Vinnustofunámskeiðið Hugmynd og túlkun var haldið í Listasafni Árnesinga frá 1. október til 26. nóvember 2015 undir handleiðslu Guðrúnar Tryggvadóttur.
Námskeiðið var hugsað fyrir fólk á öllum, fólk sem fæst eitthvað við myndlist og hefur einhverja reynslu og hafði áhuga á að læra meira um hvernig fanga má hugmyndir og þroska áfram í myndmáli.
Lögð var áhersla á að aðstoða hvern og einn persónulega og leitast við að mæta þörfum hans og væntingum til að ná þroska í listiðkun sinni.
Námskeiðinu lauk með yfirferð í sölum Listasafns Árnesinga og hér má sjá nokkrar myndir frá lokakvöldinu þar sem farið var yfir afraksturinn.
Helga Kristjánsdóttir við hluta afraksturs síns í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.
Kerrý Reidy, Helga Kristjánsdóttir, Andrína Guðrún Jónsdóttir og Halla Thorarensen við yfirferð á verkum Helgu Kristjánsdóttur í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.
Andrína Guðrún Jónsdóttir flettir vinnubók sinni í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.
Andrína Guðrún Jónsdóttir að segja frá einu verkanna í vinnubókinni í yfirferð í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.
Eitt verka Kerrý Reidy í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.
Halla Thorarensen leggur út hluta afraksturs síns í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.
Myndskreytingar við ljóð, fulgamyndir Höllu Thorarensen, í yfirferð í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.
Kerrý Reidy leggur út hluta afraksturs síns í síðasta tíma í námskeiðinu Hugmynd og túlkun.