Aldaklukkan er myndræn framsetning tímans og tilraun til að sýna endurnýjun kynslóðanna í beinan kvenlegg. Formið er klukka, hver hringur er ein öld og einstaklingar kvenleggsins staðsettir á fæðingarári sínu svo langt sem heimildir ná eða aftur til ársins 1685. Næst okkur í tíma er dóttir mín fædd 1988, svo ég 1958, þá móðir mín 1938 og svo koll af kolli aftur og aftur um aldir. Að jafnaði þrjár kynslóðir á öld.