Listamannabærinn Hveragerði - sýning í Lystigarðinum í Hveragerði.
Listvinafélagið í Hveragerði hefur á undanförnum árum staðið fyrir metnaðarfullum sýningarverkefnum um listamennina í Hveragerði. Þriðja sýning félagsins „Listamannabærinn Hveragerði“ var fyrst kynnt á sýningu í Listasafni Árnesinga í október 2015 og lauk henni í febrúar 2016. Um er að ræða sjálfstætt verkefni, þriðja áfanga í þróun sýninga um listamennina í Hveragerði.
Sýningin er hönnuð og undir stjórn Guðrúnar Tryggvadóttur myndlistarmanns, hönnuðar og formanns félagsins frá 2012-2016 og er önnur sýning Listvinafélagsins í Hveragerði.
Í ágústmánuði 2016 var hin nýja sýning síðan sett upp í Lystigarðinum í Hveragerði og mun hún standa þar til frambúðar. Sýningin er bæði á ensku og íslensku og er mikilvægt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Fjallað er um listamenn úr öllum listgreinum, en eftirfarandi níu listamenn og verk þeirra eru sérstaklega tekin fyrir þ.e.: Kristinn Pétursson, Höskuldur Björnsson, Ingunn Bjarnadóttir, Kristján frá Djúpalæk, Kristmann Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson og Sr. Helgi Sveinsson.
Sýningin er gjöf Listvinafélagsins í Hveragerði til Hveragerðisbæjar í tilefni 70 ára afmælisins bæjarins en Hveragerðisbær studdi félagið einnig dyggilega við að koma sýningunni í framkvæmd.
Sýningunni fylgir appið listvinir (fyrir iOS og Android) með ítarefni og sýnishornum verka s.s. hljóðdæmum og staðsetningu þeirra húsa sem þeir bjuggu í. Appinu er ætlað að vera sýningunni til stuðnings og auka við upplifun þeirra sem vilja njóta þess að hlusta á verk listamannanna í tali og tónum.
Fyrirhugað er að setja upp Galleríkjarna, annan hluta sýningarinnar sumarið 2017, en hann mun hýsa breytilegar sýningar þar sem kynntir verða listamenn síðari tíma. Þannig verður sýningarsvæðið lifandi og getur boðið upp á breytilegar sýningar á milli ára.
Framleiðandi:
Listvinafélagið í Hveragerði.
Verkefnisstjórn og sýningarhönnun: Guðrún Tryggvadóttir.
Þróun apps: Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson.
Upplýsingar og grafík má ekki afrita né birta með neinum hætti án leyfis framleiðanda.
©2012-16. Öll réttindi áskilin.
Guðrún Tryggvadóttir hönnuður og verkefnisstjóri sýningarinnar afhjúpar skiltið um Kristján frá Djúpalæk.
Börn Gunnars Benediktssonar afhjúpa skiltið um föður sinn.
Afhjúpun sýningarinnar um Listamennina í Hveragerði í Listigarðinum í Hveragerði.
Börn Jóhannesar úr Kötlum við afhjúpun skiltisins um föður sinn.
Afhjúpun skiltisins um Sr. Helga Sveinsson.
Börn og aðrir afkomendur Kristmanns Guðmundssonar afhjúpa skiltið um skáldið.