Gefur og tekur
Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2023

Um hugmyndina:
Verkið grundvallast á því að tefla saman menningarminjum ýmissa tímabila, s.s. ströngum formum sem tilheyra nútíma eða framtíð annars vegar og tilvitnun- um í aldagömul meistaraverk úr íslenskri listasögu hins vegar. Jarðlögum er ruglað og jarðnesk gæði moldar, eðalsteina, málma og öskulaga takast á í eilífu flæði fastra og fljótandi efna.

Strókurinn og fjölin:
Á altaristöflu úr Búðakirkju, mjög illa farinni og sem geymd er í Þjóðminjasafninu má sjá strók eða vafning sem heillaði mig svo að ég notaði formið í verkið en þessi vafningur og þýðing hans er áhugaverð. Sennilega á hann að tákna ferðalag vitringanna þar sem á honum eru þrjár gylltar kórónur. Fjölin er aftur á móti eitt af meistaraverkum Ámuna Jónssonar og varð að fá að vera með.

     
Olía og bývax á hörstriga  
hæð: 200cm
breidd: 300cm
þykkt: 5cm

Eigandi: Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Sýningar


INNÍ
Snæfellsjökull National Park Visitor Center

2024-01-13 - 2024-04-24
Skoða

Verk í einkasöfnum
Einkasafn / Private Collection

2023-07-15 - 2024-07-15
Skoða
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015