Personata.
Hvar endar persónan og hvar byrjar verkið? (Vinnuheiti: Gunna be personal)
Spurningin hvort hægt sé að rannsaka eða skoða líf sitt og verk án þess að draga ályktanir, dæma, upphefja eða afvegaleiða er auðvitað spurning. Öll frásögn er lituð og sjálfsævisögur eru t.a.m. aldrei annað en sýn sagnamannsins á það sem hann vill sjá og setja fram. Með öðrum orðum, kannski er þetta alls ekki hægt. En það verður þá bara að koma í ljós.
Mörk égsins og gjörða þess eru bæði ofin saman og aðskilin. Forvitni mín liggur að miklu leiti í að skoða hvernig þetta skarast, oft meðvitað og oftar alls ekki. Gerandinn „égið“ er að segja frá eða stilla upp, raða saman eða krækja í eitthvað sem er ekki skilgreinanlegt. Listin er mín leið til að reyna að ná áttum, staðsetja sjálfa mig og gera tilraunir, njóta og kveljast.