Nr. 5 Umhverfing
2024-06-21

Verið velkomin á stórsýninguna Nr. 5 Umhverfing sem opnar formlega í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði þ. 28. júni kl.. 16:00.

Sjá kort með staðsetningu verka allra þátttakenda.

Blog

2024

Verið velkomin í vinnustofuheimsókn
2024-06-03

Verið velkomin að skoða verk Guðrúnar á vinnustofunni á Selfossi. Mikill fjöldi stærri sem og minni verka til sýnis og sölu. Vinsamlegast bókið heimsókn í síma 8635490 eða á gudrun@tryggvadottir.com.

More

UMBREYTING – í Sundlaug Hafnar
2024-04-30

Sýning á verkinu UMBREYTING stendur nú yfir í Sundlaug Hafnar í Hornafirði, Víkurbraut 9. Sýningin mun standa til 25. ágúst 2024 og er opin á opnunartíma sundlaugarinnar. 

More

148 Listaverk úr safneign Arion banka
2024-03-16

Út er komin bók um 148 listaverk úr safneign Arion banka en í bókinni er eitt verka Guðrúnar, Skógarguðinn Pan frá árinu 1993. 

More

INNÍ – í Snæfellsjökulsþjóðgarði
2024-01-13

 
Guðrún opnaði sýninguna INNÍ í þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi laugardaginn 13. janúar kl. 14:00. Sýningin mun standa til 24. apríl 2024. Opið er á opnunartíma þjóðgarðsmiðstöðvarinnar eða daglega frá kl. 10:00 til 16:00.

More

2023

UMBREYTING – í Sundlaug Hafnar
2023-11-28


Guðrún opnar sýninguna UMBREYTING í Sundlaug Hafnar í Hornafirði, Víkurbraut 9, laugardaginn 9. desember kl. 14:00 til 16:00. Sýningin mun standa til 25. ágúst 2024 og er opin á opnunartíma sundlaugarinnar.

More

Lokahóf um síðusta sýningarhelgi ONÍ
2023-08-11


Verið velkomin á lokahóf sýningarinnar ONÍ sem staðið hefur í Sesseljuhúsi á Sólheimum síðan þ. 3. júní sl. Sýningarspjall og léttar veitingar laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00. Allir hjartanlega velkomnir!

More

Nýtt: Sýningarskrá – ONÍ
2023-06-03

Sýningarskráin sýnir öll olíumálverkin á sýningunni ONÍ, fimm verk í stærðinni 200 x 300 cm. og fjögur í stærðinni 200 x 150 cm. Sýningarskráin er 28 blaðsíður og er gefin út í 200 tölusettum og árituðum eintökum. Hægt er að panta beint hér. Verð kr. 2.500.

More

HORNSTEINN – 60 ára afmælissýning Lisasafns Árnesinga
2023-06-01

Fókusinn er á frumkvöðla sem urðu til þessa að Listasafn Árnesinga varð að veruleika. Þar að auki mun safnið sýna ný verk sem voru gefin sl. ár, af myndlistarmönnum og t.d.: Íslandsbanka, 2 verk eftir Ásgrím Jónsson en einnig eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Þorleifsson og Jón Engilberts. Auk þess verða verk fjölda annarra listamanna á sýningunni, þ.á.m. verkið „Formæðraherinn“ eftir Guðrúnu.

Sýningin opnaði þ. 11. febrúar og stendur til 20. ágúst 2023. 

More

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld
2023-03-25

Nú eru fimmtíu ár síðan Kjarvalsstaðir, sem þá voru kallaðir Myndlistarhúsið á Miklatúni, voru vígðir. Kjarvalsstaðir lögðu grunninn að starfsemi Listasafns Reykjavíkur. Verk um 200 listamanna eru á sýningunni sem tekur yfir allt húsið og er ein af þremur hátíðarsýningum safnsins í tilefni afmælisins. Á meðal verka á sýningunni er „Hetjumynd“ eftir Guðrúnu. 

Sýningin opnaði þ. 24. mars og lýkur 7. ágúst 2023.

 

More

Kafarinn kominn upp í Sundhöll Selfoss
2023-02-16

Á dögunum gaf Guðrún sveitarfélaginu Árborg verk sitt „Kafarann“ sem nú hefur verið sett upp í ganginum sem snýr að útilaug Sundhallar Selfoss.

Magnús Gísli  Sveinsson forstöðumaður sundhallarinnar tók við gjöfinni þ. 13. febrúar sl.

 

More

2022

Pop-up sýning – Ímyndanir
2022-10-04

Verið velkomin á Pop-up sýningu mína að Eyravegi 65 á Selfossi helgina 8. og 9. október 2022.

More

Nr. 4 Umhverfing
2022-06-10

Guðrún tekur ásamt fjölda annarra lisamanna þátt í sýningunni Nr. 4 Umhverfingu sem Akademía skynjunarinnar stendur fyrir en hún sýnir nokkra tugi Smáverka að Hótel Laugum í Sælingsdal. Sýningin er sumarsýning og opnar þ. 2. júlí.

Markmið verkefnisins nr. 4 Umhverfing er ferðalag um Dali, Strandir og Vestfirði til að kynna menningu og náttúru með myndlist á hefðbundnum og óhefðbundum sýningastöðum og í samstarfi við nærsamfélagið á hverjum stað og skapa umræðu um tilgang lífs og lista. Grunnhugmyndin er að sýna verk eftir myndlistarmenn sem búa eða eiga ættir eða tengsl að rekja til þessa landshluta.

More

Undir beru lofti
2022-05-11

UNDIR BERU LOFTI er yfirskrift námskeiðs í útiteiknun- og málun sem haldið verður í Hólaskógi við Þjórsárdal, dagana 2., 3. og 4. júní 2022 þar sem áherslan er á að læra að teikna og mála landslag og/eða það sem tengist náttúrunni, í náttúrunni. Við kynnumst mismunandi vinnubrögðum og aðferðum og hvernig hægt er að aðlaga sig að kynjóttum aðstæðum s.s. í veðurfari og nýtt okkur það listrænt og fræðumst um það hvernig íslenskir og erlendir listamenn hafa unnið með náttúruna í verkum sínum í gegnum söguna.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 8635490, eða á gudrun@tryggvadottir.com.

More

2021

Lestarklefinn – umfjöllun um Dieter Roth, Titane og nýja miðbæinn
2021-11-27

Guðrún var viðmælendi Kristjáns Guðjónssonar, ásamt Magneu Guðmundsdóttur og Þóri Georg Jónssyni, í þættinum Lestarklefanum á RÚV þ. 26. febrúar sl.

More

Vinnustofusýning
2021-10-20

Verið velkomin á vinnustofusýningu hjá mér í Sóltúni 9 á Selfossi helgina 30. og 31. október. 

Opið frá kl. 12:00 til 18:00 báða dagana.

More

Sýning í Sundlaug Selfoss
2021-06-10

Guðrún hefur sett upp sýningu á einu af stóru verkum sínum í Sundlaug Selfoss. Sýningin er í gangi nýbyggingarinnar sem snýr út að lauginni.

More

Vakning – Sýningarspjall
2021-06-05

Þann 5. júní nk. kl. 14:00 verður Guðrún með sýningarspjall á sýningu sinni Vakning í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni, en sá dagur er jafnframt síðasti sýningadagur. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 12:00 til 18:00 og á laugardögum frá kl. 13:00 til 16:00.

Ljósmynd: Guðrún og Guðfinna Hreiðarsdóttir safnstjóri á opnunardeginum þ. 30. apríl sl.

More

Lífsverk – til sölu hjá
2021-05-10

LÍFSVERK - þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar er til sölu hjá:
Safnbúð Þjóðminjasafns Ísland
Safnbúð Listasafns Íslands
Kirkjuhúsinu Katrínartúni 4
Bóksölu Stúdenta
Bókakaffinu Austurvegi 22, Selfossi
Skálholtsskóla, Skálholti
Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ
Slippfélaginu, Grensásvegi
Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs, Hellissandi
og í vefversluninni sigvaldi.org

Pantanir á gudrun@tryggvadottir.com eða í síma 863 5490.

More

Kynning á bókinni Lífsverk á málþingi í Þjóðminjasafninu
2021-01-24

Þann 23. janúar sl. stóð Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi. Málþingið var haldið í fyrirlestrarsal safnsins við Suðurgötu á afmælisdegi Þóru.
Hér má finna tengil á upptökur á YouTube frá málþinginu. Kynning Guðrúnar hefst á 25. mínútu og í framhaldi er kynning Arndísar: https://www.youtube.com/watch?v=yFfdwLVITzY&feature=share&fbclid=IwAR1stnIu40PJiYLaEGk9NrvpIkfzNBxbjhbIniJEjLk29VFUKkMA2mtBq1E

Dagskráin var svohljóðandi:

  • Margrét Elísabet Ólafsdóttir formaður Listfræðafélagsins kynnir Þóru Kristjánsdóttur og dagskrá málþingsins.
  • Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður flytur ávarp.
  • Lilja Árnadóttir fyrrverandi sviðsstj...
More

Málþing til heiðurs Þóru Kristjánsdóttur
2021-01-23

Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi. Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal safnsins við Suðurgötu á afmælisdegi Þóru, laugardaginn 23. janúar kl. 13:00 – 15:00. Þóra Kristjánsdóttir var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020. Málþinginu verður einnig streymt. Sjá nánar.

Dagskrá:

  • Margrét Elísabet Ólafsdóttir formaður Listfræðafélagsins kynnir Þóru Kristjánsdóttur og dagskrá málþingsins.
  • Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður flytur ávarp.
  • Lilja Árnadóttir fyrrverandi sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins segir frá samstarfi þeirra Þóru.
  • Arndís Árnad&o...
More

2020

Leitað að lífsverki
2020-02-17

Menningarefni – Bókmenntir – Myndlist – Orð um bækur
„Ég vildi reyna að skilja þetta, segir Guðrún Tryggvadóttir, m.a. í viðtali um bókina Lífsverk – þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar. Við horfum oft ekki með nægilegri virðingu til þeirra listaverka sem unnin voru fyrr á öldum. Oft er talað um verk sem gerð voru fyrir kirkjur sem „bara“ kirkjulist, en við megum ekki gleyma því að kirkjurnar voru eini samkomustaðurinn. Væntanlega voru kirkjur jafnvel eini staðurinn þar sem hægt var sjá listræna tjáningu, fegurð, sem ekki var af prakstískum toga.“

Lesið og hlustið á https://www.ruv.is/frett/leitad-ad-lifsverki

More

Spjall á hinsta degi LÍFSVERKS í Hallgrímskirkju
2020-02-17

Sunnudaginn 1. mars 2020, býður Listvinafélag Hallgrímskirkju til annars listamannaspjalls Guðrúnar um sýningu hennar Lífsverk / Legacy. Spjallið verður í sýningarrýminu í forkirkjunni að lokinni messu.

More

Lífsverk Ámunda Jónssonar snikkara
2020-01-31

Laugardaginn 8. febrúar kl. 14:00 mun Guðrún A. Tryggvadóttir halda fyrirlestur og kynna nýja bók sína LÍFSVERK - Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar og um leið opna sýningu á þrjátíu verkum sínum úr bókinni.
Verið hjartanlega velkomin!
Menningarsalur Oddasóknar – Dynskálum 8 – 850 Hellu

More

Listamannaspjall í Hallgrímskirkju
2020-01-18

Föstudaginn 24. janúar 2020 kl. 17:00 býður Listvinafélag Hallgrímskirkju til listamannaspjalls í forkirkju Hallgrímskirkju í tengslum við sýningu Guðrúnar A. Tryggvadóttur Lífsverk / Legacy.
Guðrún mun ræða um sýninguna og svara fyrirspurnum gesta. Léttar veitingar verða í boði.
Guðrún A. Tryggvadóttir sýnir málverk sem byggja á hugmyndafræðilegum og sögulegum grunni og fjalla um smiðinn, útskurðarmeistarann og listmálarann Ámunda Jónsson (1738-1805). Jafnhliða sýningunni kom út bók hennar LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar. Bókin er til sölu í Guðbrandsstofu (kirkjubúðinni). Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram.

Sýningin stendur til 1. mars 2020 og er opin alla daga kl. 9 - 17.

More

2019

Sýning í Skálholti - Þrjátíu myndverk úr bókinni LÍFSVERKI
2019-12-15

Sýning á vatnslitamyndum úr bókinni LÍFSVERK - Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar stendur nú yfir í Skálholti. Sýningin er í matsal, miðrými og fyrirlestrarsal skólahússins í Skálholti og er opin daglega frá kl. 10:00-20:00. Sýningin stendur til 5. ferbrúar 2020. Verkin á sýningunni er föl.

More

Útgáfuhátíð LÍFSVERKS í Skálholti þ. 14. desember kl. 14:00
2019-12-14

Listrými, útgefandi bókarinnar LÍFSVERK - Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar stendur fyrir útgáfuhátíð í Skálholti í samstarfi við staðinn. Höfundurinn Guðrún Arndís Tryggvadóttir og meðhöfundur hennar Arndís S. Árnadóttir segja frá hugmyndinni og rannsókninni og opnuð verður sýning á þrjátíu myndverkum Guðrúnar úr bókinni.


Dagskrá:

Kl. 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir - Af hverju Ámundi?
Kl. 14:30 Arndís S. Árnadóttir - Hvernig fer maður að því að rannsaka lífsferil alþýðumanns frá 18. öld?
Kl. 15:00 Leitað að sögunni með pensli - Sýning opnuð á verkum Guðrúnar í bókinni
Kl. 15:15 Kaffi í veitingastaðnum í skólanum

Verið hjartanlega velkomin!

More

Bók: LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
2019-10-22

Í þessari litríku og heillandi bók leitar Guðrún Arndís Tryggvadóttir að lífsverki forföður síns, Ámunda Jónssonar, smiðs, listmálara og bíldskera á 18. öld. Hún endurskapar ævi hans og iðju í vatnslitamyndum í því skyni að nálgast fortíðina og lætur innsæinu eftir að kalla fram svör – í myndverkum og textum til íhugunar.

Í bókinni eru ljósmyndir af öllum þekktum verkum Ámunda auk fræðigreina eftir Arndísi S. Árnadóttur og Sólveigu Jónsdóttur sem ætlað er að auðga þessa sögu, ljá henni líf og styrkja sambandið við líf og list fortíðar. Með allt þetta í höndum er það síðan verkefni áhorfandans og lesandans að spegla sinn eigin reynsluheim í því sem hér er borið fram.

„Ég vil spegla nút&iacu...

More

Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
2019-10-18

Sýningaropnun í Hallgrímskirkju þ. 1. des. 2019 kl. 12.15

Guðrún A. Tryggvadóttir sýnir málverk sem byggja á hugmyndafræðilegum og sögulegum grunni og fjalla um smiðinn, útskurðarmeistarann og listmálarann Ámunda Jónsson (1738-1805). Jafnhliða sýningunni kemur út bók hennar LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram.

Sýningin er opin daglega á opnunartímum kirkjunnar og líkur þ. 15. mars 2020.
Ókeypis aðgangur og allir hjartanlega velkomnir.

More

2018

Jónshús – Fræðimenn segja frá
2018-08-09

Að jafnaði dvelja 22 fræðimenn ár hvert í Jónshúsi. Hver fræðimaður dvelur að jafnaði í fjórar vikur í húsinu. Fræðimennirnir sem nú dvelja í húsinu halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 14. ágúst klukkan 17.00.

Guðrún og Ámundi

Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og fræðimaður í Jónshúsi segir frá verkefni sínu um rannsókn á lífi og starfi Ámunda Jónssonar smiðs og listamanns sem uppi var á 18. öld. Hann ólst upp að Steinum undir Eyjafjöllum og kom til Kaupmannahafnar og dvaldi í þrjú ár við ýmsa iðju, sem dvölin hér á einmitt að hjálpa Guðrúnu að varpa betra ljósi á. Ámundi byggði 13 kirkjur á Suðurlandi. Auk þess smíðaði hann og málaði altaristöflur og predikunarstóla sem e...

More

Formæðraherinn fært Listasafni Árnesinga að gjöf
2018-06-28

Guðrún Tryggvadóttir hefur fært Listasafni Árnesinga verkið Formæðraherinn að gjöf en það var eitt verka hennar á sýningunni Verulegar í safninu sem lauk þ. 25. febrúar 2018. 

Formæðraherinn. Olía á striga.
Guðrún Tryggvadóttir 2015.

More

Leiðsögn með Guðrúnu Tryggvadóttur og Brynhildi Þorgeirsdóttur í Listasafni Árnesinga
2018-01-23

Sunnudaginn 28. janúar kl. 15:00 munu þær Guðrún Tryggvadóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir segja frá verkum sínum á  sýningunni Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir sem opnaði í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í september á sl. ári en hefur nú verið framlengd og verður nú opin til 25. febrúar 2018.
Opnunartími safnsins er frá fimmtudögum til sunnudaga frá kl. 12-18.

Guðrún Tryggvadóttir, Inga Jónsdóttir sýningarstjóri og Brynhildur Þorgeirsdóttir.

More

2017

Úthlutun fræðimannsíbúðar í Jónshúsi
2017-12-28

Guðrún Tryggvadóttir hefur fengið úthlutaðri fræðimannsíbúð í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn í ágústmánuði 2018. Á meðan á dvölinni stendur mun hún afla heimilda og undirbúa næstu sýningu.
Sjá nánar á vef Jónshúss.

T.v. málverk Þórarins B. Þorlákssonar af Jóni Sigurðssyni, t.h. ljósmynd af Jónshúsi (af vef Jónshúss).

More

Verulegar – framlengd til 25. febrúar 2018
2017-11-30

Sýningin Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, í Listasafni Árnesinga hefur verið framlengd.

„Verulegar“ nefnist sýning Guðrúnar Tryggvadóttur og Brynhildar Þorgeirsdóttur í í Listasafni Árnesinga en sýningin opnaði þ. 23. september 2017 en hún átti að standa til 17. desember nk. en hún hefur verið framlengd og opnar því aftur eftir áramót, þ. 18. janúar og verður opin til 25. febrúar 2018.

Nokkur verk Guðrúnar og Brynhildar í sal eitt af fjórum í Listasafni Árnesinga á sýningunni Verulegar.

More

Leiðsögn með Guðrúnu Tryggvadóttur í Listasafni Árnesinga
2017-10-08

Sunnudaginn 8. október kl. 15:00 mun Guðrún Tryggvadóttir segja frá verkum sínum á  sýningunni Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, sem nýverið var opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Á sýningunni er sjónum beint að viðamiklum listferli Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem spannar nær fjóra áratugi. Þar eru kynntar tvær öflugar konur sem gerðu sig gildandi á vettvangi myndlistar í kjölfar umbrotatíma áttunda áratugs síðustu aldar og sem enn eru að vekja eftirtekt með verkum sínum.

Fjórða víddin á síðustu metrunum

Guðrún Tryggvadóttir við vinnu að verkinu „Fjórða víddin“ nú fyrr á árinu.

Guðrún Tryggvadóttir (1958) nam myndlist í Akademie der Bildenden Künste í München 1979-83, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í Pa...

More

Blásið til sýningar í Listasafni Árnesinga í haust
2017-06-16

„Verulegar“ nefnist sýning Guðrúnar Tryggvadóttur og Brynhildar Þorgeirsdóttur í í Listasafni Árnesinga sem opnar í haust. Þar mun Inga Jónsdóttir safnstjóri vera sýningarstjóri og tefla þeim Guðrúnu og Brynhildi saman í öllum sölum safnsins.

Guðrún Tryggvadóttir við vinnslu eins verkanna sem verður á sýningunni í haust.

Áformuð opnun er þ. 23. september 2017. Meira verður fjallað um sýninguna þegar nær dregur opnunardegi.

More

Heimboð og listsýning á Jörva
2017-04-20

Heimboð og listsýning á Jörva í Haukadal í Dölum laugardaginn 21. apríl 2017. Athugið að aðeins er opið þennan eina dag frá kl. 13:00-16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Á vinnustofunni á neðri hæðinni verður boðið til listsýningar Guðrúnar Tryggvadóttur myndlistarkonu, sem dvalið hefur í Dölum undanfarið og málað, en hér getur að líta tvö þemu: Fossa og formæður.

Þar verður einnig hægt að skoða verk í vinnslu eftir Bjarnheiði Jóhannsdóttur, leirlistakonu og húsfreyjuna á Jörva, m.a. tilraunir með íslensk jarðefni, s.s. Dalaleir.

Á efri hæðinni verður boðið upp á smá hressingu, gott útsýni og gestum velkomið að skoða húsið. Það er enn í byggingu.

Sjá viðburðinn á FB.

More

Hætti á Facebook – Frelsum geirvörtuna!
2017-02-22

Í febrúar 2017 ákvað ég tímabundið að hætta nota Facebook því nekt, í hvaða formi sem er, sérstaklega brjóst og geirvörtur virtust vera bönnuð þar á bæ. Allt skilgreint sem klám. Mér hafði aftur og aftur verið hent út af síðunni fyrir að sýna geirvörtur og nekt sem er þó megnið af mínum viðfangsefnum sem listamanns. Mér fannst og finnst þetta ekki ásættanlegt en myndin hér að neðan var ástæðan í þetta skiptið. Til að fá síðuna mína opnaða á ný þurfti ég að lofa að birta ekki slíkar myndir aftur, sem ég hef þó að sjálfsögðu ekki virt. Sjáum svo til hvernig þetta á eftir að þróast hjá Facebook en ég læt þetta auðvitað ekki takmarka mitt tjáningarfrelsi enda væri það andstætt eðli mí...

More

Uppruni - Gallerí Gangur
2017-01-20

Guðrún Tryggvadóttir sýnir í Ganginum, Rekagranda 8. Opnun þ. 19. janúar 2017 frá kl. 17:00-19:00. Sýningin átti að standa til 21. febrúar en hefur verið framlengd til 4. apríl nk.

Árið 1980 opnaði Helgi Þorgils Friðjónsson lítið sýningarými á heimili sínu sem hann kallaði Gallerí gang og hefur „Gangurinn“ verið starfandi æ síðan eða í 36 ár. Markmiðið með rekstrinum er að kynna myndlistarmenn og aðra fyrir nýjum erlendum listamönnum. Fjölmargir erlendir myndlistarmenn hafa sýnt hjá Helga og margir hverjir hafi komið aftur til Íslands ýmist til þess að sýna eða sem almennir ferðamenn. Auk þess sýna íslenskir listamenn í Ganginum í boði Helga.

Gallerí Gangur á FB.

More

2016

Kanill – jólasýning SÍM opnar 2. desember
2016-11-30

Verið hjartanlega velkomin á opnun Kanils, jólasýningar félagsmanna SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna 2016.
Opnun verður í Hafnarstræti 16, þann 2. desember frá kl. 17:00-19:00 -  léttar jólaveitingar í boði.
Sýningin verður opin á skrifstofutíma kl. 12:00-16:00, alla virka daga frá 5. – 22. desember.

Hjartanlega velkomin á Kanil. Guðrún Tryggvadóttir og fjöldi annarra félagsmanna SÍM eiga verk á sýningunni sem er sölusýning.

More

Ölfusborgir – í hálfa öld
2016-11-12

Um þessar mundir eiga Ölfusborgir, fyrsta orlofsbyggð launafólks á Íslandi, hálfrar aldar afmæli.
Af því tilefni ákvað Alþýðusamband Íslands að reisa minnisvarða og færa söguna nær gestum Ölfusborga. Guðrún Tryggvadóttir var fengin til að móta hugmyndir að útfærslu í máli og myndum og var afraksturinn afhjúpaður á hálfrar aldar afmæli Ölfusborga þ. 12. nóvember sl.

Guðrún Tryggvadóttir við afhjúpun minnisvarðarins  í Ölfusborgum.

More

Viðtal – Listamannbæinn Hveragerði
2016-10-12

Viðtal Margrétar Blöndal við Guðrúnu Tryggvadóttur um sýninguna Listamannabærinn Hveragerði var sendur út í þættinum Að sunnan á sjónvarpsstöðinni N4 þ. 5. október sl. Hægt er að skoða þáttinn á slóðinni http://www.n4.is/is/thaettir/file/ad-sunnan-37 en viðtalið byrjar um þrjár- og hálfa mínútu inn í þáttinn.

Skjáskot úr viðtalinu. Guðrún Tryggvadóttir sýningarstjóri og hönnuður.

More

Listamannabærinn Hveragerði – sýning í Lystigarðinum
2016-08-09

Listivinafélagið í Hveragerði hefur staðið fyrir endurnýjun kunningsskapar við listamennina sem byggðu listanýlenduna í Hveragerði frá og með fimmta áratug síðustu aldar. Sýningin Listamannabærinn Heragerði verður afhjúpuð nk. föstudag þ. 12. ágúst kl. 16:00.

Sýningarveggurinn um Gunnar Benediktsson rithöfund. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Guðrún Tryggvadóttir hannaði sýninguna og félagar hennar í Listvinafélaginu í Hveragerði unnu efnið í sýninguna en auk þeirra hefur fjöldi manns komið að framleiðslu hennar. Á sýningunni eru listamennirnir Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson, Helgi Sveinsson, Höskuldur Björnsson, Kristinn Pétursson og Ingunn Bjarnadóttir í forgrunni auk þess sem ítarefni s.s. ...

More

Síðasta sýningarhelgi Dalablóðs
2016-08-08

Síðasti sýningarhelgi Dalablóðs í Ólafsdal við Gilsfjörð, er um næstu helgi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. ágúst. Opið daglega frá 12:00-18:00.

Ungur gestur virðir fyrir sér verk á sýningunni Dalablóð.

Ungur gestur virðir fyrir sér verk á sýningunni Dalablóð. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

More

Guðrún um Dalablóð – á Ólafsdalshátíðinni
2016-08-06

Þann 6. ágúst nk. verður Ólafsdalshátíðin haldin í Ólafsdal. Sjá dagskrá hátíðarinnar á Náttúran.is. Hátíðardagskráin hefst kl. 13:00 en kl. 15:00 mun Guðrún Tryggvadóttir halda erindi um sýningu sína Dalablóð sem nú stendur yfir í gamla skólahúsinu.

Snið úr einu verkanna á sýningunni Dalablóð. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

More

Listvinafélagið í Hveragerði hlýtur menningarviðurkenningu Hveragerðisbæjar
2016-06-25

Listvinafélagið í Hveragerðis hlaut menningarviðurkenningu Hveragerðisbæjar á 70 ára afmælisári bæjarins en viðurkenningin var afhent af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.

Guðrún Tryggvadóttir tók við viðurkenningunni ásamt öðrum meðlimum stjórnar félagsins. Guðrún er einn af stofnendum félagsins og ein aðaldriffjöðrin í öflugu starfi þess auk þess sem hún er hönnuður sýninganna um Listamannabæinn Hveragerði. Sjá nánar um félagið og listamennina í Hveragerði á listvinir.is.

Við afhendingu menningarviðurkenningarinnar þ. 25. júní 2016. Ljósm. Einar Bergmundur.

More

Næsta sýning: Dalablóð – í Ólafsdal
2016-06-09

Þann 23. júlí nk. kl. 14:00 mun Guðrún Tryggvadóttir opna sýningu í gamla skólahúsinu í Ólafsdal. Sýningin nefnist Dalablóð og fjallar um 11 ættliði Guðrúnar í beinan kvenlegg en þær eiga ættir sínar að rekja í Dalina eins langt og heimildir ná til. Sýningin mun standa til 14. ágúst. Opið daglega frá kl. 12:00-18:00.

Skólahúsið í Ólafsdal. Tveir af þremur háum fossum í Hvarfsdal inn af Ólafsdal í bakgrunni. Sýning Guðrúnar verður á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

More

Skíma: Vatnslitamyndir
2016-06-01

Vatnslitaðar smámyndir sem Guðrún vann í vetur undir áhrifum morgunskímunnar yfir sjóndeildarhringnum sem blasir við út um  vinnustofuglugga hennar í Alviðru, eru til sölu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og í Listfléttunni Hafnarstræti 104 á Akureyri.

Nokkrar af smámyndunum. Stærð mynda 4 x 20 cm. kartonerað í sýrufrítt karton í stærðinni 14 x 29,7 cm.

More

Málþing: Tilfinningalegur heiðarleiki kvenna – er hann staðreynd?
2016-01-17

Málþing í tengslum við sýninguna Kvennaveldið: Konur og kynvitund í Listasafni Reykjanesbæjar var haldið sunnudaginn 17. janúar 2016 kl. 15:00. Yfirsögn málþingsins var „Tilfinningalegur heiðarleiki kvenna – er hann staðreynd“ en í pistli Sigríðar Þorgeirsdóttur í sýningarskrá „Að skapa meiri spennu og minna stríð milli kynjanna“ veltir hún því fyrir sér hvort þessi „tilfinningalegi heiðarleiki“ geti beinlínis bjargað heiminum, kollvarpað stríðs-og kúgunarveldi karla.

Í pallborði málþingsins voru auk sýningarstjórans Aðalsteins Ingólfssonar, Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur og þrír sýnenda, þær Guðrún Tryggvadóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir.

Á málþinginu í Listasafni Reykjanesbæjar þ. 17. janúar sl. Aðalsteinn Ingólfsson í pontu. Ljósm. Einar Bergmundur.

Á málþinginu í Listasafni Reykjanesbæjar þ. ...

More

2015

Leiðsögn: Kvennaveldið: Konur og kynvitund
2015-11-29

Á leiðsögn um sýninguna Kvennaveldið: Konur og kynvitund í Listasafni Reykjanesbæjar sunnudaginn 29. nóvember sagði sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson gestum frá hugmyndinni að sýningunni og einstaka verkum.

Guðrún Tryggvadóttir skýrði frá verkum sínum Tveggja barna móðir og Tíminn sýgur og Louiser Harris sagði frá sínum verkum.

Gestir á leiðsögn á Kvennaveldinu. Ljósm. Einar Bergmundur.

Guðrún útskýrir kökusniðin í verkinu Tíminn sýgur. Ljósm. Einar Bergmundur.

More

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
2015-11-13

Kvennaveldið: Konur og kynvitund
Staður: Listasafn Reykjanesbæjar, Duusgötu 2-18, 230 Reykjanesbæ
Sýnendur: Guðrún Tryggvadóttir, Dodda Maggý, Guðný Kristmanns, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Louise Harris, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Róska, Valgerður Guðlaugsdóttir, Þórdís Aðalsteinsdóttir.
Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson.
Tímabil: 13. nóvember 2015 - 31. janúar 2016.
Opnunartími: 12:00 - 17:00.

Guðrún Tryggvadóttir tekur þátt í sýningunni Kvennaveldið: Konur og kynvitund en hún opnaði þann 13. nóvember 2105.

More

Listamannabærinn Hveragerði
2015-10-30

Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði.
Hönnuður sýningar: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 30. október til 21. febrúar 2016.
Opnunartími: Fimmtudaga til sunnudaga 12:00 - 18:00.

Listamannabærinn Hveragerði er sýning sem hönnuð er af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni  og formanni Listvinafélagsins í Hveragerði. Listasafn Árnesinga sýnir nú fyrirhugaða útisýningu félagsins en hún verður sett upp í Lystigarðinum í Hveragerði á næsta ári. Auk þess er fyrri sýning félagsins nú sýnd í Listasafni Árnesinga en hún var hönnuð sem farandsýning enda ekkert fast húsnæði fyrir sýningu sem þessa fyrir hendi í Hveragerði.

Rýnt í sýninguna Listamannabærinn Hveragerði í Listasafni Árnesinga. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Sýningin var fyrst set...

More

Námskeið: Hugmynd og túlkun
2015-08-26

Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir
Tímabil: 1. október til 26. nóvember 2015
Tími: Fimmtudaga frá kl. 18:00 - 21:00 (dagana: 1., 8., 22. og 29. okt. og 5., 12.,19. og 26. nóv.)
Tímar: 8 skipti, 3 tímar í senn. Samtals 24 klst.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10
Verð: 28 þús.

Vinnustofunámskeiðið „Hugmynd og túlkun“ er hugsað fyrir unglinga á öllum aldri, fólk sem fæst eitthvað við myndlist og hefur einhverja reynslu og áhuga á að læra meira um hvernig fanga má hugmyndir og þroska áfram í myndmáli.

Lögð er áhersla á að aðstoða hvern og einn persónulega.

Skráning á gudrun@tryggvadottir.com eða í síma 863 5490.

Unnið af kappi á vinnustofunámskeiðinu Hugmynd og túlkun sem nú stendur yfir.

Sjá Nemendasýningu úr námskeið...

More
© Guðrún Arndís Tryggvadóttir 2015