýna endurnýjun kynslóðanna í beinan kvenlegg. Formið er klukka, hver hringur er ein öld og einstaklingar kvenleggsins staðsettir á fæðingarári sínu svo langt sem heimildir ná eða aftur til ársins 1685. Næst okkur í tíma er dóttir mín fædd 1988, svo ég 1958, þá móðir mín 1938 og svo koll af kolli aftur og aftur um aldir. Að jafnaði þrjár kynslóðir á öld.

Exhibitions

Ákall
Listasafn Árnesinga / LÁ Art Museum

2015-01-24 - 2015-04-23
View
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015