
Vinnustofur í hinum ýmsu miðlum verða haldnar í nýjum húsakynnum Listrýmis í Hveragerði á nýju ári. Hóphittingar með módelteikningu sem viðfangsefni, styttri og lengri námskeið í olíumálun, blandaðri tækni og vatnslitamálun og auðvitað teikningu og hugmyndaþróun með áherslu á persónulega handleiðsla frá grunnhugmynd til lokaniðurstöðu.
Nánari upplýsingar um dagskrána á fyrstu dögum ársins 2016.
Ljósmynd: Nemendur á módelteikninámskeiði Listrýmis á síðasta ári, haldið í Listasafni Árnesinga.
Nánar
Fyrir árslok flyt ég mig og vinnustofu mína um set, í Hveragerði þar sem ég mun hafa mikið bú- og listrými og þar sem ég get bæði unnið, haldið námskeið og sýnt verkin mín. Stefni á að geta haft opið hús fyrir jólin. Nánari upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma þegar nær dregur desember.
Nánar
Hágæða prent af málverkum mínum eru nú í boði í tveimur stærðum: 40x50 cm. og 50x70 cm.
Öll þau málverk sem birtast hér á síðunni má útfæra sem prentaðar útgáfur og fá sendar hvert sem er í heiminum.
Sjá verð og nánari upplýsingar https://tryggvadottir.com/is/publication/27/
Nánar